Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 67
65SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
Grein þessi fjallar um ferð sem farin var
gagngert til að kynnast fjallaskógum
Alpafjalla og hvernig hinar ýmsu trjá-
tegundir skipa sér við efstu skógar- og
trjámörk. Einnig var hugað að fræjum
sembrafuru (Pinus cembra) og evrópu-
lerkis (Larix decidua) við skógarmörk
en yfirleitt hafa Íslendingar ekki verið
að reyna kvæmi upprunnin úr meira en
1.600 m hæð, nú skyldi skyggnst hærra.
Þátttakendur voru: Brynjólfur Jónsson,
framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Ís-
lands, Sighvatur Jón Þórarinsson, bóndi
og skógfræðingur á Höfða í Dýrafirði,
og Sæmundur Kr. Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Skjólskóga á Vestfjörðum.
Skógaskoðun á Alpafjöllum
Ferðin skiptist í tvo þætti; í fyrri hluti
ferðar vorum við á eigin vegum í mið-
og austur Sviss í kantónunum Bern, Uri,
Valais og Graubünden en seinni hluti
ferðar var í Savoie og Hautes-Alpes hér-
uðum frönsku Alpanna undir leiðsögn
heimamanna.
Sviss, fjöll og tré
Flest íslenskt skógræktarfólk þekkir nokkuð til í
Sviss og þess hluta Alpafjalla og því verður ekki far-
ið í smáatriði um það ágæta land hér. Mörgum er
kunnugt nafn kantónunnar Graubünden en þar er
upprunastaður meginþorra evrópulerkikvæma sem
reynd hafa verið hérlendis.4 Flest þekkt kvæmi hér-
lendis virðast eiga uppruna sinn neðan við 1.600 m
hæðarlínu en lítið hefur verið reynt af kvæmum af
Í Sustenpass er bergfuran (P.uncinata) með kunnuglegt vaxtarlag í 1.900 m hæð en sembrafuran gnæfir upp úr. Mynd: SKÞ.
Höfundur Sæmundur Kr. Þorvaldsson