Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 131
38. mynd. Slímskrýfa (Pholiota lenta) á
viðarkurli á skógarstíg á Hallormsstað
haustið 1997. Ljósm. höf.
39. mynd. Gullþakhetta (Pluteus leon-
inus) í Miðhúsaskógi á Héraði 1987.
Ljósm. höf.
með ullháraflösum frá kragastað
niður, en ekki með greinilegum
kraga. (38. mynd)
Vex í birkiskógum, venjulega á mosa-
klæddum skógarbotni, í tengslum við
fúasprek og kvisti, einnig á stígum og
flötum með birkiviðarkurii, oft í miklu
magni. Breytileg tegund.
Tricholomatales -
Skjaldsveppsbálkur
í þessum bálki eru hattsveppir
sem hafa yfirgnæfandi ljós gró
(hvft, gul- eða rauðleit), með
fremur þunnum veggjum
(skreppa oft saman við þurrk), og
án spíruops, annars er lítið um
sameiginleg einkenni. Flestar
tegundir eru jarðvegsbúar, en fá-
einar vaxa á viði.
Pluteaceae - Þakhettuætt
Pluteus atricapillus - Sótþak-
hetta (samnefni: Pluteus cervinus).
Þetta er meðalstór hattsvepp-
ur, með sótbrúna, toppþaklaga
hettu, sem er 3-10 cm breið, með
þráðóttu eða flösóttu yfirborði.
Fanir eru ljósar fyrst, en síðan
rauðleitar, með sérkennilegum
smásæjum broddhárum á eggj-
um. Stafur 5-10 cm, brúnleitur
eða grábrúnn, með dekkri þráð-
um og flösum, einkum neðantil.
Holdið hvftt. Gróduftið rauðleitt.
[Myndir: B&K IV, 104; R&H, 3911
Vex á stubbum af lauftrjám, hér að-
eins á birkistubbum, f Þingeyjarsýslum
og á Héraði. Fátíð. Breytileg, og gæti
verið um fleiri en eina tegund að ræða.
(Sjá grein mína í Acta bot. isl. 1972).
Pluteus leoninus- Gullþakhetta.
Er fremur smávaxin, spengileg
og falleg tegund, með gullgulri
hettu, sem oft er brúnleit í miðju,
og geislarákuð á barði í votviðri.
Fanir ljósar með gulri egg, en sfð-
an rauðleitar. Stafur 5-7 cm,
þráðóttur, hvftur og glansandi,
oft gulur neðst.(39. mynd)
Vex á stubbum og sprekum af birki í
birkiskógum. Aðeins fundin í Mývatns-
sveit og í Miðhúsaskógi á Héraði.
Tricholomataceae -
Skjaldsveppsætt
Armillaria mellea - Hunangs-
sveppur (samnefni: Armillariella
mellea).
Þetta er allstór, gulbrúnn hatt-
sveppur, með áberandi kraga, og
hvolflaga hettu, sem breytir nokk-
uð litum eftir rakastigi, er grágul-
brún í raka en hunangsgul í
þurrki, oftast með dekkri eða
ljósari háraflösum, einkum á kúf.
Fanir alstafa-bugstafa, gulhvítar
fyrst, en síðan gulbrúnar, oft
flekkóttar. Stafur 7-15 cm langur,
rauðleitur og rákaður ofan kraga,
en brúnleitur og flasaður neðan-
til, verður oft rauðbrúnn með
aldri. Kraginn oftast greinilegur,
útstæður eða hangandi, vatt-
kenndur, gulhvítur að ofan, en
með dekkri flösum að neðan,
hverfur oft með aldri. Holdið
hvítt eða gulbrúnleitt, einkum í
staf. Lykt þægileg og bragð milt
fyrst, en sfðan rammt eftir dálitla
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998
129