Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 126
29. mynd. Mjúkhimna (Hypocímiciellum
molle) á fúnum viðardrumbi á Akureyri
1985. Ljósm. höf.
ur í fyrstu en síðar heillegur.
(29. mynd)
Vex á barrviði, hér aðeins fundinn á
Akureyri og í Mjóafirði eystra, á planka-
bút og rekaviði. Sjaldgæf tegund í Evr-
ópu.
Coniophora puteana - Kjallara-
sveppur.
Myndar stórar, 0,5-1 mm þykk-
ar, skán- eða skóflaga beðjur,
fastvaxnar undirlaginu. Yfirborð
þeirra er óreglulega vörtótt. Lit-
urinn breytist með aldri, er gulur
fyrst, en síðar gul- eða móbrúnn,
þegar gróin taka að þroskast, því
þau eru ljósbrún á litinn, allstór
og slétt. jaðarinn hvítur og ull-
þráðóttur. (30. mynd)
Vex á viði af lauf- og barrtrjám, og er
algengur fúasveppur á dauðum trjám
og timbri um alla jörð, bæði úti og inni.
Hann þarf nokkurn loft- eða jarðraka til
að þroskast, og er því tíðastur í kjöllur-
um húsa, og ýmiss konar undirstöðum,
t.d. í brúm og bryggjum, og staurum af
ýmsu tagi, stundum jafnvel í skipum,
sem byggð eru úr timbri. Hann er al-
gengur um allt fsland, og veldur oft
töluverðum skaða á tréverki sem ekki er
nægilega fúavarið.
Serpula lacrimans - Hússveppur
(samnefni: Merulius lacrymans).
Aldinið bólstur- eða beðjulaga,
lint, en trefjótt og seigt, hold-
kennt, yfirborðið með óregluleg-
um fellingum, sem minna á völ-
undarhús (meruloid), gulleitt
fyrst, síðar gulbrúnt eða ryð-
brúnt. jaðarinn hvítlóaður. Getur
orðið býsna stór, eða allt að 1 m í
þvermál og 1 cm á þykkt. Gróin
baunlaga, slétt, gulbrún. Svepp-
urinn myndar vatn við efnaskipti
sín, eykur þannig raka umhverfis-
ins og býr í haginn fyrir sig. Sjást
oft dropar ofan á aldininu, og er
þaðan dregið fræðinafnið (af lat.
lacryma= tár).|Mynd: B&K II, 242;
R&H, 751 (31. mynd)
Vex eingöngu á unnu timbri, helst
barrviði, innanhúss, og veldurbrúnum
fúa í því. Er talinn með skaðlegustu
fúasveppum sem þekkjast. Myndar oft
áberandi myglisstrengi á yfirborði
fúins viðar, sem geta orðið á þykkt við
blýant, fyrst ljósir en dökkna með
aldri, vaxa oft langar leiðir um hús,
jafnvel í gegnum steinveggi. Erfitt er
að útrýma honum þar sem hann hefur
náð fótfestu. Er fyrst getið frá Möðru-
völlum í Hörgárdal um aldamótin
„mellem Gulv og Panel i vældige
Frugtlegemer" (Rostrup 1903, bls.
295). Sigurður Pétursson, getur hans í
grein sinni um fúasveppi 1957, og tel-
ur að hann valdi sjaldan skaða hér á
landi. Engin íslensk sýni eru til í söfn-
um.
30. mynd. Kjallarasveppur {Comophora
puteana) á grenistaur á Droplaugarstöð-
um 1987. Ljósm. höf.
Belgsveppir
(Gastromycetes /
Gastromycetoid fungi)
Aldin belgsveppa einkennast af
því að vera yfirleitt belglaga,
peru- eða kúlulaga. Kólfbeðurinn
er inniluktur í belgnum, og þar
myndast og þroskast gróin, sem
losna fyrst þegar belgurinn rofn-
ar. Annars eru belgsveppir afar
ólíkir að gerð og eðli, og er ekki
124
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998