Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C 66. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Israelar halda áfram framkvæmdum Reuter ÍSRAELSKUR hermaður skýtur táragasi að palestínsk- um mótmælendum í gær. Jarðýtur vinna undir hervernd í SKJÓLI strangrar öryggisgæzlu héldu jarðýtur ísraelsmanna áfram verki sínu á hæð við A-Jerúsalem í gær, þar sem nýtt íbúðarhverfi fyrir gyðinga á að rísa, þrátt fyrir harða andstöðu araba og alþjóðlega fordæmingu. Arababandalagið, samtök 20 arabaríkja, fór í gær fram á tafarlausan fund Öryggis- ráðs SÞ um málið, og skoraði á ráðið að gefa út samþykkt um að stöðva skuli framkvæmdirnar. Yfirmaður ísraelsku lögreglunn- ar lét þau orð falla í gær, að búast mætti við hryðjuverkaárásum á framkvæmdirnar. Palestínumenn efndu til fjölmennra, friðsamlegra mótmælagangna í Jerúsalem og víðar á hernumdu svæðunum. Reuter SKÆRULIÐAR uppreisnarmanna handtaka í Kisangane mann, sem þeir saka um að vera liðsmað- ur stjórnarhers Zaire. Herinn flúði frá borginni um helgina, en með agaleysi og gripdeildum hef- ur stjórnarherinn víða bakað sér óvild almennings. Skæruliðar hafna Rússland í mafíuhöndum Moskvu. Reuter. vopnahlésáskorun Kinshasa.Nairobi.Reuter. BIRT hefur verið bandarísk skýrsla þar sem áætlað er, að meira en 40% efnahagslífsins í Rússlandi séu í höndunum á glæpasamtökum. Talið er, að mafian hafi flutt úr landinu um 3.500 milljarða ísl. kr. frá árinu 1991. Sagt er, að mafían hafi nýtt sér einkavæðinguna í Rússlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. í sumum greinum, til dæmis á neytenda- markaði, í fasteigna- og banka- viðskiptum, sé hlutur mafíunnar raunar miklu meiri en 40%. Höfundur skýrslunnar, Louise Shelley, prófessor í lögum við Ameríska háskólann í Washing- ton, segir, að mafían hafi tryggt sér dijúgan hluta af ríkisfyrir- tækjunum og oft með því að beita hótunum og ofbeldi. Auk þess hafi hún nýtt sér góð sambönd tfið gömlu, kommúnísku yfirstétt- ina og herinn. „Glæpasamtökin fæla burt er- lenda fjárfesta, koma í veg fyrir eðlilega skattlagningu, ráða yfir banka- og fjármálamarkaðinum og kynda almennt undir spill- ingu. Verst af öllu er þó líklega gífurlegur fjárflutningur úr landi,“ segir í skýrslunni, sem birtist í fréttabréfi Alþjóðabank- ans. TALSMENN uppreisnarmanna í Zaire létu sér í gær fátt finnast um aukinn alþjóðlegan þrýsting í þá átt að vopnahléi verði nú þegar komið á í borgarastríðinu í landinu. Leiðtogar Afríkuríkja, sem komið höfðu saman í Kenýa til að ræða ástandið í þriðja stærsta landi álf- unnar, endurnýjuðu í gær áskorun um vopnahlé, svo að reyna mætti til þrautar að koma á samningum milli stríðandi fylkinga með það að markmiði að binda enda á ófriðinn. Uppreisnarmenn sögðu að fundir, þar sem fulltrúar þeirra sætu ekki við samningaborðið, væru þýðing- arlausir. Forsetinn fer af sjúkrahúsi Hinn 66 ára gamli forseti Zair- es, Mobutu Sese Seko, sem hefur Mobutu stefnir heim fyrir helgi drottnað yfir landinu í 32 ár, hefur dvalið að undanförnu í Frakklandi til að fá þar framhaldsmeðferð vegna krabbameins í blöðruháls- kirtli. Hann yfirgaf sjúkrahúsið í Mónakó í gærkvöldi. Einkaflugvél forsetans stendur tilbúin til flug- taks á flugvellinum í Nizza og tals- menn hans tilkynntu að hann myndi snúa aftur til heimalandsins fyrir lok vikunnar, til að freista þess að stappa stálinu í stjórnarher- menn í viðureigninni við uppreisn- armenn. Tilraun stjórnarandstöðunnar í Zaire til að velta forsætisráð- herranum Kengo Wa Dondo úr embætti bætti enn á upplausnar- ástandið í landinu. Pólitískir and- stæðingar Kengos samþykktu á þingi í gær að hann bæri að svipta völdum, en talsmenn stjórnarinnar sögðu atkvæðagreiðsluna ólög- mæta. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar sögðu leiðtoga hennar, Eti- enne Tshikeshedi, myndu hefja við- ræður við uppreisnarmenn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Bandaríkjamenn lýstu því yfir í gær, að þeir viðurkenndu eftir sem áður ríkisstjórn Kengos. Ýmis vest- ræn ríki hófu í gær að kanna, hvort ástandið í Zaire kallaði á að ríkis- borgurum þeirra yrði hjálpað til að yfirgefa landið. Um 8.000 Evr- ópubúar og 300 Bandaríkjamenn dvelja nú í Zaire. Talsmaður Jeltsíns Rússlandsforseta um Atlantshafsbandalagið Segir stækkun mestu mistök Vesturlanda Helsinki. Morgunblaðið. STARFSMAÐUR verslunar í miðborg Helsinki hagræðir þjóðfánum stórveldanna tveggja í sýningarglugga í gær. Reuter Evrópusambandið Refsitollur á norskan eldislax Morgunblaðið. Ósló. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, hefur lagt til, að lagður verði 15,7% refsitollur á norskan eld- islax. Þessi ráðstöfun gæti komið til framkvæmda 1. júní næstkomandi, sem mótaðgerð við undirboði Norðmanna á laxi og niðurgreiðslum til at- vinnugreinarinnar í Noregi. Ef til þessa kemur yrði það norskum laxeldisstöðvum al- gert reiðarslag. Hreint fjár- magnstap gæti numið um 8 milljörðum íslenzkra króna. Tveir þriðju hlutar norskrar eldislaxframleiðslu eru seldir á Evrópumarkaði. Sendiherrar Noregs í ESB- ríkjum hafa frest til 7. apríl til að sannfæra þau um að refsitollar á norskan lax væru óréttmætir. SERGEI Jastrsjembskí, talsmaður Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, sagði á blaðamannafundi í Helsinki í gær að fyrirhuguð stækkun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) yrðu „mestu mistök Vesturlanda frá lokum kalda stríðsins". Hann sagði að afstaða Rússa til stækkunar bandalagsins myndi ekki breytast, þrátt fyrir leiðtogafundi, tvíhliða viðræður og samningaum- leitanir. Hins vegar væri leiðtoga- fundur Jeltsíns og Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, sem hefst óformlega í kvöld, mikilvægt skref í samskiptum ríkjanna fram á næstu öld. Jastrsjembskí kom til Helsinki á þriðjudag en Jeltsín og Clinton eru hins vegar væntanlegir til borg- arinnar í dag. Leiðtogafundur þeirra verður haldinn í embættisbústað Finnlandsforseta á föstudag. Jastrsjembskí sagði að þrátt fyr- ir að ljóst væri að NATO myndi ekki hætta við stækkun í austur, yrði Rússum ekki neitað um þann rétt að veija skoðun sína, allt þar tii formleg ákvörðun lægi fyrir. Þetta þykir endurspegla harð- orða yfirlýsingu Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, frá því í fyrradag, um að NATO yrði stækkað með eða án samþykkis Rússa og að þeir fengju ekki að koma í veg fyrir að fyrrver- andi Sovétlýðveldi fengju aðild að NATO. Mikill viðbúnaður er í Helsinki vegna komu leiðtoganna í kvöld. Sjálfir koma þeir með eigin bifreið- ar og lækna, Jeltsín með hjartasér- fræðing og Clinton með sérfræðing í liðböndum. Yfirlæknir eins stærsta sjúkrahúss Helsinki sagði í gær að þar væri allt til reiðu ef eitthvað amaði að leiðtogunum. Jeltsín hefur átt við hjartveiki að stríða og Clinton fór í síðustu viku í uppskurð eftir að hafa slitið lið- bönd í hné. ■ Leiðtogafundurinn/22/34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.