Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ráðinn til Skjá- varps ÁGÚST Ólafsson, útibússtjóri íslenska útvarpsfélagsins á Egilsstöðum og fréttamaður Stöðvar 2, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skjávarps hf. á Höfn í Hornafirði. Sig- urður Mar Halldórsson Ijós- myndari, kvikmyndatökumað- ur Stöðvar 2 á Egilsstöðum, hefur einnig ráðið sig hjá Skjávarpi. Skjávarp hefur um nokk- uiTa ára skeið rekið upplýs- ingasjónvarp á Hornafirði, með skjáauglýsingum, til- kynningum og útsendingu bæjarstjórnarfunda og annars efnis. Ákveðið hefur verið að setja upp 25 slíkar stöðvar víðsvegar um landið á næstu vikum og mánuðum og mun Ágúst stjóma þeirri uppbygg- ingu. Þegar hefur verið settur upp sendir á Seyðisfírði. „Það var ekki á dagskrá hjá mér að flytja en ég fékk spennandi atvinnutilboð sem ég ákvað að taka. Það eru spennandi hlutir að gerast í upplýsingatækni á Horna- firði,“ segir Ágúst. Aðalbjörn Sigurðsson, fyrr- verandi ritstjóri Austurlands í Neskaupstað, mun taka við starfi Ágústs á Egilsstöðum. FRÉTTIR Þing norrænna þvagfæraskurðlækna og hjúkrunarfræðinga Ný meðferð við krabba- meini í þvagblöðru kynnt JOHN A. Heaney, sérfræð- ingur í krabbameini í þvag- blöðru, kynnti nýjan meðferð- armöguleika við þessum sjúk- dómi á þingi norrænna þvag- færaskurðlækna sem lauk í gær. Heaney, sem er prófessor og deildarforseti þvagfæra- fræðideildar Læknaskólans í Dartmouth, New Hampshire, tjáði Morgunblaðinu að með þessari nýju meðferð væri í mörgum tilvikum hægt að komast hjá skurðaðgerð þar sem þvagblaðran er numin brott, en það mun vera sú meðferð sem almennt er beitt í dag. Nýjungin sem Heaney kynnti felst í blöndu af geisla- og efnameð- ferð og gerir hún mönnum kleift að vinna bug á krabbameininu án þess að þvagblaðran sjálf skemmist. Áuk þessarar kynningar flutti Heaney fyrirlestur sem fyrst og fremst var ætlaður þeim hjúkrunar- konum sem sóttu þingið. Fjallaði hann þar aðallega um mikilvægi þess að gott samstarf næðist milli þeirra hjúkrunarfræðinga og lækna sem annast sjúklinga sem þjást af krabbameini í þvagblöðru. Sagði hann að þessir hópar ættu ekki að vera í samkeppni hvor við annan, John A. Aizid I. Heaney Hashmat heldur bæri þeim að líta á sig sem eina heild. Óljóst hvað veldur sístöðu Fjöldi annarra fyrirlestra var fluttur á þinginu í gær og má þar nefna erindi Aizid I. Hashmat, deild- arforseta þvagfæradeildar Brook- lyn-sjúkrahússins, um sístöðu og meðferð við henni. Hashmat hefur fengist við rannsóknir á sístöðu um 30 ára skeið og sagði í samtali við Morgunblaðið að hún væri algeng- ara vandamál en margur hygði, enda þótt um tiltölulega sjaldgæfan sjúkdóm væri að ræða. Kvað hann sístöðu vera afskaplega hvimleiðan sjúkdóm sem gæti haft mikil áhrif á líf þeirra sem af honum þjást, sem og nánustu að- standenda þeirra. Auk þessa mun oft vera erfitt að kveða sí- stöðuna niður og getur hún leitt til getuleysis. Að sögn Hashmat er ekki með öllu ljóst hvað veldur sí- stöðu. „Við teljum líklegt að lífefnafræðileg ferli í líkaman- um liggi þarna að baki. Ákveð- in ensím í getnaðarlimnum valda stinningu og svo virðist sem framleiðsla þeirra sé of mikil í þeim sjúklingum sem þjást af sístöðu. Þó er ekki hægt að útiloka aðra mögu- leika, svo sem erfðafræðilega þætti, en sístaða er einna algengust hjá ákveðnum kynþáttum, svo sem blökkumönnum, þótt hún finnist vissulega líka í öðrum kynþáttum," sagði Hashmat og bætti við að rann- sóknir hans beindust nú mikið að því að finna svar við þessari gátu. Hashmat sagði meðferð við sístöðu m.a. felast í því að sjúklingum væri gefið lyfið digoxen, sem dregur sam- an vöðvana í getnaðarlimnum. Sagð- ist hann þó telja betri meðferð sem sjúklingarnir sjá að miklu leyti um sjálfir, en þá er þeim útvegaður bún- aður þannig að þeir geti sprautað sig með lyfi sem dregur úr stinningu. Fyrsta vottun á ís- _ lenskum sjávargróðri Lífræn fram- leiðsla hjá Þörungaverk- smiðjunni TIL stendur að veita Þörunga- verksmiðjunni hf. á Reykhólum sérstaka viðurkenningu um að starfsemin sé lífrænt vottuð og mun stjórn verksmiðjunnar taka á móti viðurkenningunni á aðalfundi Þörungaverksmiðjunnar hinn 14. júní nk. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskar afurðir unnar úr sjávargróðri hljóta þá viður- kenningu að vera lífræn fram- leiðsla. í fréttatilkynningu frá Þörunga- verksmiðjunni segir að þetta sé staðfesting þess að fyrirtækið upp- fylli alþjóðlegar kröfur um sjálf- bæra nýtingu auðlinda, aðgrein- ingu hráefna, rekjanleika afurða og varnir gegn mengun. Fyrirtækið búi vel að náttúruauðæfum Breiða- fjarðar og 25 ára reynsla verk- smiðjunnar af öflun sjávargróðurs og rannsóknarvinnu vísindamanna geri það kleift að afla þangs og þara í ómenguðu umhverfi án þess að ganga á auðlindir. Það er Vottunarstofan Tún ehf. sem vottar framleiðslu Þörunga- verksmiðjunnar hf. Stofan er með- al annars eftirlitsaðili fyrir banda- rísku vottunarstofuna Quality Ass- urance Intemational (QÁI). Morgunblaðið/Árni Sæberg LÍNEY Símonardóttir, Þórunn Kjartansdóttir, Bjarni Torfason og Ásvaldur Kristjánsson skoða nýja hjarta- leysitækið á hjarta- og lungnaskurðdeild Landsspftalans þegar tækið var afhent í vikunni. Ný von fyrir krans- æðasjúklinga Norræna hjartalæknaþingið í Reykjavík Mikið hefur áunnist en stríð- inu er ekki lokið LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga afhentu hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans leysigeislatæki að gjöf í vikunni. Var tækið keypt fyrir söfnunarfé sem fyrirtæki, félög og einstaklingar létu af hendi rakna. Gjöfin var til minningar um Sigurð Helgason, fyrrverandi formann samtakanna, og Jón Júlíusson, fyrr- verandi varaformann. Bjarni Torfason, yfirlæknir á hjartaskurðdeild, segir að með tæk- inu sé hægt að beita alveg nýrri meðferð sem komi til með að nýtast nýjum sjúklingahópi. Þeir sjúklingar sem nú fá ekki fullnægjandi bata með hefðbundnum meðferðum gætu nú eygt von um lausn á sínum vanda. Þessir sjúklingar eigi við erfiðan sjúkdóm að stríða og hafa sumir hverjir verið meðhöndlaðir með hjartaskurði eða blæstri, nema hvort tveggja sé, og þá ítrekað. „Mörgum hefur verið sagt að ekki sé hægt að gera meira fyrir þá,“ segir Bjami Með tækinu er ljós notað til að bora göt í gegnum hjartavöðvann. Þessi leysimeðferð minnkar verkinn fyrir brjóstinu og gerir vöðvann starfhæfari. Það er ekki enn vitað nákvæmlega hvernig meðferðin ger- ir þetta að verkum en hún er mikið rannsökuð í dag, segir Bjami. „Von er á splunkunýjum rannsóknum sem styðja ágæti aðferðarinnar.“ Búið er að gera 2.500 tO 3.000 svona aðgerðir i heiminum. Mest hefur verið um þessar aðgerðir í Bandaríkjunum, segir Bjami, en einnig nefnir hann Þýskaland og t.d. Noreg. Þess má geta að í Noregi hafa verið gerðar miklar rannsóknir á þessum aðgerðum og þaðan er að vænta niðurstaðna innan tíðar. Kærkomið meðferðarúrræði „Tækið er tilbúið til notkunar. Við höfum hæft starfsfólk sem hefur þá þekkingu sem til þarf til að beita þessari meðferð,“ segir Bjarni. Hann vill hins vegar taka það fram að hvem sjúkling þarf að skoða vandlega og meta hvort meðferðin henti honum eða ekki. Þetta er ekki hættulaus aðgerð en Bjarni bendir á að margir þessara sjúklinga eru í lífshættu og líða kvalir vegna verkja fyrir brjósti. „Þetta er kærkomið meðferðarúr- ræði í þeirri flóðbylgju kransæða- sjúkdóms sem nú geisar í heimin- um,“ segir Bjarni. Hann tekur fram að auka þurfi mjög meðferð kransæðasjúklinga í framtíðinni og hlúa vel að þeim. Vegna mikilla tækniframfara lifi fólk lengur með sjúkdóma sem áður vom banvænir, en þetta kalli á að þessum sjúkling- um sé áfram sinnt mjög vel. Færri deyja nú af völdum kransæðasjúk- dóma á íslandi en það er vegna þess að sjúklingar í lífshættu vegna kransæðasjúkdóms, fá öfluga með- ferð í formi skurðlækninga eða blásturs. „Slíkar meðferðir þarf enn að efla í framtíðinni," sagði Bjarni og vildi koma á framfæri þakklæti til Landssamtaka hjartasjúklinga og allra þeirra sem lögðu sitt að mörk- um við kaup á tækinu. EUGENE Braunwald, prófessor í Boston í Bandaríkjunum, hélt heið- ursfyrirlestur á norrænu þingi hjartalækna í Reykjavík. Fyrirlest- ur hans nefndist, Þróun hjarta- lækninga á næstu öld. Braunwald er talinn einn þekktasti hjartalækn- ir heims og er í hópi þeirra manna sem hvað mestan þátt hafa átt í þróun nútíma hjartalækninga. í fyrirlestri sínum rakti Braunwald sögu hjartalækninga á þess- ari öld og spáði fyrir um þróun á næstu öld. Hann skipti sögunni í fjögur tímabil, fyrsta hjartasjúkdómafarald- urinn, tíma uppgötv- ana og sigra, bakslagið og loks framtíðina. Hann áréttaði í fyrir- lestri sínum að þrátt fyrir fjölda uppgötvana í greininni og gífurleg- an árangur á síðustu árum, sé mikilvægt að halda vöku sinni því stríðinu við hjartasjúkdóma sé hvergi nærri lokið. I framtíðinni verði hlutverk erfðavísinda í hjartalækningum mjög stórt og menn horfi spenntir til þess starfs sem fram fer hér á landi í erfðarannsóknum. í samtali við Morgunblaðið sagðist Braunwald hafa reynt að gera grein fyrir helstu atriðum í þróun hjartalækninga á þessari öld. Um árið 1950 var hægt að rekja nær helming allra dauðsfalla í Banda- ríkjunum til hjartasjúkdóma en svo hafði ekki verið í byijun aldarinnar. Þetta kallaði Braunwald fyrsta tímabilið. Annað tímabilið var blómatími rannsókna og uppgötv- ana. Á þriðja tímabilinu sagði Braunwald að fólk hefði orðið fyrir áfalli: ,Að komast að því að heildar- fjöldi dauðsfalla af völdum hjarta- sjúkdóma í heiminum færi í reynd vaxandi en ekki minnkandi,“ sagði Braunwald. Ástæðuna fyrir þessu sagði Braunwald vera stóraukinn fjölda fólks sem kemst á þann aldur sem er líklegur hjarta- sjúkdómaaldur. „Þrátt fyrir allan þennan fjölda uppgötvanna og framfara er líklegt að við lifum aftur öldu dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma," sagði Braunwald. Þetta er að byija segir hann og innan tveggja áratuga verða hjartasjúkdómar orðnir algengasta dán- arorsökin á ný. Erfðafræði í lykilhlutverki í lok fyrirlestrarins viðraði Braunwald hugmyndir sínar um hvað hægt væri að gera í framtíð- inni, á fjórða tímabilinu. „Ef satt skal segja er ég fremur bjartsýnn. Góðu fréttirnar eru þær að erfða- vísindunum fleygir fram og kannski munum við geta gert erfðarann- sóknir á öllum, ekki bara ákveðnum hóp manna,“ sagði Braunwald. Hann segir að hægt verði að koma í veg fyrir sjúkdóma sem ganga í erfðir. Það þýddi að vita þyrfti allt um erfðafræði hvers nýfædds barns og þau hlytu mjög mismun- andi meðferð eftir því hvernig erfð- ir þeirra væru. Hann segh' að erfðafræðin muni gegna lykilhlut- verki í meðferð hjartasjúkdóma í framtíðinni og er mjög spenntur fyrir þeim erfðarannsóknum sem fara fram hér á landi. Eugene Braunwald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.