Skógræktarritið - 15.12.1998, Qupperneq 118
Vex á stubbum og fauskum af
lauftriám, hér aðallega af birki, og hitt-
ist stundum á stofnum gamalla en lif-
andi birkitrjáa og brotnum greinum;
einnig á girðingarstaurum af birki, við
íarðvegsborðið. Algengur um land allt.
Veldur fúa í viði sem hann vex á, og er
líklega einhver mikilvirkasti fúasveppur
í birkiskógum landsins. Ekki er vitað til
að hann leggist á barrtré eða barrvið.
Stereum sanguinolentum -
D reyraskinni.
Líkist strýskinna og purpura-
skinna í útliti og myndar 0,5-1
cm breið, leðurkennd, bylgjótt
börð, á lóðréttum fleti, sem oft
eru þaklögð hvert yfir annað. Efra
borð þeirra er strýhært og greini-
116
lega beltað, með gul- og rauð-
brúnum beltum, sem stundum
eru grænleit af þörungum sem
þar vaxa. Neðra borðið slétt eða
vörtótt, ýmislega grá-gul-rauð-
fjólu-brúnt, en fær blóðrauða
bletti við minnsta hnjask. (17.
mynd)
Vex aðallega á dauðum barrtrjám og
barrviði, oftast á stubbum af höggnum
trjám, en getur einnig vaxið á sködduð-
um eða veikum trjám. Fannst hér fyrst á
stubbum af bergfuru í Grundarreit í
Eyjafirði 1961. Síðan hefur hann fundist
á lerki, stafafuru og döglingsviði, á Akur-
eyri (Kjarnaskógi) Hallormsstað og f
Skorradal, en aðeins á stubbum eða
bolum felldra trjáa. f Noregi og víðar er
17. mynd. Dreyraskinni [Stereum sangu-
inolentum), af furustubb í Mörkinni á
Hallormsstað, 24.8. 1988 (sýni nr.
11935). Ljósm. höf.
18. mynd. Mjölskán (Trechispora far-
inacea) á birkifausk í Egilsstaðaskógi
1988. Ljósm. höf.
hann talinn valda toppskemmdum á
barrtrjám, einkum rauðgreni, og jafnvel
líka á trjáviði í geymslu, en hér er ekki
vitað um slíkar skemmdir af hans völd-
um. (Sjá greinar Finn Roll-Hansen í Árs-
riti Skógræktarfélagsins 1972-73, bls.
49, og í Acta botanica 1992, bls. 11).
Thelephorales -
Tuttlusveppsbálkur
Thelephoraceae -
Tuttlusveppsætt
Aldin þeirra sveppa sem nú er
skipað í þennan bálk/ætt hafa
engin sameiginleg útlitseinkenni,
og geta verið allt frá óreglulegum
flóka upp í stæðilega hattalaga
líkami, með ýmislega löguðum
kólfbeði. Þeir vaxa ýmist á viði
eða jarðvegi. Meltuttla (Thelephora
caryophyllea) er algeng tegund á
mold og melum hérlendis. Til
sömu ættar telst flókasveppur
(Tomentella), sem hérverður
nánargetið.
Tomentella bryophila - Mosa-
flóki.
Myndar formlausa gul- eða ryð-
brúna, ullkennda grisju eða flóka
á neðra borði spreka í skógbotn-
inum, og fer stundum yfir á rotn-
uð blöð og mosa. Gróin brún,
kúlulaga, með grófum broddum.
|Mynd: B&K 11, 244|
Fundinn í Hálsskógi í S.-Þing. og
Norðtunguskógi vestra.
Líklega fleiri en ein tegund, og hafa
T. atramentaria og T. ferruginea, einnig
verið greindar hér, úr sýni sem Ólafur
Davíðsson safnaði í Hálsskógi í sept.
árið 1900.
Tomentellopsis echinospora myndar
ljósleita, samhangandi, ull- eða vatt-
kennda þekju, á neðra borði spreka.
Gróin gul, broddótt. Fundinn í Egils-
staðaskógi á birkisprekum.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998