Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 127
31. mynd. Hússveppur {Serpula lacrí-
mans). Úr Ryman & Holmásen,
bls. 75.
talið að þeir myndi skyldleika-
heild. Allmargir belgsveppir
mynda og þroska aldin sín niðri í
moldinni (hypogeous) en enginn
slíkur er þekktur hér á landi.
islenskir belgsveppir tilheyra
5 bálkum, og vaxa flestir þeirra á
jarðvegi, en í einum bálki eru
viðarsveppir yfirgnæfandi.
Nidulariales -
Hreiðurbelgsbálkur
Nidulariaceae - Hreiðurbelgsætt
Crucibulum laeve - Krukkubelg-
ur. (Samnefni: Nidularia campanu-
lata, Cyatfius campanulatus, Cruci-
bulum vulgare, Peziza lentifera?).
Sérkennilegur, krukkulaga
sveppur, oftast með „eggjum" í
krukkunni. Aldinið kúlulaga í
fyrstu og þakið gulri ló, en verður
sfðan bauk- eða krukkulaga, 5-10
mm á hæð, með rauðlóuðu loki,
sem hjaðnar við þroskann. í
bauknum eru þá 10-15, ljósleitar
kringlur („egg"), sem fest eru með
streng við baukvegginn. í raka
verður strengurinn teygjanlegur,
og falli stór regndropi beint ofan
í baukinn, hrífur hann kringlurnar
með sér og teygir á strengnum
svo hann getur slitnað, en þá
þeytist kringlan nokkur fet í
burtu. Gróin eru innilukt í kringl-
unum og dreifast með þeim.
Þetta er semsagt „teygjubyssuað-
ferðin" við gródreifingu. (32.
mynd)
Vex á viðarsprekum og hálffúnu
timbri, sem liggur á jörðinni, og stund-
um á ýmsu öðru dóti. Tíður um iand
alit. (Sjá grein mína í Náttúrufræðingn-
um 1963).
32. mynd. Krukkubelgur (Crucibulum
laeve) á birkisprekum í Egilsstaðaskógi
1988. Ljósm. höf.
Nidularia farcta - Hreiðurbelgur.
Aldinið belg- eða pokalaga,
5-10 mm breitt, með hrjúfu,
gulu-gulbrúnu yfirborði. Við
þroskann springur hýðið óreglu-
lega upp eða hjaðnar, og kemur
þá í ljós fjöldi af gulbrúnum eða
brúnum smákringlum, 0,5-1 mm
í þvm., sem eru límkenndar að
utanverðu, en hafa engan festi-
þráð. innan í þeim eru gróin.
Kringlurnar dreifast með vindi
eða vatni. (33. mynd)
Vex á fúnum viði, eins og undanfar-
andi tegund, stundum með henni, en
er mun fátíðari, aðeins fundin á
fáeinum stöðum um sunnan- og aust-
anvert landið (sjá Náttúrufr. 49 (1),
1979).
Mycocalia denudata - Grisju-
belgur.
Hefur örsmá aldin (1-2 mm í
þvm.), hvít eða gulhvít, poka- eða
baunlaga. Hýðið þunnt og grisju-
kennt, leysist upp við þroskann.
Kringlur 0,3-0,5 mm í þvm., oft-
ast dökkbrúnar, 3-30 í hverjum
belg. (34. mynd)
Vex á fúaspýtum og jurtaleifum.
Aðeins fundinn á rekaspýtum við Unaós
á Héraði (Náttúrufr. 61 (3-4), 1992).
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
125