Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 33

Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 33
31SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 flutningsins eru hins vegar ógreinilegri. Þar kann að spila inn í að tvö árin á undan, 1972 og 1973, voru sérlega vindasöm suðvestanlands. Vindmæl- ingar á Keflavíkurflugvelli sýna að auki að í lok átt- unda áratugarins og fram á byrjun þess níunda hafi einnig gengið yfir tímabil hægari vinda, rétt eins og í Reykjavík. Mynd 4 sýnir hins vegar mælingarnar eftir að gögnin hafa verið leiðrétt. Leitnin í átt til hægari vinds nemur um 0,2 m/s á áratug. Enn er þó greini- leg „stökkbreyting“ til staðar um árið 2000. Auð- vitað mætti halda fram að mögulega hefði um svip- að leyti orðið eðlisbreyting á vindhraðanum. Í því sambandi var litið sérstaklega á mælingar Vegagerð- arinnar á vindmæli við Reykjanesbraut á Strandar- heiði. Þar eru tiltækar samfelldar mælingar frá 1995 og hefur vindmælir alltaf verið á sama stað, í sömu hæð og mælagerð hin sama. Það sem meira er, að umhverfið á þessum slóðum hefur ekki tekið neinum breytingum sem orð er á gerandi. Skemmst er frá því að segja að ekki eru sýnilegar neinar sveiflur í með- alvindi á milli ára um þetta leyti. Fyrir utan eðlilegar sveiflur á milli einstakra ára er ekki hægt að segja að nokkur leitni sé í vindhraðanum við Reykjanesbraut á þessum 15 árum, hvorki í átt til hægari, né hvass- ari vinds. Því má með nokkurri vissu horfa fram hjá því að eðlisbreytingar í meðalvindi hafi verið að eiga sér stað suðvestanlands upp úr aldamótunum. Reiknuð var leitni á leiðréttum vindhraða í Reykjavík frá 1949 til ársins 1999 eða til síðasta heila ársins með eldri mælagerð. Lækkun vindhraða reynist vera um 0,1 m/s fyrir hvern áratug. Hugsan- lega fór vindhraði í lofti lækkandi þessi árin, en í raun er ekkert sem bendir til þeirrar tilhneigingar. Þess vegna má halda fram með allgóðum rökum að það séu einkum áhrif aukinnar byggðar og trjárækt- ar í borgarlandinu sem hafi valdið lækkun meðal- vinds sem nemur 0,5 m/s á hálfri öld. Sé horft á fyrsta áratug nýrrar aldar sérstaklega, þ.e. eftir að skipt var um gerð vindmælis, má ætla að lækkun vindhraðans gæti numið allt að 0,2-0,4 m/s á þeim eina áratug. Það jafnvel þó gert væri ráð fyrir 25% yfirsnúningi á eldri gerðum skálamælanna sem trúlega er verulegt ofmat. Sú áberandi mikla minnk- un vindsins síðustu árin í Reykjavík er nokkur ráð- gáta og breytingar á vindmæli geta vart skýrt nema hluta hennar. Þá er freistandi að setja fram þá tilgátu að það dragi ekki línulega úr meðalvindi eftir því sem áhrif trjágróðurs og byggðar fara vaxandi til auk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.