Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 130
Pholiota alnicola - Logaskrýfa
(samnefni: Flammula alnicola).
Meðalstór hattsveppur, með
skærgulri, brúnýróttri hettu og
ryðbrúnum staf. Hettan 2-6 cm í
þvm., hvolflaga eða flöt, oft með
hnúf. Litur og áferð er nokkuð
breytilegt eftir veðri. f votviðri er
hettan slíkjuð og grágul, en
skærgul eða sftrónugul íþurrki,
þó jafnan með brúnum eða rauð-
brúnum ýrum, sem renna oft
alveg saman á miðri hettu eða
hnúf, og oft verður öll hettan gul-
brún með aldri. Fanir grágular,
síðan ryðbrúnar, alstafa. Stafur
5-13 cm, oft bugðóttur og niður-
mjór, gulur efst en rauðbrúnn og
grófþráðóttur neðantil, oft með
ullkenndum kragavotti, sem litast
dökkbrúnn af gróunum. Holdið
gulleitt í hettu en gulbrúnt í staf.
Lykt sérkennilega stybbukennd,
bragð milt. (36. mynd)
Vex í skógum, aðallega á stubbum
eða stofnum af lauftr|ám, vanalega í
þéttum knippum, svo hetturnar skarast.
Hér eingöngu fundinn á birkistubbum.
Vex aðallega snemma í september.
Nokkuð tíður, a.m.k. norðan- og aust-
anlands.
Pholiota mutabilis - Hverfi-
skrýfa.Hverfisveppur (samnefni:
Kuehneromyces mutabilis).
Meðalstór hattsveppur, gul-
brúnn, með vatnsbreytinni
(baugóttri) hettu, sem er 2-6 cm í
þvm., hvelfd, með lágum hnúf.
Breytir mjög litum eftir veðri, en
ervanalega þrílita, þ.e. með
dökkgulbrúnu rakabelti á barð-
inu, gul eða gulbrúnleit innar, og
rauðbrún á kúf. Þessi belti færast
til eftir veðri, og í þurrkum hverf-
ur dökka beltið á barðinu. Fanir
bugstafa, gulbrúnleitar fyrst, en
síðan kanilbrúnar-ryðbrúnar.
Stafur 3-8 cm langur, oftast með
nokkuð greinilegum, hangandi
kraga, gulleitur og rákaður ofan
hans, en þráð-flasaður og sót-
brúnn neðan hans. Holdið gul-
leitt. Lykt þægileg og bragð
dauft. (37. mynd)
Vex í þéttum, oftast þaklögðum þyrp-
ingum á stubbum af ýmsum trjátegund-
um, bæði barr- og lauftrjáa, hér mest á
birkistubbum. Algengur í Hallorms-
staðaskógi, Vaglaskógi og víðar á NA-
landi þar sem trjám hefur verið plantað,
en sjaidan íhreinum birkiskógum. Byrj-
ar oft að spretta um mitt sumar, og get-
ur vaxið fram á haust. Er talinn þokka-
legur matsveppur, en vanalega er að-
eins hettan notuð til matar. Líkist und-
anfarandi tegund, en er oftast auðþekkt
frá henni á litum og lykt.
Pholiota lenta - Slímskrýfa er öll
m.e.m. grá eða grágul að lit, og
hettan er vanalega þakin af þykku
glæru slímlagi. Á ungum eintök-
um má oft sjá hvítar flygsur á
slíminu. f rigningum þvæst
slímið af, og hettan verður ösku-
grá eða grábrún. Stafurinn er
37. mynd. Hverfiskrýfa (Pholiota mulabil-
isj á barrviðarstubb í Mörkinni á Hall-
ormsstað 1988. Ljósm. H. Kr.
128
SKÓGRÆKTARRITiÐ 1998