Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 14

Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rúnar Þór SYSTURNAR íris og Anný vildu fermast saman á Islandi. Þær höfðu orð á því að þeim þætti gaman að kona fermdi þær. Ferming á Þingvöllum Vildum ferm- ast á Islandi Þriggja daga hátíð á 50 ára lýðveldisafmæli ÞRIGGJA daga hátíðarhöld í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins hefjast á Akureyri í dag. Hátíðarhöldin byrja á Hamarkotsklöppum fyrir hádegi. Þaðan færast þau í Lystigarðinn og niður í bæ um kvöldið. Um helgina er stefnt að því að gróðursetja jafn margar plöntur og Akureyringar eru á Rangárvöllum. A sunnudaginn fer Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hátíðarhöld- unum lýkur svo með tónleikum í íþróttahöllinni um kvöldið. Hátíðarhöldin hefjast á Hamar- kotsklöppum kl. 9 fyrir hádegi. Kynnt verður minnismerki um 50 ára lýðveldi á íslandi, flutti ávörp, haldin helgistund, hlýtt á ávarp fjall- konu, sungið og spilað. Að því loknu fer blómabíll í broddi fylkingar bíla í Bílaklúbbi Akureyrar um bæjarhverfin og endar við opnun bílasýningar við Oddeyrarskóla kl. 10.30. Aðalhátíð í Lystigarði Eftir hádegi, um kl. 14.30, leggur skrúðganga af stað frá Kaupangi við Mýrarveg áleiðis í vesturenda Lystigarðsins. Þar fer fram samfelid skemmtidagskrá frá kl. 15 til 16.30. Meðal skemmtiatriða verður töfra- maður og eldgleypir frá Bretlandi, gamanþáttur eftir Dario Fo og þjóð- dansar. í göngugötunni og á Torginu hefst unglingaskemmtun kl. 17 og dansleikir kl. 21. Að morgni 18. og 19. júní er skor- að á Akureyringa að mæta upp á Rangárvöllum til gróðursetningar í gilið ofan Giljahverfis. Takmarkið verður að gróðursetja jafn margar plöntur og Akureyringar eru margir eða um 15.000. Skátar setja upp tívolí í Glerárþorpi 18. júní og sama dag verður íslandsmeistaramót í spyrnu á Tryggvabraut. Fjölskyldu- hátíð verður í Kjarnaskógi á sunnu- dag. Hún hefst með Kvennahlaupi kl. 12 og lýkur með risagrilli milli kl. 18 og 19. Blásarasveit æskunnar heldur tónleika í íþróttahöllinni um kvöldið. Með tónleikunum sem hefj- ast kl. 20.30 lýkur hátíðarhöldunum. Morgunblaðið/Rúnar Þór „VIÐ VORUM útskrifuð 15. júní til þess að við gætum verið viðstödd stofnun lýðveldisins á Þingvöll- um,“ sagði Gunnar Steindórsson, 50 ára stúdent, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bauð bekkj- arsystkinum sínum í heimsókn í tilefni af stúdentsafmælinu á miðvikudag. Þau eru í efri röð (f.v.) Guttormur Þormar, Guðlaugur Þorvaldsson, Einar H. Eiríksson, Guðmundur Skaftason, Júlíus Daní- elsson, Sverrir Markússon, Jón Þorsteinsson, Magnús T. Olafsson, Karl Jónasson, Rögnvaldur Finn- bogason, þá kemur Gunnar og nafni hans Gunnar K. Björnsson. Sitjandi eru (f.v) Víkingur Heiðar Arnórsson, Margrét Björgvinsdóttir, Runólfur Þórarinsson, Soffía Magnúsdóttir og Eggert Steinsen. FERMINGARDAGUR systranna írisar og Annýjar Kjærnested á senni- lega eftir að verða þeim afar minnisstæður því þær fermast í Þingvalla- kirkju í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Systurnar og foreldrar þeirra, Júlía og Harry Kjæmested, hafa verið búsett í Svíþjóð í fjögur ár. Brautskráning 136 stúdenta íris, sem er 14 ára, segir að aldrei hafi annað komið til greina en að fermast á íslandi. „Við vild- um fermast á íslandi því þar er fjölskylda okkar,“ segir hún og Anný, sem er árinu yngri, segir að þær hafi ekki getað fermst fyrr í sumar vegna skólagöngu sinnar í Svíþjóð. Vegna hátíðar- haldanna á Þingvöllum hafi síðan orðið úr að fermingin færi fram á Þingvölium. Séra Hanna María Pétursdóttir fermir systurnar. Undirbúningur í Svíþjóð Stelpurnar segjast hafa tekið þátt í fermingarundirbúningi í Svíþjóð. „Við tókum þátt í öllu nema athöfninni. En presturinn tók fram að við hefðum ekki hætt við á síðustu stundu heldur mynd- um við fermast á íslandi," segir íris og bætir við að þær verði að læra trúarjátninguna upp á nýtt á íslensku. Hún sagðist ekki kvíða fyrir fermingunni, a.m.k. ekki enn- þá, hvað sem yrði þegar kirkjan yrði orðin full. Á eftir er ferming- arveisla á Hótel Loftleiðum. Upp- hlutar systranna eru saumaðir af Berthu Bruvík á Akureyri. Sumarleiga á stúdentagörðunum á Akureyri Leiguverð á herbergi Leiguverð er kr. 23.400 á mánuði. Verðið miðast við að lágmarksleiga sé einn mánuður. Leiguverð er kr. 9.900 á viku, lágmark ein vika. Leiguverð á sólarhring er kr. 2.300. Leiguverð á sólarhring með uppbúnu rúmi og ræstingu er kr. 2.600 fyrir einstakling, en kr. 3.500 fyrir par. Gerum einnig tilboð fyrir hópa. Farsími allan sólarhringinn 985-40787. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri. Ljósmyndasýning Þá og nú LJÓSMYNDASÝNING þar sem Akureyrarmyndir frá 4. og 5. áratugnum eru bornar saman við nýjar myndir frá sama sjón- arhorni verður í Listhúsinu Þingi dagana 17. til 19. júní. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu að úr samanburði gömlu og nýju myndanna megi lesa mikla sögu vaxtar og breytinga. íbúatala bæjarins hafi þrefald- ast og athafnasemi síðustu 50 til 60 ár hafi sett mark sitt á bæinn enda séu sum sjónarhorn gömlu myndanna naumast þekkjanleg lengur. Sýningin er unnin og sett upp af Áhugaljósmyndaraklúbbi Ak- ureyrar, ÁLKA, í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri, sem lið- ur í hátíðardagskrá vegna lýð- veldisafmæHs. Aðgangur að sýningunni sem ber yfirskriftina Þá og nú er ókeypis. HÁTT á annað þúsund manns sækja Akureyringa heim í tilefni af skólahátíð Menntaskólans á Akureyri. Hátíðin hefur staðið í tvo daga og verður þjóðhá- tíðardagurinn hápunktur henn- ar. Brautskráðir verða 136 ný- stúdentar og er áætlað að rúm- lega 740 manns sæki hátíðar- fagnað þeirra í kvöld. Hundruð- ir afmælisstúdenta taka þátt í skólahátíðinni. Hátíðarhöldin hefjast með því að nýstúdentar ganga fylktu liði og undir fána Gamla skólans að íþróttahöllinni. Dagskráin hefst síðan kl. 10 og byijar á því að nemendur af tónlistarbraut leika nokkur lög. Þar á eftir flyt- ur Tryggvi Gíslason, skólameist- ari, ávarp, og afmælisstúdentar ávarpa viðstadda. Því næst fer fram brautskráning 136 nýstúd- enta og nýstúdent heldur ávarp. Fyrsta skóflustunga nýbygg- ingar skólans verður tekin i Stefánslundi kl. 13.15. Að því tilefni flytja formaður bygging- arnefndar og skólameistari ávörp. Strax á eftir verða ný- stúdentar myndaðir. Opið hús verður í Gamla skól- anum á milli kl. 15 og 17. Gest- um og gangandi er boðið að skoða húsið og muni þess, svo og sýninguna Hús skólans í 100 ár. Bornar verða fram kaffiveit- ingar á sal. Hátíðarfagnaður nýstúdenta hefst í íþróttahöllinni kl. 19.30 í kvöld. Nýstúdentar, fjölskyld- ur þeirra og kennarar fagna tímamótunum við hátíðarborð- hald, dansleik og aðra skemmt- un. Um miðnætti bregða nýstúd- entar sér í miðbæ Akureyrar, marsera þar og dansa um stund, en halda að því loknu i höllina áný. Eins og áður segir eru nýstúd- entarnir 136 að þessu sinni og eru tæpur helmingur þeirra búsettur utan Akureyrar. B-listi og I-hsti mynda meiri- hluta bæjarstíórnar á Dalvík Dalvík - Nýkjörin bæjarstjórn á Dalvík kom saman til fyrsta fundar á sl. þriðjudag. Á fundinum lýstu fulltrúar B- og I-lista því yfír að tek- ist hefði samkomulag milli framboö- anna um myndun meirihluta í bæj- arstjóm og kynntu samstarfssamn- ing þar að lútandi. Samningurinn er grundvallaður á 33 atriðum er lúta að ýmsum stefnu- Óskum eftir leirbrennsluolni Upplýsingar í síma 96-22711 frá kl. 10-17 alla virka daga. Punkturinn, handverks- og iWTOV^BiiiffiiiAo^A iiu WlBHIií eða framkvæmdamálum sem meiri- hluti hyggst beita sér fyrir á kjör- tímabilinu. í kosningum til bæjar- stjómar hlaut B-listi þrjá menn kjörna og I-listi tvo en bæjarstjórn er skipuð sjö fulltrúum. Minnihluta skipa tveir fulltrúar D-lista en hann hafði áður þijá menn í bæjarstjórn og hefur setið í meirihluta undanfar- in tvö kjörtímabil. Bæjarstjóri ráðinn fyrir mánaðamót Á fundinum var gengið til kjörs forseta og bæjarráðs og var Svan- fríður I. Jónasdóttir af I-lista kjörin forseti bæjarstjómar og Kristján Ólafsson af B-lista kjörinn fyrsti varaforseti. í bæjarráð hlutu kosn- ingu Bjarni Gunnarsson af I-lista, Kristján Ólafsson af B-lista og Svan- hildur Árnadóttir af D-lista. Til vara ■BHWMMHnMlnMf ó t:t r (B), Svanfríður Jónasdóttir (I) og Birgir Össurarson (D). Formennska í bæjarráði fellur í hlut I-lista. Starf bæjarstjóra verður auglýst laust til umsóknar en ráðgert er að bæjar- stjóri verði ráðinn fyrir mánaðamót. Á fundi bæjarstjómar var jafnframt samþykkt að fela endurskoðanda að gera úttekt á fjárhagsstöðu bæjar- sjóðs og meta ábyrgðarskuldbinding- ar og verðgildi hlutabréfa bæjar- sjóðs. Kjöri í nefndir á vegum bæjar- ins var frestað til næsta fundar. Guðsþjónusta GUÐSÞJÓNUSTA í tengslum við lýðveldishátíð verður í Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 19. júní í kl. 11 Sungnir verða sálm- ar 519y 526, 527, 350 og 523. ______________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.