Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 38

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 38
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201236 tala um Gróðrarstöðina við Naustagil sem Gömlu Gróðrarstöðina. Tilraunastarf Ræktunarfélagsins var strax í upp- hafi fjölþætt með megináherslu á hefðbundinn landbúnað. Gerðar voru uppskerumælingar við mismunandi aðstæður og með mismunandi áburð- arskömmtum. Öllu var haldið til haga svo saman- burðurinn yrði sem nákvæmastur. Hér verður ekki gerð grein fyrir hefðbundnum grasræktar- og garð- yrkjutilraunum, einungis fjallað um ræktun trjá- plantna. Trjáræktartilraunir Í annarri ársskýrslu Ræktunarfélagsins árið 1904 er greint frá því að miklu magni trjá- og runnaplantna hafi verið plantað í Gróðrarstöðinni, mest komið frá Trjáræktarstöðinni. Um var að ræða rauðgreni, skógarfuru, fjallafuru, reyni, baunatré, evrópulerki og gulvíði frá Sörlastöðum, auk ýmissa innfluttra runna sem ekki verða gerðir að umfjöllunarefni hér. Einnig var fræjum af sumum þessara tegunda sáð og má nefna lindifuru, birki (íslenskt og norskt) og gráelri. Þremur árum síðar, árið 1907, virðist nokkuð hafa grisjast úr þessari upptalningu því þá eru eftirtald- ar tegundir á boðstólum til bænda; Reynir, birki og gráelri auk nokkurra runnategunda. Í stórmerkri grein sinni árið 1909 lýsir Sigurður Sigurðsson8 hvaða trjá- og runnategundir hafi þrifist vel og virð- ist eiga sér von á Íslandi. Þær eru: skógarfura, fjalla- fura, lindifura (tvísýnt), rauðgreni, balsamþinur, sí- beríulerki (best barrtrjáa), björk, reynir, silfurreynir (eða gráreynir Sorbus hybrida), gráelri, heggur (tví- sýnt), hlynur (tvísýnt), gulvíðir og gullregn. Jakob H. Líndal lýsir vexti, þroska og kali trjá- gróðurs árið 19115. Hann gengur um Trjáræktar- stöðina og Gróðrarstöðina og lýsir með aðdáun þeim gróðri sem fyrir augu ber. Hann fjallar nokkuð um mikilvægi þess að velja þeim stað í góðum jarð- vegi og veitir góð ráð um trjáræktun. Þar er þessi fallega lýsing: Í góðum jarðvegi má heita að þær þjóti upp, 4. mynd. Horft úr lofti yfir Gróðrarstöðina um 1930. Krókeyri til vinstri. Aðalsvæðið með trjágöngunum er á milli íbúðarhúss og verkfærahúss, en svæðið teygir sig til hægri upp eftir Naustagilinu. Mynd: Vigfús Sigurgeirsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.