Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 23 Stórslys í sprengingu UM 40 manns fórust og 150 slösuðust þegar vopnabúr í borginni Jalalabad í Afganistan sprakk í loft upp í fyrradag. Var um að ræða vopnabirgðir, sem stjórn Taleban-hreyfingar- innar í Kabúl hafði tekið af ýmsum skæruliðahópum og hafði þeim verið safnað saman á lögreglustöð. Eru sjúkrahúsin í borginni yfirfull og skorað var á óbreytta borgara að koma til hjálpar. Dagsverkfall í Rússlandi MÍKHAÍL Shmakov, formaður Samtaka óháðra verkalýðsfé- laga í Rússlandi, sagði í Moskvu í gær, að um sjö millj- ónir manna ætluðu að leggja niður störf í einn dag í næstu viku til að mótmæla því, að margir hafa ekki fengið laun sín greidd mánuðum saman. Stjórnarandstaða kommúnista vonar, að mótmælin verði upp- haf nýrrar atlögu gegn stjórn Borís Jeltsíns en samt hefur stemmningin minnkað mikið vegna þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið á rússnesku stjórninni. Fólki smygl- að til Japans SMYGL á ólöglegum innflytj- endum til Japans hefur stór- aukist og til að bregðast við því hafa stjórnvöld í landinu ákveðið að þyngja refsingar við því úr 18 mánaða fangelsi í 10 ár. Sektir verða einnig stór- hækkaðar. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs handtók lögreglan 581 Kínveija, sem smyglað hafði verið landsins, en allt síðasta ár náðist til 545. Jóhanna af •• Ork fjarlægð CATHERINE Trautmann, borgarstjóri í Strassborg í Frakklandi, hefur látið íjar- lægja um stundarsakir styttu af Jó- hönnu af Örk. Er ástæðan sú, að Þjóð- fylking Jean- Marie Le Pens ætlar að halda flokks- þing í borginni en hún hefur gert Jóhönnu að sameiningar- tákni sínu. Kvaðst Trautmann óttast, að unnar yrðu skemmd- ir á styttunni en andstæðingar Þjóðfylkingarinnar hafa boðað til mótmæla. Hvatt til rannsóknar DICK Spring, utanríkisráð- herra írlands, sagði í fyrradag, að ný rannsókn á atburðum Blóðuga sunnudagsins í Lond- onderry fyrir 25 árum yrði að vera eitt af fyrstu verkum nýrr- ar stjórnar í Bretlandi. Fyrir nokkrum dögum sagði breskur hermaður, sem var í Londond- erry 1972, að þeim hefði verið skipað að skjóta til að drepa og annar sagði, að allt hefði farið úr böndunum hjá breska herliðinu í 15 mínútur. írska stjórnin er að ljúka mikilli sam- antekt á atburðunum í Lon- donderry en þar voru 14 óbreyttir borgarar skotnir. Útgöngubann í Mandalay Rangoon. Reuter. HERSTJÓRNIN í Burma hefur sett á útgöngubann í Mandalay, annarri stærstu borg landsins, eft- ir að þar kom til átaka milli búdda- munka og múslima. Hefur vegar- tálmunum verið komið upp víða í borginni og aðalmarkaðnum lokað. Talsmaður herstjórnarinnar sagði, að búddamunkar hefðu unn- ið skemmdir á nokkrum húsum og moskum eftir að ungur múslimi misþyrmdi stúlku, sem er búdda- trúar. Sagði talsmaðurinn, að óeirðirnar væru runnar undan rifj- um manna, sem vildu valda ókyrrð og koma í veg fyrir inngöngu Burma í ASEAN, Samtök Suðaust- ur-Asíuríkja. Burmastjóm vonast til að fá aðild að þeim á þessu ári. Þúsundir námsmanna tóku þátt í mótmælum gegn herstjórninni í Burma í desember sl. og síðan hafa allir háskólar í landinu verið lokaðir. í Mandalay býr stór hluti búddamunka í landinu og 90% íbú- anna þar eru búddatrúar. Munkar voru framarlega í baráttunni fyrir lýðræði í landinu á árunum 1988 til ’90 en síðan hefur lítið farið fyrir þeim. Hefur þeim verið haldið niðri með hótunum og einnig með því gera sérstaklega vel við æðstu menn í þeirra hópi. Búddamunkar njóta mikillar virðingar í Burma og talið er, að án liðsinnis þeirra verði barátta lýðræðissinna gegn herstjóminni erfiðari en ella. lai® ALLAR G0TUR SIÐAN1925 Skeifunni 11 , sími 588-9890 C-4KLGIH GARY FISHER n> suimnno G CMPSHIFT— & CATEYE® LEMOND' hjálmar . fyrstir og fremstir gírar»bremsur«SPD skör girskiptar og annar gírbúna&ur Ijósabunaður »hraðamælar sporthjól í sérflokki Helstu útsölustaðir: Örninn Reykjavík, Hjólið v/Eiðistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfirði, Pípul.þjónustan Akranesi, Olíufél. útvegsmanna ísafirði, Hegri Sauðárkróki, K.S. Sauðárkróki, Sportver Akureyri, K.Þ. Húsavík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum, Hjólabær Selfossi, Birgir Oddsteinsson Hveragerði, Stapafell Keflavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.