Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 120
19. mynd. Gráskeljungur (Trametes
ochraæa) á birkistubb í Ranaskógi,
Fljótsdal, 1987. Ljósm. höf.
20. mynd. Gráskeljungur (Trametes
ochracea) á brotnu birkitré í Egilsstaða-
skógi 21.4. 1988. Ljósm. höf.
hans f grein minni í Skógræktarritinu
1966, þar sem þessi tegund er kölluð
Polyporus hirsutus eða „strýsælda".
Trametes pubescens -Lóskeljungur
var nýlega nafngreindur eftir sýni frá
með aldri. Borur kantaðar eða
rúnnaðar, 2-4 á mm. Gróin af-
löng, íbogin, 5-5-7,5 x 2,5-3 pm.
(19. og 20. mynd)
Vex á dauðum eða lifandi (sködduð-
um) lauftrjám, og veldur hvftum fúa í
þeim. Mjög algengur hérlendis, og vex
eingöngu á birki, oftast á stubbum
felldra trjáa, og myndar þá oft þéttar og
þaklagðar þyrpingar utan með brúnum
þeirra og jafnvel ofan á þeim. Eru aldin-
in þá m.e.m. samvaxin. (Sérkennilegt er
að aldinið getur vaxið utan um grasstrá,
án þess að ýta þeim til hliðar). Fyrir
kemur að gráskeliungur sést á lifandi
birkitrjám, sem þá eru oftast mikið
brotin, eða að falli komin af elli. Svepp-
urinn vex stundum svo fljótt eftir brot,
að hann hlýtur að vera fyrir hendi í tré-
nu áður en það brotnar, og á þá að lík-
indum þátt í brotinu með því að veikja
tréð. Er þvf líklegt að hann sé ein helsta
orsök fúa í lifandi birkitrjám hérlendis.
Gráskel|ungur er afar breytilegur og
er raunar líklegt að um fleiri náskyldar
tegundir sé að ræða hérlendis. Langt
fram á þessa öld var álitið að þetta væri
tegundin Tremeles hirsuta, sem er algeng
á birki í Skandinavíu og víðar, en
iorstad (1962) nafngreindi hann sem Tr.
zonata= Tr.ochracea. Ekki er þó útilokað
að Tr. hirsuta vaxi hér einnig.
Hallormsstað. Aldin hans eru mjög
svipuð og hjá Tr.ochracea, en eru að jafn-
aði gulleit eða ljósbrún, og með
ógreinilegum beltum. Er líklegt að sú
tegund sé tíð hér. IMyndir: BS-K 11,357;
R&H, 168]
Sjá nánar um gráskeljung og afrek
# Fomes fomentarius - Tundursveppur
er talinn til sömu ættar. Hann myndar
stór, hóflaga aldin, með grábrúnni,
beltaðri skorpu á efra borði, og gul-
brúnu, fínboróttu sáldlagi að neðan.
Aldinið varir í fjölda ára, og bætist nýtt
sáldlag við á hverju sumri, og eru göm-
ul aldin því með árhringjum líkt og tré.
Sveppurinn getur orðið risavaxinn, allt
að 1 m í þvermál, og er því með stærstu
sveppategundum jarðar. Hann var fyrr-
um nýttur í margvíslegum tilgangi, jafn-
vel til fatagerðar, en aðallega þó til
framleiðslu á tundri fyrir daga eidspýtn-
anna, en tundur var notað til að fanga
neista, þegar slegið var saman tinnu og
stáli. Sveppurinn vex á gömlum
lauftrjám, m.a. á birki, en hefur ekki
fundist hérlendis.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998