Skógræktarritið - 15.12.1998, Blaðsíða 158
Sunnudagur 31. ágúst:
Kl.9:30 Afgreiðsla tillagna.
10:15 Afgreiðsla reikninga.
10:30 Almennar umræður.
11:00 Kosning stjórnar.
12:00 Fundarlok.
Fundarstjórar: Magnús lóhannes-
son og Þórir Örn Guðmundsson.
Fundarritarar: Halldór Halldórs-
son og Líni Hannes Sigurðsson.
Útdráttur úr fundargerð:
Föstudagur 29. ágúst:
Hulda Valtýsdóttir, formaður
Skógræktarfélags íslands, setti
fundinn og bauð gesti og fulltrúa
velkomna. Samþykkt að senda
kveðju til jóhanns Þorvaldssonar
á Siglufirði, Ólafíu Jónsdóttur
velgjörðarmanns S.í. og Andrésar
Gunnarssonar, hinnaröldnu
kempu. Fundarstjórar voru til-
Sæmundur Þorvaldsson, formaður Sk.
Dýrafjarðar, gróðursetur trjáplöntu
sem félagið fékk að gjöf frá Sk. íslands.
nefndir Magnús lóhannesson og
Þórir Örn Guðmundsson en fund-
arritarar Halldór Halldórsson og
Líni Hannes Sigurðsson.
Sæmundur K. Þorvaldsson, for-
maður Skógræktarfélags Dýra-
fjarðar, bauð fundarmenn vel-
komna og rakti sögu félagsins.
Þá flutti Níels Árni Lund kveðju
Guðmundar Bjarnasonar land-
búnaðarráðherra en hann var
staddur erlendis. |ón Loftsson
skógræktarstjóri fjallaði um það
sem efst er á baugi í skógrækt og
benti á að árið 1999 yrðu 100 ár
frá upphafi skógræktar hér á
landi.
Björn Árnason kynnti reikninga
félagsins og Vignir Sveinsson
reikninga Landgræðslusjóðs.
í kjörnefnd voru skipaðar Sæ-
dís Guðlaugsdóttir og Valgerður
Auðunsdóttir. í allsherjarnefnd
var Kjartan Ólafsson tilnefndur
formaðuren Þuríður Yngvadóttir
fyrir skógræktarnefnd.
Tillögur voru lagðar fram en
síðan var komið að erindum um
Skjólskóga: Sæmundur K. Þor-
valdsson rakti sögu Skjólskóga
og hvernig hugsunin er að þeir
bæti mannlíf og efli búsetu. Arn-
lín Óladóttir fjallaði um faglega
hlið verkefnisins, veðurfar, trjá-
tegundir en jafnframt skort á
upplýsingum um veðurfar.
í framhaldi erinda um Skjól-
skóga flutti Haraldur Ólafsson
veðurfræðingur erindi um 'Vind-
strengi og yfirborðsgrófleika
lands' og sýndi fjölda af glærum
til að sýna áhrif yfirborðsgrófleika
(s.s. skóga) á vind, fjallabylgjur
og veðurfar. Hann tók sérstaklega
fyrir veðrið þann 14. júlf 1990 á
suðvesturhorni landsins.
Eftir hádegi gerði kjörbréfa-
nefnd grein fyrir störfum sínum
en á fundinum voru mættir 68
156
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1998