Morgunblaðið - 20.03.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 20.03.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 23 Stórslys í sprengingu UM 40 manns fórust og 150 slösuðust þegar vopnabúr í borginni Jalalabad í Afganistan sprakk í loft upp í fyrradag. Var um að ræða vopnabirgðir, sem stjórn Taleban-hreyfingar- innar í Kabúl hafði tekið af ýmsum skæruliðahópum og hafði þeim verið safnað saman á lögreglustöð. Eru sjúkrahúsin í borginni yfirfull og skorað var á óbreytta borgara að koma til hjálpar. Dagsverkfall í Rússlandi MÍKHAÍL Shmakov, formaður Samtaka óháðra verkalýðsfé- laga í Rússlandi, sagði í Moskvu í gær, að um sjö millj- ónir manna ætluðu að leggja niður störf í einn dag í næstu viku til að mótmæla því, að margir hafa ekki fengið laun sín greidd mánuðum saman. Stjórnarandstaða kommúnista vonar, að mótmælin verði upp- haf nýrrar atlögu gegn stjórn Borís Jeltsíns en samt hefur stemmningin minnkað mikið vegna þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið á rússnesku stjórninni. Fólki smygl- að til Japans SMYGL á ólöglegum innflytj- endum til Japans hefur stór- aukist og til að bregðast við því hafa stjórnvöld í landinu ákveðið að þyngja refsingar við því úr 18 mánaða fangelsi í 10 ár. Sektir verða einnig stór- hækkaðar. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs handtók lögreglan 581 Kínveija, sem smyglað hafði verið landsins, en allt síðasta ár náðist til 545. Jóhanna af •• Ork fjarlægð CATHERINE Trautmann, borgarstjóri í Strassborg í Frakklandi, hefur látið íjar- lægja um stundarsakir styttu af Jó- hönnu af Örk. Er ástæðan sú, að Þjóð- fylking Jean- Marie Le Pens ætlar að halda flokks- þing í borginni en hún hefur gert Jóhönnu að sameiningar- tákni sínu. Kvaðst Trautmann óttast, að unnar yrðu skemmd- ir á styttunni en andstæðingar Þjóðfylkingarinnar hafa boðað til mótmæla. Hvatt til rannsóknar DICK Spring, utanríkisráð- herra írlands, sagði í fyrradag, að ný rannsókn á atburðum Blóðuga sunnudagsins í Lond- onderry fyrir 25 árum yrði að vera eitt af fyrstu verkum nýrr- ar stjórnar í Bretlandi. Fyrir nokkrum dögum sagði breskur hermaður, sem var í Londond- erry 1972, að þeim hefði verið skipað að skjóta til að drepa og annar sagði, að allt hefði farið úr böndunum hjá breska herliðinu í 15 mínútur. írska stjórnin er að ljúka mikilli sam- antekt á atburðunum í Lon- donderry en þar voru 14 óbreyttir borgarar skotnir. Útgöngubann í Mandalay Rangoon. Reuter. HERSTJÓRNIN í Burma hefur sett á útgöngubann í Mandalay, annarri stærstu borg landsins, eft- ir að þar kom til átaka milli búdda- munka og múslima. Hefur vegar- tálmunum verið komið upp víða í borginni og aðalmarkaðnum lokað. Talsmaður herstjórnarinnar sagði, að búddamunkar hefðu unn- ið skemmdir á nokkrum húsum og moskum eftir að ungur múslimi misþyrmdi stúlku, sem er búdda- trúar. Sagði talsmaðurinn, að óeirðirnar væru runnar undan rifj- um manna, sem vildu valda ókyrrð og koma í veg fyrir inngöngu Burma í ASEAN, Samtök Suðaust- ur-Asíuríkja. Burmastjóm vonast til að fá aðild að þeim á þessu ári. Þúsundir námsmanna tóku þátt í mótmælum gegn herstjórninni í Burma í desember sl. og síðan hafa allir háskólar í landinu verið lokaðir. í Mandalay býr stór hluti búddamunka í landinu og 90% íbú- anna þar eru búddatrúar. Munkar voru framarlega í baráttunni fyrir lýðræði í landinu á árunum 1988 til ’90 en síðan hefur lítið farið fyrir þeim. Hefur þeim verið haldið niðri með hótunum og einnig með því gera sérstaklega vel við æðstu menn í þeirra hópi. Búddamunkar njóta mikillar virðingar í Burma og talið er, að án liðsinnis þeirra verði barátta lýðræðissinna gegn herstjóminni erfiðari en ella. lai® ALLAR G0TUR SIÐAN1925 Skeifunni 11 , sími 588-9890 C-4KLGIH GARY FISHER n> suimnno G CMPSHIFT— & CATEYE® LEMOND' hjálmar . fyrstir og fremstir gírar»bremsur«SPD skör girskiptar og annar gírbúna&ur Ijósabunaður »hraðamælar sporthjól í sérflokki Helstu útsölustaðir: Örninn Reykjavík, Hjólið v/Eiðistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfirði, Pípul.þjónustan Akranesi, Olíufél. útvegsmanna ísafirði, Hegri Sauðárkróki, K.S. Sauðárkróki, Sportver Akureyri, K.Þ. Húsavík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum, Hjólabær Selfossi, Birgir Oddsteinsson Hveragerði, Stapafell Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.