Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 59
57SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
júlímánaðar í Hjarðarlandi 11,88 gráður og sumar-
mánaðanna þriggja 10,94 stig. Á sama tíma mæld-
ist júlíhitinn 11,59 stig í Reykjavík og 11,39 á Ak-
ureyri. Meiru munar í meðaltali hámarkshita, sem
er 16,5 í júlí á Hjarðarlandi á móti 14,75 í Reykja-
vík og 15,46 fyrir norðan. Hlýindunum fylgir úr-
koma. Ársmeðaltalið er 1346 mm, aðeins blautara
en í Reykjavík og rúmlega tvöfalt á við Akureyri.
Við þetta bætist að fjóra vetrarmánuði, desember til
mars, er hiti að jafnaði undir frostmarki. Í íslenskum
samanburði gerast þessar tölur ekki öllu betri.
Á Drumboddsstöðum er tvíbýli og er skógræktar-
landið á norður- og austurhluta hinnar fornu jarð-
ar, u.þ.b. 330 ha. og rennur Hvítá á austurmörkum
landsins. Landgerð er fjölbreytt, þurrt mólendi með
grunnum jarðvegi, víðáttumiklir stórþýfðir grasmó-
ar á framræstu landi, melar, kjarr og einstaka vall-
lendisbrekka. Tún eru fremur lítil. Mikill jökul-
sorfinn hraunskjöldur þekur um helming landsins,
þakinn mosa og þyrrkingslegum gróðri þar sem
þurrast er, en kjarri vaxinn annarsstaðar. Tvö gil-
drög eða smádalir kljúfa klapparholt þetta og nefn-
ast gjóstur, enda gustar eftir þeim í norðaustanátt,
sem hér er þrálátust vindátta. Þar sem hallar vestur
af holtinu er hálfdeigja allstór og heitir á Bringum.
Hinn hluti landsins sem liggur nær Hvítá er lægri og
sléttlendari. Þar hefur áin flæmst um í árdaga en síð-
an fært sig austar og skilið eftir allmikið undirlendi,
víða blautt. Þar eiga álftahjón óðul í seftjörnum en
hinn þurrari hluti mýrlendisins var ræstur fram fyrir
tæplega hálfri öld með túnrækt í huga. Lágur ás skil-
ur þennan gamla fljótsbotn frá jökulelfinni þar sem
hún rennur rólyndislega í grunnu og breiðu gljúfri.
Þar sigla nú ferðamenn og taka land í sandfjöru rétt
sunnan skógræktarlandsins, en fljótasigling hef-
ur um árabil verið starfrækt frá nágrannabænum
Drumboddsstöðum I.
Þegar landið var tekið til skógræktar hafði það
verið að mestu sauðlaust um árabil og náttúruleg-
ur birkigróður, þéttastur fjærst bæ og fjárhúsum, að
taka við sér. Gróður bar þó enn vott um aldagamla
þrautpíningu og sumstaðar vottaði fyrir uppblæstri.
Hinir nýju eigendur létu gera skógræktaráætlun
þar sem landið var kortlagt og því skipt í reiti eftir
gróðurfari og mælt fyrir um hverju skyldi plantað
(aðallega ösp/greni annarsvegar og furu/lerki hins-
vegar). Var þetta unnið af Sigvalda Ásgeirssyni skóg-
fræðingi sumarið 1986.
Næðingur og nöpur frost
Þótt Drumboddsstaðir væru vel í sveit settir til skóg-
ræktar leyndust ýmis ljón í veginum þegar til átti
að taka. Einna verst var skjólleysið. Í uppsveitum
Árnessýslu eru norðaustan- og austanáttir þrálátar,
oft þurrar og kaldar. Flatlendi á Drumboddsstöð-
um, grasmóar og framræstar mýrar, liggur opið fyrir
Gróðursett á Bringum vorið 1992. Hér hallar landinu örlítið og verður það margri smáplöntunni til lífs.