Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 20.03.1997, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 Voryprurnar frá eru komnar. Verðdæmi: Jakkar frá kr. 5.900. Buxur frá kr. 1.690. Pils frá kr. 2.900. Blússur frá kr. 2.800. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. KYNNING sokkabuxurM, OROBLu'sok^^^^ fimmtudaginn 20. mar kl. 14:00 -18.00 APÓTEK GARÐABÆJAR Hrísmóum 2, Garðabæ, s. 565 1321. : :■ v/Nesveg, Seltjarnarnesi Sími 551 1680. I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Með morgun kaffinu HANN hefur verið svo duglegur síðan hann datt á höfuðið að ég hef ekki getað hugsað mér að hringja á iækni. VIÐ getum orðað þetta þannig: Ekki vildi ég vera í þínum sporum. Góð reynsla af Hörðuvöllum VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: „Mig langar að leggja örlítið orð í belg í sam- bandi við málið á leikskól- anum á Hörðuvöllum. Ég ætla ekki að ræða það sem gerðist, ekki að af- saka eða ákæra, til þess veit ég of lítið um málið. Ég ætla aðeins að segja frá minni reynslu af leik- skólanum. Ég hef átt þarna 2 bamaböm, annað þeirra að mestu alið upp hjá okkur hjónum, var á Hörðuvöllum í 4 ár fyrir 12-16 árum, og hitt er að hverfa þaðan í vor eft- ir 4 ára dvöl þar. Við hjón- in og foreldrarnir svo og bæði börnin hafa verið mjög ánægð með dvölina á Hörðuvöllum. Börnin sæl og ánægð, róleg og í góðu jafnvægi og lært mikið og þroskast vel. Ég á líka 8 ára gamla frænku sem þama var í nokkur ár og bæði hún og foreldr- arnir vom mjög ánægð, bar aldrei skugga á. Og aldrei, hvorki fyrr né síð- ar, hef ég heyrt óánægju- raddir með leikskólann. Mig langar til að koma þessu á framfæri vegna þess að mér fínnst fólk svo miklu duglegra að tíunda það sem miður fer heldur en hitt sem vel er gert. Með bestu kveðju." Asthildur Olafsdóttir, Tjarnarbraut 13, Hf. Skattlagning á börnura ÉG get ekki orða bundist varðandi fjármagnstekju- skattinn margfræga. Son- ur minn átta ára gamall var að láta eyðileggja sparisjóðsbókina sína um daginn. Þetta eru pening- ar sem amma og afi hafa verið að lauma í baukinn og afmælisgjafir. Af þess- um aurum drengsins var tekinn flármagnstekju- skattur. Þegar skattleggja átti blaðburðarbörn var sagt: Svona gera menn ekki. Ég vil bara endur- taka þessi orð. Ég hef aldrei talið eftir mér að borga skatta, en þegar ríkissjóður er kominn með skattakrumluna ofan í sparibauka barnanna þá er mér nóg boðið. Andrea Arna Gunnarsdóttir. Tapað/fundið Seðlaveski tapaðist SVART seðlaveski tapað- ist í eða við Sundhöllina við Barónsstíg. Uppl. hjá Gulla í síma 563-2490 til kl. 16 eða í síma 561-2187. Sjómenn koma að landi Víkveiji skrifar... Morgunblaðið birtir iðulega fréttir af dómsmálum. Blaða- menn hafa ágæta þjálfun í að lesa úr flóknum dómum, sem stundum eru skrifaðir á tungumáli, sem erf- itt er að átta sig á. Nýlega féll dómur í máli, sem snerist um umfangsmikinn fjár- drátt og skrifaði einn blaðamanna blaðsins frétt. Það gekk ágætlega, en að vísu vafðist ein setning í dóminum verulega fyrir honum. Það kom svo sem ekki að sök, þar sem hún skipti ekki sköpum um niðurstöðuna, en svona var þessi ágæta setning: „Refsing ákærðu verður ákveðin með hliðsjón af því, að brot hennar er sérlega stór- fellt, en um er að ræða framhald- andi röð samkynja fjárdráttar- athafna, framið kerfisbundið, m.a. með ýmsum rangfærslum í bókhaldi og stóð yfir í fjögur og hálft ár.“ Lesendur geta svo spreytt sig á að skilja hvað átt er við með „framhaldandi röð sam- kynja fjárdráttarathafna“. xxx Víkverji viðraði fyrir skömmu áhyggjur sínar af túlkun í dómssal, í framhaldi af skýrslutöku af þýskum skipstjóra Víkartinds í sjóprófum. Gerði Víkveiji athuga- semdir við, að skort hefði á íslensk- an orðaforða túlksins. Jón Finn- björnsson, dómarafulltrúi sem situr í forsæti dómsins, hafði samband við Víkvetja og tjáði honum að þýðingin hefði verið mjög skilmerki- leg, þrátt fyrir að túlkinn hefði ein- staka sinnum skort tækniorð og ef til vill rekið örlítið í vörðurnar á íslenskunni, sem eðlilegt væri þar sem túlkurinn væri ekki íslenskur. Sjálfur væri hann mjög sáttur við störf hans, auk þess sem þinghald- ið hefði verið hljóðritað og ummæli skipstjórans því öll til hljóðrituð, ef eitthvað færi milli mála. Víkveiji fagnar athugasemd dómarans. Skrif Víkveija voru ekki ætluð til að varpa rýrð á einstakling, held- ur aðeins að velta fyrir sér nauðsyn nákvæmrar og góðrar túlkunar. Því er ánægjulegt að fá staðfestingu dómarans á, að vel sé að slíkum hlutum gætt. xxx LANDSBYGGÐARBLÖÐ hafa átt á brattann að sækja und- anfarin misseri, m.a. vegna aukinn- ar skattheimtu. Enn eru þó gefin út nokkur góð landsmálablöð og sum framúrskarandi. Að mati Víkveija er blaðið Frétt- ir í Vestmannaeyjum besta lands- málablaðið sem gefið er út um þess- ar mundir. Það er efnismikið blað sem er með snörp tök á fréttum og býður oft upp á góð viðtöl. Bæjarins besta á ísafirði kemur næst á eftir Fréttum. Víkveiji sakn- ar blaða sem lagt hafa upp laup- ana, s.s. Skagablaðsins á Akranesi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.