Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 84
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201282
góðan rekstur skógarins sem hefðu eitthvað að
segja um framtíð svæðisins fremur en t.d kenningar
Hayeks og Miltons Friedman með tilliti til búsetu
og búhátta.
Franskir voru sammála um að vandamál sambýlis
búfjárræktar og skógar væri beitarstjórnun og aft-
ur beitarstjórnun. Öldum saman gættu smalar beit-
ardýra og gáðu þá að ofbeit einnig. Fátækir bænd-
ur hneigðust til geit-búskapar sem var erfiðara að
stjórna. Napóleons-lögin gáfu færi á að banna beit
í skógum í vissum tilfellum. Þessum lögum er enn
beitt og framfylgt með smölun. Menn áttuðu sig á
því að algert bann til langs tíma leiddi til aukinn-
ar hættu á tjóni af völdum skógarelda og gat leitt
til hnignunar lerkiskóga á kostnað furu og grenis.
Framtíðarsýnin er samningur um beit í skógum milli
eiganda skógarins og eigenda húsdýra líkt og kom-
ið er á í Val d´Isére þar sem sveitarfélagið leigir eða
lánar haga sína til bænda (jafnvel úr 5 klst. aksturs-
fjarlægð) og sparar um leið slátt í skíðabrekkum og
snjóflóðahlíðum.
Skógurinn þarna var hreint unaðslegur og vel gert
100 ára gamall „ungskógur“ evrópulerkis í Val d´Isére,
notaður sem fræteigur í héraðinu og verður varinn fyrir
ágangi rauðgrenis. Mynd: SKÞ.
við göngufólk með gönguslóðum. Við áðum við
sembrafuru í 2.150 m hæð. Tréð var um 20 m hátt
og þvermál stofns í brjósthæð var 70 cm. Á leiðinni
upp söfnuðum við smávegis af sembrafræi, en urð-
um í hvert sinn sem okkur langaði í köngla að ráð-
færa okkur við frú Chantale Faure enda réð hún öllu
þarna um fræ og frætínslu.
Bonneval- Col d´Iseran - Val d´Isére – Tignes –
Mont Blanc
Síðasti áfangi Frakklandsvalar var ferð norður
um fjallaskarð til hins fornfræga skíðastaðar Val
d-´Isére. Ekið var að þorpinu Bonneval (Góðdalur –
eða bara Unaðsdalur) sem er að sögn annað af tveim-
ur þorpum í Frakklandi sem stendur svona hátt yfir
sjávarmáli, í 1.800 m hæð (fyrir utan nokkur seinni-
tíma skíðaþorp). Þetta er dæmigert sveitaþorp, sem
greinilega byggir á beitarbúskap að mestu, enda
skógar horfnir utan trjágróðurs í þorpinu sjálfu, að-
allega selja (Salix caprea), blæösp (Populus tremula)
og birki. Lauftegundir eins og hlynur (Acer pseu-
doplatanus) og askur (Fraxinus excelsior) ná ekki
svona hátt upp. Askur vex ekki hærra en í 1.400 m
hæð en hlynur í allt að 1.800 m hæð.
Áfram ekið upp í fjallaskarð í norðri Col d´Iseran í
2.760 m hæð. Þaðan lá leiðin niður í átt að frægasta
skíðasvæði Frakklands, Val d´Isére, allt frá fjórða
áratug síðustu aldar og fórum við strax að sjá gríð-
arleg skíðamannvirki á fjallatoppum í öllum áttum
auk hefðbundinna snjóflóðavarna, upptakamann-
virkja mest.
Í skarðinu hittum við fyrir skógarvörð svæðisins,
Robert Talbot, sem leiðsagði okkur síðasta áfang-
ann. Robert sagði okkur að á sínu svæði giltu dálít-
ið önnur sjónarmið en annars staðar, hér snérist allt
um að græða á ferðamönnum og önnur starfsemi
svo sem búskapur eða skógarhögg væru í besta falli
„vandamál“ og öll hans vinna snérist um snjóflóða-
varnir, snjófangara og að rækta upp skóg í fram-
kvæmdaraski af ýmsu tagi. Einnig tekur skógræktin
mið af tískustraumum skíðamanna sem gjarna vilja
skíða í brekkum sem umkringdar eru rauðgreni.
Yfir bænum náði sembrafuran sem stöku tré al-
veg upp í 2.400 m hæð en samfelldur skógur í 2.200
m. Lerki var þarna alls staðar innan um og samfellt
neðar í hlíðum og niður á dalbotninn í rúmum 1.800
m. Lítið sem ekkert fræ var á lerkinu og sama var að
segja um sembrafuruna og það sem fyrr af völdum