Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 85
83SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
hnotbrjótsins. Við gátum þó fundið nokkra köngla
hvorrar tegundar í 2.300 m hæð.
Þarna sáum við í fyrsta sinn eitthvað áberandi af
víðihríslum í skóginum og sagði Robert þetta aðal-
lega vera orravíði (Salix glaucosericea) og sólvíðir
(Salix hastata). Robert fór með okkur í lerkiteig
niðri við þorpið, teig sem hann kallaði „ungskóg“.
Þetta er u.þ.b. 100 ára gamall sjálfsáinn skógur í
fyrrum bithaga og þykir góð fræuppspretta. Þarna
vorum við í skógi sem var að sjá svipaðrar gerðar
og Guttormslundur og flest tré á bilinu 20-25 m há,
svo vöxturinn er talsvert hægari en í Guttormslundi.
Fjær helstu skíðabrekkum er meiri áhersla á
verndarskóga bæði út frá vistfræðisjónarmiðum sem
og landgræðslu, vegna snjóflóðavarna og ýmiskonar
ásýndar- og landslagsverndar.
Saga skógreksturs í frönsku Ölpunum er allt frá
1860 nátengd umræðu um endurheimt skóga og
vernd vegna skriðufalla og vatnsflóða sem ullu oft
stórtjóni í borgum á láglendinu í kjölfar eyðingar
háfjallaskóganna.
Fræsöfnun í Frakklandi var minniháttar enda
ekki að henni stefnt að þessu sinni. Eitthvað lofaði
frú Chantale okkur þó að stinga í vasa hér og hvar,
enda búin að kynna sér vel skógarskort Íslendinga.
Sembrahnetur voru um 0,5 kg, magn lerkifræs má
sjá í töflu 2.
Heimildir
1. Böðvar Þórisson. Náttúrustofu Vestfjarða. Munnleg
heimild í okt. 2011
2. Jóhann Pálsson. 2004. Bergfura. Skógræktarritið 2004,
1. tbl.: 5-9.
3. Ólafur Sturla Njálsson. 2011. Evrópulerki og myrkár-
þöll. Skógræktarritið 2011, 1. tbl.: 12-24.
4. Þröstur Eysteinsson og Þórarinn Benedikz. 2009. Inn-
fluttu skógartrén VII. Evrópulerki. (Larix decidua Mill.)
Skógræktarritið, 2. tbl.: 64-77.
Sýni nr. Tegund Staður N A H. m y.s.
Fr-2 Sembrafura P. cembra Col d´Izoard 44°49´36,0” 06°43´16,2” 2.200
Fr-3 Sembrafura P. cembra Ceillac 44°38´43,2” 06°48´23,6” 2.000
Fr-4 Sembrafura P. cembra Landslevillard 45°17´10,7” 06°56´51,76” 2.150
Fr-5 Sembrafura P. cembra Val d´Isere 45°26´43,1” 07°01´09,2” 2.100 fræ gr.
Fr-1 Evrópulerki L. decidua Le Lautaret 45°02´20,8” 06°25´55,5” 1.870 81
Fr-3 Evrópulerki L. decidua Ceillac 44°38´49,0” 06°48´26,6” 2.000 87
Fr-5 Evrópulerki L. decidua Val d´Isere 45°26´43,1” 07°01´09,2” 1.900 -
Fr-6 Evrópulerki L. decidua Val d´Isere 45°26´43,3” 06°59´44,4” 1.800 -
Harðgerðar plöntur í garðinn
og sumarbústaðinn
Tré, skrautrunnar, skógarplöntur,
limgerðis- og skjólbeltaplöntur
Ölfusi, 816 Ölfus
Símar 482 1718 / 846 9776
www.kjarr.is - kjarr@islandia.is
Tafla 2. Frakkland