Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 52
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201250
eru þeir nefndir „tré“ og ekki gerður greinarmunur
á stöku tré eða margstofna við túlkun gagna.
Beitarálag og nýliðun reyniviðar
Beitarálag í Trostansfirði breyttist mikið á síðustu
öld eða allt frá því að vera hátt á þriðja hundrað fjár,
niður í ekki neitt.
Við mat á beitarálagi er eingöngu stuðst við opin-
berar tölur samkvæmt ásetningsskýrslum. Ekki er
tekið tillit til fjár frá öðrum bæjum sem hugsanlega
hefur sótt í fjörðinn. Eftir að Trostansfjörður fór í
eyði, seint á sjöunda áratug síðustu aldar, sótti þang-
að fé af öðrum bæjum í sumarbeit en henni lauk um
tíma eftir 1984 þegar skera þurfti fé á svæðinu vegna
riðu.16 Fé var aftur, smám saman, tekið á svæðið eft-
ir tiltekin fjárlausan tíma sem var 3 ár. Nú á síð-
ari árum, eða uppúr aldamótunum 2000, hefur svo
beit verið að aukast aftur eftir að fé fór að fjölga á
Barðaströnd og í nágrannasveitum.
Aldur trjánna segir eðlilega líka til um „fæðingar-
ár“ þeirra. Athygli vekur að nánast engin endurnýj-
un reyniviðar á sér stað á tímabilinu 1946 til 1983.
Aðeins eitt tré er „fætt“ á tímabilinu, árið 1960.
Mesta endurnýjunin virðist vera um 1910 og einnig
laust fyrir 1930 og svo á tíu ára tímabili milli áranna
1986 og 1996.
Ekki var skoðað sérstaklega hvernig reyniviðurinn
á rannsóknarsvæðinu endurnýjaði sig eða hvern-
ig nýliðun væri háttað. Við skráningu mælinga var
einnig skráð hvort um rótarskot væri að ræða. Þeg-
ar þær athugasemdir eru skoðaðar kemur fram að
í hópi trjánna sem „fæddust“ eftir 1983 voru 13
komin upp af rótarskotum og því aðeins 4 sem gætu
hugsanlega verið fræplöntur. Rótarskot (teinungar)
voru taldir hjá nokkrum trjám og töldust 33 þar sem
þeir voru flestir. Elsta og yngsta tréð í Norðdal var af
sömu rót. (3. mynd).
Árhringjabreiddir og hitafar
Skoðuð var fylgni milli sumarhita í Stykkishólmi og
árhringjabreiddar reyniviðar í Trostansfirði (fyrir
báða dalina saman). Fylgnin reyndist vera í meðal-
lagi (meðal fylgni) með fylgnistuðulinn (r) = 0,42. Á
mynd 4 hefur sumarhitinn og meðalárhringjabreidd-
in verið sett saman í eitt graf og dregin fylgnilína
gegnum hvort grafið fyrir sig til að átta sig betur á
ferlunum. Þar sést hvernig ferlarnir eru samsíða með
sömu stefnu fyrir 1930 og svo aftur upp úr 1990.
(4. mynd).
Þegar aldurshópaskipting gagnasafnsins hefur ver-
ið sett á sama upphafspunkt er hægt að skoða og
bera saman vöxt hvers aldurshóps (5. mynd). Áber-
andi er að tré í yngsta hópnum (yngri en 30 ára) eru
að vaxa hraðast.
Vaxtarhraði trjánna í yngsta hópnum er 6 % meiri
en fyrstu árin í 60 – 85 ára hópnum en aftur á móti
3. mynd. Fjórir stofnar reyniviðar í Norðdal, með mismunandi „fæðingarár“, vaxnir upp af sömu rót. Gefur vísbendingu
um hvernig reyniviðurinn viðheldur sér með rótarskotum. Stofn 1: 117 ára. Stofn 2: 63. ára. Stofn 3: 18 ára. Stofn 4: 15 ára.