Morgunblaðið - 20.03.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 20.03.1997, Síða 1
88 SÍÐUR B/C 66. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Israelar halda áfram framkvæmdum Reuter ÍSRAELSKUR hermaður skýtur táragasi að palestínsk- um mótmælendum í gær. Jarðýtur vinna undir hervernd í SKJÓLI strangrar öryggisgæzlu héldu jarðýtur ísraelsmanna áfram verki sínu á hæð við A-Jerúsalem í gær, þar sem nýtt íbúðarhverfi fyrir gyðinga á að rísa, þrátt fyrir harða andstöðu araba og alþjóðlega fordæmingu. Arababandalagið, samtök 20 arabaríkja, fór í gær fram á tafarlausan fund Öryggis- ráðs SÞ um málið, og skoraði á ráðið að gefa út samþykkt um að stöðva skuli framkvæmdirnar. Yfirmaður ísraelsku lögreglunn- ar lét þau orð falla í gær, að búast mætti við hryðjuverkaárásum á framkvæmdirnar. Palestínumenn efndu til fjölmennra, friðsamlegra mótmælagangna í Jerúsalem og víðar á hernumdu svæðunum. Reuter SKÆRULIÐAR uppreisnarmanna handtaka í Kisangane mann, sem þeir saka um að vera liðsmað- ur stjórnarhers Zaire. Herinn flúði frá borginni um helgina, en með agaleysi og gripdeildum hef- ur stjórnarherinn víða bakað sér óvild almennings. Skæruliðar hafna Rússland í mafíuhöndum Moskvu. Reuter. vopnahlésáskorun Kinshasa.Nairobi.Reuter. BIRT hefur verið bandarísk skýrsla þar sem áætlað er, að meira en 40% efnahagslífsins í Rússlandi séu í höndunum á glæpasamtökum. Talið er, að mafian hafi flutt úr landinu um 3.500 milljarða ísl. kr. frá árinu 1991. Sagt er, að mafían hafi nýtt sér einkavæðinguna í Rússlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. í sumum greinum, til dæmis á neytenda- markaði, í fasteigna- og banka- viðskiptum, sé hlutur mafíunnar raunar miklu meiri en 40%. Höfundur skýrslunnar, Louise Shelley, prófessor í lögum við Ameríska háskólann í Washing- ton, segir, að mafían hafi tryggt sér dijúgan hluta af ríkisfyrir- tækjunum og oft með því að beita hótunum og ofbeldi. Auk þess hafi hún nýtt sér góð sambönd tfið gömlu, kommúnísku yfirstétt- ina og herinn. „Glæpasamtökin fæla burt er- lenda fjárfesta, koma í veg fyrir eðlilega skattlagningu, ráða yfir banka- og fjármálamarkaðinum og kynda almennt undir spill- ingu. Verst af öllu er þó líklega gífurlegur fjárflutningur úr landi,“ segir í skýrslunni, sem birtist í fréttabréfi Alþjóðabank- ans. TALSMENN uppreisnarmanna í Zaire létu sér í gær fátt finnast um aukinn alþjóðlegan þrýsting í þá átt að vopnahléi verði nú þegar komið á í borgarastríðinu í landinu. Leiðtogar Afríkuríkja, sem komið höfðu saman í Kenýa til að ræða ástandið í þriðja stærsta landi álf- unnar, endurnýjuðu í gær áskorun um vopnahlé, svo að reyna mætti til þrautar að koma á samningum milli stríðandi fylkinga með það að markmiði að binda enda á ófriðinn. Uppreisnarmenn sögðu að fundir, þar sem fulltrúar þeirra sætu ekki við samningaborðið, væru þýðing- arlausir. Forsetinn fer af sjúkrahúsi Hinn 66 ára gamli forseti Zair- es, Mobutu Sese Seko, sem hefur Mobutu stefnir heim fyrir helgi drottnað yfir landinu í 32 ár, hefur dvalið að undanförnu í Frakklandi til að fá þar framhaldsmeðferð vegna krabbameins í blöðruháls- kirtli. Hann yfirgaf sjúkrahúsið í Mónakó í gærkvöldi. Einkaflugvél forsetans stendur tilbúin til flug- taks á flugvellinum í Nizza og tals- menn hans tilkynntu að hann myndi snúa aftur til heimalandsins fyrir lok vikunnar, til að freista þess að stappa stálinu í stjórnarher- menn í viðureigninni við uppreisn- armenn. Tilraun stjórnarandstöðunnar í Zaire til að velta forsætisráð- herranum Kengo Wa Dondo úr embætti bætti enn á upplausnar- ástandið í landinu. Pólitískir and- stæðingar Kengos samþykktu á þingi í gær að hann bæri að svipta völdum, en talsmenn stjórnarinnar sögðu atkvæðagreiðsluna ólög- mæta. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar sögðu leiðtoga hennar, Eti- enne Tshikeshedi, myndu hefja við- ræður við uppreisnarmenn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Bandaríkjamenn lýstu því yfir í gær, að þeir viðurkenndu eftir sem áður ríkisstjórn Kengos. Ýmis vest- ræn ríki hófu í gær að kanna, hvort ástandið í Zaire kallaði á að ríkis- borgurum þeirra yrði hjálpað til að yfirgefa landið. Um 8.000 Evr- ópubúar og 300 Bandaríkjamenn dvelja nú í Zaire. Talsmaður Jeltsíns Rússlandsforseta um Atlantshafsbandalagið Segir stækkun mestu mistök Vesturlanda Helsinki. Morgunblaðið. STARFSMAÐUR verslunar í miðborg Helsinki hagræðir þjóðfánum stórveldanna tveggja í sýningarglugga í gær. Reuter Evrópusambandið Refsitollur á norskan eldislax Morgunblaðið. Ósló. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, hefur lagt til, að lagður verði 15,7% refsitollur á norskan eld- islax. Þessi ráðstöfun gæti komið til framkvæmda 1. júní næstkomandi, sem mótaðgerð við undirboði Norðmanna á laxi og niðurgreiðslum til at- vinnugreinarinnar í Noregi. Ef til þessa kemur yrði það norskum laxeldisstöðvum al- gert reiðarslag. Hreint fjár- magnstap gæti numið um 8 milljörðum íslenzkra króna. Tveir þriðju hlutar norskrar eldislaxframleiðslu eru seldir á Evrópumarkaði. Sendiherrar Noregs í ESB- ríkjum hafa frest til 7. apríl til að sannfæra þau um að refsitollar á norskan lax væru óréttmætir. SERGEI Jastrsjembskí, talsmaður Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, sagði á blaðamannafundi í Helsinki í gær að fyrirhuguð stækkun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) yrðu „mestu mistök Vesturlanda frá lokum kalda stríðsins". Hann sagði að afstaða Rússa til stækkunar bandalagsins myndi ekki breytast, þrátt fyrir leiðtogafundi, tvíhliða viðræður og samningaum- leitanir. Hins vegar væri leiðtoga- fundur Jeltsíns og Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, sem hefst óformlega í kvöld, mikilvægt skref í samskiptum ríkjanna fram á næstu öld. Jastrsjembskí kom til Helsinki á þriðjudag en Jeltsín og Clinton eru hins vegar væntanlegir til borg- arinnar í dag. Leiðtogafundur þeirra verður haldinn í embættisbústað Finnlandsforseta á föstudag. Jastrsjembskí sagði að þrátt fyr- ir að ljóst væri að NATO myndi ekki hætta við stækkun í austur, yrði Rússum ekki neitað um þann rétt að veija skoðun sína, allt þar tii formleg ákvörðun lægi fyrir. Þetta þykir endurspegla harð- orða yfirlýsingu Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, frá því í fyrradag, um að NATO yrði stækkað með eða án samþykkis Rússa og að þeir fengju ekki að koma í veg fyrir að fyrrver- andi Sovétlýðveldi fengju aðild að NATO. Mikill viðbúnaður er í Helsinki vegna komu leiðtoganna í kvöld. Sjálfir koma þeir með eigin bifreið- ar og lækna, Jeltsín með hjartasér- fræðing og Clinton með sérfræðing í liðböndum. Yfirlæknir eins stærsta sjúkrahúss Helsinki sagði í gær að þar væri allt til reiðu ef eitthvað amaði að leiðtogunum. Jeltsín hefur átt við hjartveiki að stríða og Clinton fór í síðustu viku í uppskurð eftir að hafa slitið lið- bönd í hné. ■ Leiðtogafundurinn/22/34

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.