Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 25

Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 25
23SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Hjerleid-skólinn í Dovre Höfundur Ólafur E. Lárusson Efst í Guðbrandsdalnum í Noregi hvílir bærinn Dovre. Ekki fer mikið fyrir þessu bæjarfélagi þar sem það kúrir inni á milli trjánna eins og svo margir bæir í Noregi. Til að komast til Dovre er hægt að fara með lest sem tekur um það bil 4 tíma eða aka þjóðveg E6, sem liggur, má segja, frá Róm í suðri til nyrsta odda Noregs. Þarna efst í Guðbrandsdalnum er skóli sem sérhæfir sig í kennslu í útskurði, sérstak- lega Guðbrandsdals „akantus“. Skólinn Hjerleid á sér langa sögu. Halldor og Randine Hjerleid stofnuðu skólann í þeim tilgangi að fá unga menn til að læra útskurð og allt frá 1886 hefur skólinn starfað í anda þeirra hugmynda sem þau hjón settu fram – „Varðveisla við notkun“ – þannig muni handverk og hefðir lifa. Skólinn er enn þekktur fyrir tréskurðardeild sína, en einnig er kom- in á legg deild við skólann er kallast á norsku „Sen- ter for Bygdekultur“ eða miðstöð í gömlu handverki. Árið 1991 var boðað til fundar í Dovre þar sem verkgreinakennarar frá Norðurlöndum skyldu bera saman bækur sínar og ræða stöðu handverks í víð- um skilningi með byggðamenningu í huga og hús- friðun. Þarna var ég kominn til þátttöku og samræðu við norska, sænska, danska og finnska kennara auk fyrirlesara. Þetta voru fyrstu kynni mín af þessum stað en ekki þau síðustu, sem ég geri grein fyrir síðar. Tíminn leið hratt og margt skeggrætt og mikið spek- úlerað. Einn daginn kom eldri maður með kolaðan trébút sem hann sagði að væri það eina sem væri eftir úr vatnsdrifinni stórviðarsög, sem stóð við læk í fjallshlíð fyrir ofan Dovre. Þeir sem báru hitann og þungann af þessari ráð- stefnu voru þeir Steinar Moldal og Jon Bojer Godal. Þeir félagar hafa komið að skipulagningu ráðstefnu sem kallast „Nordisk treseminar pa Dovre“ og er haldinn á hverju vori í Dovre og þar gegnir skólinn Hjerleid stóru hlutverki. Þar sem vatnsdrifna stór- viðarsögin stendur í dag er komin vísir að svæði „Bygningshistorisk park“ sem hefur að geyma sýnis- horn af gömlu handverki í húsagerð og skógarnytj- um. Á hverri ráðstefnu er farið í skóginn og hann lesinn, kennt að velja tré til fellingar og vinnslu. Allt Inngangur á sögusvæðið. Útveggur úr tágum, hrís og graníthellum á hleðslu. Kynnt undir skógarkaffi, að sjálfsögðu. Brennslustæði fyrir „tjörumílur“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.