Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 99

Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 99
97SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 alaskasýprus, sem eru skuggþolnar og sá sér inn í frumherjaskóginn. Þau verða með tímanum drottn- andi skógartré ásamt sitkagreninu. Í yndisskógrækt hermir maður eftir þessu ferli og gróðursetur kröfu- harðari trjátegundir í nýmyndað skógarskjól frum- herjanna, fjölgar trjátegundunum og örvar ánægju sína af skógræktarstarfinu. 15. mynd. Kirsuberjatréð komið á sinn stað. Mynda- serían var búin til 10. maí 2011 og tréð gróðursett sam- dægurs. Allt verkið tók tvo klukkutíma. Það sést vel á ánægðum garðyrkjumannin- um að verkið hefur verið á við ríflega leikfimistund, sem sagt holl líkamsrækt. Það er góð vinnuregla að búa til holurnar, blanda mold og húsdýraáburði og undirbúa allt vel löngu áður en á að gróðursetja tréð. Það er góð tilfinning að geta farið og keypt sér tré, vitandi að maður bíður með allt tilbúið fyrir þau í garðinum eða sum- arbústaðalandinu. 13. mynd. Svona lítur moldarbeðið út þegar búið er að strá 40 grömmum af alhliða auðleystum áburði í kringum tréð. Engin áburðarkorn mega liggja upp við börkinn á trénu. Þau svíða þar líka! Áburðurinn leysist rólega upp og leiðin niður að rótinni getur tekið mánuð, fer eftir því hvort rign- ir mikið eða lítið næstu vikur. Fyrir ávaxtatré er góð regla að strá áburðinum í kringum tréð um mánaðamótin apríl- maí, svo að næringarefnin séu komin í tréð í byrjun júní. Blómmyndun fyrir næsta ár er mjög næringarkrefjandi og hún hefst um mánaðamótin júní-júlí. 14. mynd. Uppbinding á myndinni er alveg í lágmarki og miðast á þessum stað við að hamla á móti norðaustanátt- inni, sem er mjög stíf þarna. Betra er að setja hærri staur og binda tréð við hann á tveimur til þremur stöðum upp eftir stofninum. Uppbindingarefnið þarf að vera eftirgef- anlegt eftir því sem tréð gildnar, eða fylgjast verður með og víkka hringinn utan um stofninn árlega. Uppbinding í þrjú ár dugar á flestum stöðum. Til að gras og annað illgresi nái ekki yfirhöndinni í næringarríku moldarbeði er settur eins fermetra dúkur ofan á. Klippt er rauf upp í hann miðjan, dúknum smeygt utan um stofn trésins og jaðrar dúksins keyrðir niður í beðkantinn í kring með stunguskóflu. Dúkurinn þarf að vera úr gegndræpu efni, sem sleppir í gegn áburði og vatni. Svo lengi sem dúkurinn er, duga 40 grömm af alhliða áburði árlega. Ef gras á að fá að vaxa upp að stofni trésins, þarf helmingi meiri áburð. Í tilfelli ávaxtatrjáa margborgar sig að halda graslausu í kringum stofninn, því að þau þurfa mikla næringu og sem minnsta samkeppni frá öðrum gróðri til að geta vaxið nægilega vel og mikið, myndað blómbrum og gefið af sér aldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.