Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rúnar Þór SYSTURNAR íris og Anný vildu fermast saman á Islandi. Þær höfðu orð á því að þeim þætti gaman að kona fermdi þær. Ferming á Þingvöllum Vildum ferm- ast á Islandi Þriggja daga hátíð á 50 ára lýðveldisafmæli ÞRIGGJA daga hátíðarhöld í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins hefjast á Akureyri í dag. Hátíðarhöldin byrja á Hamarkotsklöppum fyrir hádegi. Þaðan færast þau í Lystigarðinn og niður í bæ um kvöldið. Um helgina er stefnt að því að gróðursetja jafn margar plöntur og Akureyringar eru á Rangárvöllum. A sunnudaginn fer Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hátíðarhöld- unum lýkur svo með tónleikum í íþróttahöllinni um kvöldið. Hátíðarhöldin hefjast á Hamar- kotsklöppum kl. 9 fyrir hádegi. Kynnt verður minnismerki um 50 ára lýðveldi á íslandi, flutti ávörp, haldin helgistund, hlýtt á ávarp fjall- konu, sungið og spilað. Að því loknu fer blómabíll í broddi fylkingar bíla í Bílaklúbbi Akureyrar um bæjarhverfin og endar við opnun bílasýningar við Oddeyrarskóla kl. 10.30. Aðalhátíð í Lystigarði Eftir hádegi, um kl. 14.30, leggur skrúðganga af stað frá Kaupangi við Mýrarveg áleiðis í vesturenda Lystigarðsins. Þar fer fram samfelid skemmtidagskrá frá kl. 15 til 16.30. Meðal skemmtiatriða verður töfra- maður og eldgleypir frá Bretlandi, gamanþáttur eftir Dario Fo og þjóð- dansar. í göngugötunni og á Torginu hefst unglingaskemmtun kl. 17 og dansleikir kl. 21. Að morgni 18. og 19. júní er skor- að á Akureyringa að mæta upp á Rangárvöllum til gróðursetningar í gilið ofan Giljahverfis. Takmarkið verður að gróðursetja jafn margar plöntur og Akureyringar eru margir eða um 15.000. Skátar setja upp tívolí í Glerárþorpi 18. júní og sama dag verður íslandsmeistaramót í spyrnu á Tryggvabraut. Fjölskyldu- hátíð verður í Kjarnaskógi á sunnu- dag. Hún hefst með Kvennahlaupi kl. 12 og lýkur með risagrilli milli kl. 18 og 19. Blásarasveit æskunnar heldur tónleika í íþróttahöllinni um kvöldið. Með tónleikunum sem hefj- ast kl. 20.30 lýkur hátíðarhöldunum. Morgunblaðið/Rúnar Þór „VIÐ VORUM útskrifuð 15. júní til þess að við gætum verið viðstödd stofnun lýðveldisins á Þingvöll- um,“ sagði Gunnar Steindórsson, 50 ára stúdent, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bauð bekkj- arsystkinum sínum í heimsókn í tilefni af stúdentsafmælinu á miðvikudag. Þau eru í efri röð (f.v.) Guttormur Þormar, Guðlaugur Þorvaldsson, Einar H. Eiríksson, Guðmundur Skaftason, Júlíus Daní- elsson, Sverrir Markússon, Jón Þorsteinsson, Magnús T. Olafsson, Karl Jónasson, Rögnvaldur Finn- bogason, þá kemur Gunnar og nafni hans Gunnar K. Björnsson. Sitjandi eru (f.v) Víkingur Heiðar Arnórsson, Margrét Björgvinsdóttir, Runólfur Þórarinsson, Soffía Magnúsdóttir og Eggert Steinsen. FERMINGARDAGUR systranna írisar og Annýjar Kjærnested á senni- lega eftir að verða þeim afar minnisstæður því þær fermast í Þingvalla- kirkju í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Systurnar og foreldrar þeirra, Júlía og Harry Kjæmested, hafa verið búsett í Svíþjóð í fjögur ár. Brautskráning 136 stúdenta íris, sem er 14 ára, segir að aldrei hafi annað komið til greina en að fermast á íslandi. „Við vild- um fermast á íslandi því þar er fjölskylda okkar,“ segir hún og Anný, sem er árinu yngri, segir að þær hafi ekki getað fermst fyrr í sumar vegna skólagöngu sinnar í Svíþjóð. Vegna hátíðar- haldanna á Þingvöllum hafi síðan orðið úr að fermingin færi fram á Þingvölium. Séra Hanna María Pétursdóttir fermir systurnar. Undirbúningur í Svíþjóð Stelpurnar segjast hafa tekið þátt í fermingarundirbúningi í Svíþjóð. „Við tókum þátt í öllu nema athöfninni. En presturinn tók fram að við hefðum ekki hætt við á síðustu stundu heldur mynd- um við fermast á íslandi," segir íris og bætir við að þær verði að læra trúarjátninguna upp á nýtt á íslensku. Hún sagðist ekki kvíða fyrir fermingunni, a.m.k. ekki enn- þá, hvað sem yrði þegar kirkjan yrði orðin full. Á eftir er ferming- arveisla á Hótel Loftleiðum. Upp- hlutar systranna eru saumaðir af Berthu Bruvík á Akureyri. Sumarleiga á stúdentagörðunum á Akureyri Leiguverð á herbergi Leiguverð er kr. 23.400 á mánuði. Verðið miðast við að lágmarksleiga sé einn mánuður. Leiguverð er kr. 9.900 á viku, lágmark ein vika. Leiguverð á sólarhring er kr. 2.300. Leiguverð á sólarhring með uppbúnu rúmi og ræstingu er kr. 2.600 fyrir einstakling, en kr. 3.500 fyrir par. Gerum einnig tilboð fyrir hópa. Farsími allan sólarhringinn 985-40787. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri. Ljósmyndasýning Þá og nú LJÓSMYNDASÝNING þar sem Akureyrarmyndir frá 4. og 5. áratugnum eru bornar saman við nýjar myndir frá sama sjón- arhorni verður í Listhúsinu Þingi dagana 17. til 19. júní. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu að úr samanburði gömlu og nýju myndanna megi lesa mikla sögu vaxtar og breytinga. íbúatala bæjarins hafi þrefald- ast og athafnasemi síðustu 50 til 60 ár hafi sett mark sitt á bæinn enda séu sum sjónarhorn gömlu myndanna naumast þekkjanleg lengur. Sýningin er unnin og sett upp af Áhugaljósmyndaraklúbbi Ak- ureyrar, ÁLKA, í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri, sem lið- ur í hátíðardagskrá vegna lýð- veldisafmæHs. Aðgangur að sýningunni sem ber yfirskriftina Þá og nú er ókeypis. HÁTT á annað þúsund manns sækja Akureyringa heim í tilefni af skólahátíð Menntaskólans á Akureyri. Hátíðin hefur staðið í tvo daga og verður þjóðhá- tíðardagurinn hápunktur henn- ar. Brautskráðir verða 136 ný- stúdentar og er áætlað að rúm- lega 740 manns sæki hátíðar- fagnað þeirra í kvöld. Hundruð- ir afmælisstúdenta taka þátt í skólahátíðinni. Hátíðarhöldin hefjast með því að nýstúdentar ganga fylktu liði og undir fána Gamla skólans að íþróttahöllinni. Dagskráin hefst síðan kl. 10 og byijar á því að nemendur af tónlistarbraut leika nokkur lög. Þar á eftir flyt- ur Tryggvi Gíslason, skólameist- ari, ávarp, og afmælisstúdentar ávarpa viðstadda. Því næst fer fram brautskráning 136 nýstúd- enta og nýstúdent heldur ávarp. Fyrsta skóflustunga nýbygg- ingar skólans verður tekin i Stefánslundi kl. 13.15. Að því tilefni flytja formaður bygging- arnefndar og skólameistari ávörp. Strax á eftir verða ný- stúdentar myndaðir. Opið hús verður í Gamla skól- anum á milli kl. 15 og 17. Gest- um og gangandi er boðið að skoða húsið og muni þess, svo og sýninguna Hús skólans í 100 ár. Bornar verða fram kaffiveit- ingar á sal. Hátíðarfagnaður nýstúdenta hefst í íþróttahöllinni kl. 19.30 í kvöld. Nýstúdentar, fjölskyld- ur þeirra og kennarar fagna tímamótunum við hátíðarborð- hald, dansleik og aðra skemmt- un. Um miðnætti bregða nýstúd- entar sér í miðbæ Akureyrar, marsera þar og dansa um stund, en halda að því loknu i höllina áný. Eins og áður segir eru nýstúd- entarnir 136 að þessu sinni og eru tæpur helmingur þeirra búsettur utan Akureyrar. B-listi og I-hsti mynda meiri- hluta bæjarstíórnar á Dalvík Dalvík - Nýkjörin bæjarstjórn á Dalvík kom saman til fyrsta fundar á sl. þriðjudag. Á fundinum lýstu fulltrúar B- og I-lista því yfír að tek- ist hefði samkomulag milli framboö- anna um myndun meirihluta í bæj- arstjóm og kynntu samstarfssamn- ing þar að lútandi. Samningurinn er grundvallaður á 33 atriðum er lúta að ýmsum stefnu- Óskum eftir leirbrennsluolni Upplýsingar í síma 96-22711 frá kl. 10-17 alla virka daga. Punkturinn, handverks- og iWTOV^BiiiffiiiAo^A iiu WlBHIií eða framkvæmdamálum sem meiri- hluti hyggst beita sér fyrir á kjör- tímabilinu. í kosningum til bæjar- stjómar hlaut B-listi þrjá menn kjörna og I-listi tvo en bæjarstjórn er skipuð sjö fulltrúum. Minnihluta skipa tveir fulltrúar D-lista en hann hafði áður þijá menn í bæjarstjórn og hefur setið í meirihluta undanfar- in tvö kjörtímabil. Bæjarstjóri ráðinn fyrir mánaðamót Á fundinum var gengið til kjörs forseta og bæjarráðs og var Svan- fríður I. Jónasdóttir af I-lista kjörin forseti bæjarstjómar og Kristján Ólafsson af B-lista kjörinn fyrsti varaforseti. í bæjarráð hlutu kosn- ingu Bjarni Gunnarsson af I-lista, Kristján Ólafsson af B-lista og Svan- hildur Árnadóttir af D-lista. Til vara ■BHWMMHnMlnMf ó t:t r (B), Svanfríður Jónasdóttir (I) og Birgir Össurarson (D). Formennska í bæjarráði fellur í hlut I-lista. Starf bæjarstjóra verður auglýst laust til umsóknar en ráðgert er að bæjar- stjóri verði ráðinn fyrir mánaðamót. Á fundi bæjarstjómar var jafnframt samþykkt að fela endurskoðanda að gera úttekt á fjárhagsstöðu bæjar- sjóðs og meta ábyrgðarskuldbinding- ar og verðgildi hlutabréfa bæjar- sjóðs. Kjöri í nefndir á vegum bæjar- ins var frestað til næsta fundar. Guðsþjónusta GUÐSÞJÓNUSTA í tengslum við lýðveldishátíð verður í Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 19. júní í kl. 11 Sungnir verða sálm- ar 519y 526, 527, 350 og 523. ______________
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.