Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 77

Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 77
75SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 broddurinn, enda hafa menn trú á skíða túrisma, a.m.k. á meðan einhvern snjó er að hafa. Mest allt land er í eigu ríkis og sveitarfélaga og því hefur verið hægt að skipuleggja beit gegnum aldirnar með nokkurri hliðsjón af skynsamlegum rekstri skóganna, þurfti þó snemma á síðustu öld að grípa til gamalla lagasetninga Napóleons Bonaparte (1769-1821) til að ná betri stjórn á beitarálagi í skógum. Franska skógstjórnin og sveitarfélög vinna áætl- anir fyrir alla fjallaskógana. Áætlanir eru endur- skoðaðar á 20 ára fresti og þá er ákveðinn rekst- ur hverrar u.þ.b. 20 ha einingar næstu tvo áratugi. Það fer eftir mörgum þáttum og markmiðum hvaða meðferð er ákveðin, t.d. með tilliti til jarðvegsvernd- ar, snjóflóðavarna, landslagsverndar (búsetulands- lag) og annarra atriða, svo sem vistfræðilegs gildis og líffræðilegs fjölbreytileika og svo að sjálfsögðu ástandi skógarins. Aðgerðir í skógunum eru grisjun þess hluta sem ætlaður er til fellinga og svo sjálf fell- ingin, sem annað hvort er valhögg eða rjóðurfelling, allt eftir aðstæðum. Lang verðmætasta trjátegundin á þessu svæði er evrópulerkið enda er það með ein- dæmum fallegt þarna en vöxtur afar hægur í þess- ari hæð eða 2-5 m3 að meðaltali á ári yfir 80-120 ára vaxtarlotu. Aðspurðir um hvort ekki væri eik á þessu svæði svöruðu heimamenn því (glottandi) til að „svoleiðis drasl héldi sig niðri á láglendi en væri svo sem ágætis eldiviður“. Mikið er lagt upp úr því að verja hina opnu lerkiskóga fyrir ágengum trjáteg- undum sem sækja fram í kjölfar minna beitarálags. Sembrafura og bergfura sækja að ofan en að neðan sækir rauðgreni, hvítþinur og skógarfura sem þykir einkar aðgangshörð við opin svæði. Mikið er lagt í að viðhalda opnum engjum (fyrr- um slægjulönd) en rósir og lyngrósir leggja þau und- ir sig á 2-3 árum og skógur á næstu 5 árum. Víða í skógarjöðrum eða inni í skógunum mátti sjá gömul slægjulönd og ummerki um þau, svo sem grjóthrúg- ur sem fyrri kynslóðir höfðu tínt úr túnum. Lítil sem engin gróðursetning fer fram en nokk- uð er um sáningu lerkis úr sérstaklega völdum fræ- skógum. Mest reiða menn sig á sjálfsáningu og oft- ast er látið nægja að skrapa svörð ofan af jarðvegi og stjórna því hvaða trjátegundir ná þar yfirhönd. Talsverður timburiðnaður er á svæðinu, einkum í formi lítilla sagverka sem einbeita sér að flettingu á lerki og sembrafuru en bergfuran er mest nýtt í gróf- ara efni svo sem staura. Öll vegrið með vegum þarna voru eingöngu úr grönnum bolum bergfurunnar sem þarna nær ekki nema 12-15 m hæð á einni öld. Sappia leiðsagði okkur upp undir 1.800 m hæð þar sem stendur lerkifræteigur sem spratt upp úr rýru beitilandi um aldamótin 1900. Svæðið var friðað fyrir beit vegna lélegs ástands jarðvegs ásamt því að smalar voru ráðnir til að halda búfé frá (lög Napóleons). Þetta kvæmi þykir afar heilbrigt og gott til undaneldis. Nú telja þeir að lerkið hafi skilað umtalsverðum jarðvegsbótum með aukinni umsetningu næringarefna á svæðinu og kröfuharðari tegundir farnar að gerast aðgangs- harðar. Gildandi rekstraráætlun reitsins er á þá leið að við- halda honum sem frægarði og beit notuð til stjórnar, þ.e. beitardýrum er haldið í nokkur ár á tilteknum svæðum sem svo eru aftur friðuð fyrir beit í 10 ár til að sjálfsáning nái sér upp (skiptifriðun) og óæskileg- ar trjátegundir (skuggatré) hreinsaðar út jafn óðum. Fullvaxnir hagaskógar virðast þéttir og fremur hefðbundn- ir timburskógar til að sjá. Mynd: SKÞ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.