Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 102
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012100
1922 eru upplýsingar um mælingar á árssprotum á
hinum ýmsu trjátegundum við Gömlu Gróðrarstöð-
ina og þar vekur athygli að bæði er mældur vöxtur
á íslensku og norsku birki og eru lengstu árssprotar
á því norska heldur lengri en á því íslenska (sjá 4.
mynd).
Þá skulum við snúa okkur að birkitrénu háa í
Minjasafnsgarðinum. Árið 1916 skrifar Jakob Lín-
dal, sem þá var framkvæmdastjóri Ræktunarfélags
Norðurlands, áhugaverða grein í ársrit félagsins þar
sem hann lýsir árangrinum af trjáræktinni bæði í
Minjasafnsgarðinum sem og við Gömlu Gróðrar-
stöðina. Þar skrifar hann m.a. um hæsta birkitréð í
Minjasafnsgarðinum, hvar það sé í garðinum og um
uppruna þess (sjá 5. mynd).
Þessi staðsetning á birkinu sem Jakob lýsir passar
ágætlega við staðsetningu hæsta birkisins sem vex í
garðinum í dag.
Þó ekki sé út frá þessum gögnum hægt að segja
með vissu hvort þau birkitré sem vaxa í Minja-
safnsgarðinum og við Gömlu Gróðrarstöðina séu af
norskum eða íslenskum uppruna þá er það víst að
þarna standa í dag mörg hávaxin og ákaflega glæsi-
leg tré (sjá 6. mynd).
Heimildir
Bjarni E. Guðleifsson & Helgi Þórsson. 2000. Eyfirskir
frumkvöðlar í trjárækt.
Í: Bjarni E. Guðleifsson (ritstj.) Ásýnd Eyjafjarðar: Skógar
að fornu og nýju. Skógræktarfélag Eyfirðinga, Akureyri.
Bls. 25-36.
G. Þ. Björnsdóttir. 1922. Skýrsla um garðyrkju og trjárækt.
1920. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1921-1922,
18.-19. árgangur, 35-40. Prentsmiðja Odds Björnssonar,
Akureyri.
Jakob H. Líndal. 1916. Um trjárækt. Ársrit Ræktunar-
félags Norðurlands 1916, 13. árgangur, 28-77. Prent-
smiðja Odds Björnssonar, Akureyri.
Sigurður Sigurðsson. 1904. Tilraunir Ræktunarfélags
Norðurlands.
Ársskýrsla Ræktunarfélags Norðurlands 1904, 13–54.
Prentsmiðja Odds Björnssonar, Akureyri.