Skógræktarritið - 15.12.1998, Síða 132
40. mynd. Hunangsssveppur {Armillaria
metlea) við birkistubb í Vaglaskógi
1987. Li'ósm. H. Kr.
41. mynd. Hunangssveppur {Armillaria
mellea) á trjástubb í Vaglaskógi (?)
1984. Ljósm. höf.
stund. Gróduftið hvítt. Sveppur-
inn myndar myglisstrengi (rhizo-
morphs), bæði í jarðvegi og milli
barkar og viðar f sýktum trjám.
Þeir eru fyrst ljósir, en dökkna
með aldri, og eiga það til að lýsa
í myrkri. (40. og 41. mynd)
Vex í knippum á stubbum af lauf- og
barrtrjám, stundum á jarðvegi fast við
stubba eða gömul og fúin tré. Hér á
landi vex sveppurinn nær eingöngu á
eða við birkistubba, sjaldan við gömul
birkitré, og hefur einnig sést á rótum
grenitrés á Hallormsstað. Erlendis gerir
hann mikinn skaða, einkum í greni sem
plantað er í laufskóga, þar sem mikið er
af stubbum, sem hann virðist dreifast
frá. Hérlendis virðist hann ekki vera
skaðlegur á þann hátt, en veldur hins
vegar fúa í gömlum eða sködduðum
trjám, einkum birki. Er oft áberandi
mikið af fúnum og brotnum trjám þar
sem hunangssveppur vex í birkiskógum.
Tegundinni hefur nýlega verið skipt í
nokkrar deilitegundir eða smátegundir,
sem virðast vera dálítið ólikar að eðlis-
fari, þótt útlitið sé mjög líkt. Ekki er vit-
að hverjar þeirra finnast hér á landi.
Hunangssveppur er fundinn í öllum
landshlutum, en er tíðastur í gömlum
birkiskógum þar sem skógrækt er
stunduð, svo sem á Vöglum og Hall-
ormsstað. Hann var lengi talinn góður
matsveppur, en er nú álitinn varasam-
ur. (Nánar í grein minni „Hunangs-
sveppur" í Ársriti Skógræktarfélagsins
1963, bls. 60-69).
Flammulina velutipes - Vetur-
fönungur.
Meðalstór eða lftill hattsvepp-
ur, ailur m.e.m. gulbrúnn, með
dökklóhærðum staf. Hettan 1-5
cm, þunn, límkennd í raka, gul
eða gulbrún, rauðbrún í miðju,
dökknar með aldri. Fanir bug-
stafa, hvftar og síðan gulbleikar.
Stafur 2-8 cm, seigur, oft holur,
samlita hattbarði efst, en dökkn-
ar niður eftir, sótbrúnn og þétt-
130
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998