Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 21

Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 21
19SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 staðsetningu hámarksbreiddar á blöðku o.fl. Tölu- legu gögnin voru svo greind með notkun tölfræði- líkana en meðal þeirra var greiningin LDA (Linear Discriminant Analysis). Í ljós kom að fyrsti LDA- kvarðinn (LDA1) skýrði 99% af breytileika milli plantna óháð tegund og skóglendi. LDA1 kvarðinn gat flokkað tvílitna plöntur rétt til fjalldrapa í 96% tilvika og ferlitna plöntur sem birki í 97% tilvika. Hins vegar greindi hann þrílitna plöntur rétt út frá útliti í einungis 49% tilvika. Allir svipgerðareigin- leikarnir nema einn geta greint birki og fjalldrapa til tegunda með þessari aðferð. Hins vegar er blaðlengd (lengd blöðku auk blaðstilks) eini eiginleikinn sem nýtist til að spá fyrir um skógviðarbróður. Greiningin er meðal annars áhugaverð þar sem hún gerir kleift að skoða landfræðilega skiptingu á umfangi erfðablöndunar eftir svipgerðareiginleik- um. Þannig má m.a. sjá að svipgerð birkis í Bæjar- staðarskógi sker sig úr á LDA1 skalanum (4. mynd). Myndin sýnir einnig að mesta aðgreiningu á milli birkiplantna innan skóglendis er að finna á svæði B (í birkigróðri við Hreðavatn nálægt Bifröst). Hátt LDA1 gildi bendir einnig til verulegrar erfðablönd- unar eða genaflæðis á milli birkis og fjalldrapa. Lít- inn breytileika er hins vegar að sjá á svæði R (birki- skóglendi við Mývatn). Svipgerðargreiningin virðist ekki geta raðað Bæjarstaðarbirki á sama hátt og birki úr öðrum íslenskum skóglendum, líklega vegna þess að erfðablöndun og genaflæði hefur ekki orð- ið þar. Bæjarstaðarskógur er því grasafræðilega ein- stakur birkiskógur á Íslandi. Erfðaskyldleiki og uppruni Bæjarstaðarbirkisins Niðurstöður tveggja rannsókna geta varpað ljósi á erfðaskyldleika og uppruna birkis í Bæjarstaðar- skógi. Annars vegar er um að ræða rannsókn á breytileika í grænukornum en þau erfast frá móður12,16. Hins vegar er rannsókn á breytileika ríbósómgena en þau tilheyra kjarnaerfðamengi og erfast frá báðum foreldrum [óbirtar niðurstöður]. Saman gefa þessar niðurstöður sterka vísbendingu um uppruna Bæjarstaðarbirkisins og skyldleika þess við annað birki á Íslandi. Fyrrnefnda rannsóknin var liður í því heildar- mati sem hér hefur verið fjallað um á umfangi erfða- blöndunar og genaflæðis á milli birkis og fjalldrapa. Auk plantna úr íslenskum náttúru skóglendum sem höfðu verið greindar með tilliti til fjölda litninga13,16 voru rannsakaðar plöntur frá norðurhluta Skandi- navíu og Skotlands og suðurhluta Grænlands. Að- ferðinni PCR-RFLP (Polymerase Chain Reaction – Restriction Fragment Length Polymorphism) var beitt á erfðamengi grænukorna en hún greinir breyt- ingar í basaröðum erfðaefnis. Aðferðinni hafði áður verið beitt í stórri rannsókn á bjarkartegundum frá Skandinavíu og víðar úr Evrópu, þ.e. á Betula 4. mynd. Tegundasérhæfðir svipgerðareiginleikar, sem einkum tengdust blaðlögun, voru mældir og gögnin greind með notkun tölfræðilíkansins LDA (Linear Discriminant Analysis). S: Bæjarstaðarskógur; R: Mývatn; G: Jökulsá í Lóni; og B: Bifröst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.