Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 55

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 55
53SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 lega náð að vaxa upp úr birkiskóginum þrátt fyrir að birkið auki líka við sinn vaxtarhraða. Sérstaklega á þetta við meðan reynitrén eru ung en þá er mun meiri fylgni milli hitastigs og árhringjabreiddar en hjá eldri trjám. Styður þetta það sem fram hefur komið um hrað- an vöxt ungs reyniviðar.6,17 Sigurður Blöndal segir í Skógræktarritinu 2000(1), bls. 21: „Vöxtur reyni- viðar getur verið hraður í æsku við góðar aðstæður, en nær hámarki frekar snemma, líklega milli tvítugs og þrítugs“. Ólafur Eggertsson14 telur vísbendingar um að reyniviðurinn nái hámarksvexti aðeins seinna, þ.e. 30 – 40 ára. Þessi mikli vaxtarhraði í æsku getur verið hluti af aðferðum hans til að bæta upp lélegar efnavarnir og vaxa frá afræningjum fremur en verj- ast þeim.11 Á fyrstu 17 vaxtarárum trjánna í elsta hópnum (85 ára og eldri) voru sumur fremur köld (sjá mynd 4). Hugsanlega skýrir það hve hægt þau fara af stað í vextinum en taka svo vaxtarkipp mun síðar á ferl- inum þegar þau fara að nálgast 40 ára aldurinn (sjá mynd 5) sem virðist úr takt við það sem haldið hef- ur verið fram um líffræðilegan vaxtarferil reynivið- ar.14,17 Meiri endurnýjun vegna minna beitarálags og hraðari vöxtur ungra og miðaldra trjáa er sennileg- asta skýring þess hvers vegna reyniviður er að verða meira áberandi á Vestfjörðum hin síðari ár. Aðrar forvitnilegar niðurstöður Þegar verið var að bera saman radíusa kjarnasýn- anna kom sumstaðar fram verulegt frávik milli vaxt- ar (breiddar) samsvarandi árhrings hvorum megin. Á línuriti kemur þetta fram þannig að vaxtarlín- urnar skiljast að, þ.e. fara í hvor sína áttina (mynd 8). Hugsanlega eru þetta ummerki um ofanflóð sem koma svona fram.19 Út úr þessu má lesa hvenær tréð hefur orðið fyrir hugsanlegu ofanflóði og tíðni þeirra á þeim stað sem tréð stendur. Mögulega væri hægt að vinna þessa greiningavinnu á kjarnasýnun- um áfram og gera sér mynd af ferli og sögu ofan- flóða2 á svæði því sem þau eru frá. Ályktanir/lokaorð Eins og fram hefur komið má ljóst vera að með að- ferðum árhringjafræðinnar er hægt að afla sér marg- háttaðrar vitneskju um vöxt og viðgang trjáa. Þrátt fyrir árhundraða búskaparsögu í Trostans- firði þar sem búpeningi hefur væntanlega verið hald- ið til beitar í skóginum jafnt vetur sem sumar hef- ur reyniviðurinn lifað af. Hugsanlega gæti hluti af ástæðunni verið snjóalög að vetri sem hlíft hefur trjágróðrinum fyrir beit11 auk þess sem hlíðar upp af skóginum eru nokkuð brattar sem getur orsakað of- anflóð, eins og kjarnasýnin gefa vísbendingar um að átt hafi sér stað (mynd 8), og því talið hættulegt að halda þar búsmala til beitar að vetri. Auk þessa hef- ur aðgengi að fjörubeit létt á annarri beit, allavega þegar fjörur hafa verið aðgengilegar vegna ísalaga. Margrét Hallsdóttir12 finnur engin frjókorn af reynivið eldri en 5500 ára í þeim jarðvegssniðum sem hún hefur rannsakað. Þrátt fyrir það útilokar hún ekki að reynir hafi verið til staðar fyrr á nútíma. Með nútíma er átt við það tímabil sem liðið er frá lokum síðustu ísaldar (ca. 10.000 ár). Fundist hafa 8. mynd. Grafið sýnir mælingar hvors radíusar fyrir sig í kjarnasýni (hnéhæð) fyrir 117 ára reynitré, sjá mynd 3. Gröfin falla vel saman fyrstu árin en leiðir skilja á árunum 1935-1936. Einnig má sjá aðskilnað í stefnu línanna eftir 1972. Snjóflóð?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.