Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ >___________________________________ FÓLK í FRÉTTUM Ofurvenjuleg kvikmyndastjarna NÝJASTA kvikmynd Juliu Roberts, með í „handritinu" því einn matargest- % „Notting Hill“, segir frá bókabúðareig- anda í London, sem leikinn er af Hugh . Grant. Hann hittir kvikmyndastjörnu, sem Roberts leikur, og fella þau hugi saman. Kvennablaðið Marie Claire hefur gaman af að sviðsetja sniðugar uppá- komur fyrir lesendur sína og í næsta tölublaði verður fjallað um matarboð sem tímaritið hélt fyrir vinahóp nokkurn. Þangað var Roberts líka boðið og átti hún bara að setjast meðal gest- anna eins og ekkert væri, í anda kvik- myndarinnar „Notting Hill“ þar sem heimsfræg kvikmyndastjama fer allt í 1 einu að blanda geði við „venjulegt" fólk. En í matarboði Marie Clare gerðist nokkuð sem ekki var alveg reiknað anna þekkti ekki Roberts. „Við hvað starfar þú?“ spurði konan og Roberts svaraði og sagðist vera leikkona. „Get- ur verið að ég hafi séð eitthvað sem þú hefur leikið í?“ spurði konan og Ro- berts svaraði „Hvað segirðu um Pretty Woman?“ Þá uppgötvaði konan við hverja hún var að tala og unnusti hennar byijaði að afsaka hana og sagði að hún væri mjög ómannglögg og að Roberts skyldi alls ekki taka þessu persónulega. Hún sagðist alls ekki gera það og að henni fyndist ekkert fáránlegt þó ein- hver þekkti hana ekki. Þegar hún hitti fólk heilsaði hún og kynnti sig eins og allir aðrir og segði „Gaman að hitta þig, ég heiti Júlía.“ JULIA Roberts og Hugh Grant í myndinni Notting Hill, Slitsterkir - Mjúkir - Þrifalegir Sommer - gæðagólf 5 ára ábyrgð Verð frá 590 m é'rtu að byggja-Þarftu að bœta-viltu breyta íttu inn - það hefur ávallt borgað sig! Takið málin með það flýtir afgreiðslu! Góð greiðslukjör! Raðgreiðslur til allt að 36mánaða Vegna breytinga bjóðum við alla Sommer heimil í 2, 3 og 4m breidd með einstökum afslætti MYNDBÖND Lífið eftir dauðann Hvaða draumar okkar vitja (What Dreams May Come)_ Drama/fantasía Framleiðsla: Stephen Simon og Bar- net Bain. Leikstjórn: Vincent Ward. Handrit: Ron Bass. Kvikmyndataka: Eduardo Serra. Tónlist: Michael Ka- men. Aðalhlutverk: Robin Williams, Annabella Sciorra og Cuba Gooding jr. 113 min. Bandarísk. Háskólabíó, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Hin sígilda spuming um hvað bíður okkar eftir andlátið er efniviður þess- arar góðu kvikmyndar. Mörg stór- menni bókmennU anna hafa spreytt sig á að lýsa hug- myndum sínum um þennan end- anlega leyndar- dóm mannsins og þar er Dante Alighieri fremst- ur í flokki. Andi hans svífur aug- sýnilega yfir vötnum hér, þótt hugmyndafræðin hafi verið færð til nútímahorfs og heimamir að handan séu ekki eins þaulskipulagðir og flóknir og þeir sem lýst er í „Gleðileiknum". Tækninýjungar í myndvinnslu eru nýttar á smekklegan og hugmynda- auðugan hátt þannig að úr verður sannkölluð veisla fyrir augað, sem reyndar rýmar óskaplega við að flytj- ast frá breiðtjaldinu á sjónvarpsskjá- inn. Rót frásagnarinnar er hrífandi ástarsaga og saman við hana fléttast mikið fjölskyldudrama, sem hefði orð- ið hrikalega þungt í vöfum í annars konar kvikmynd. En vegna eðlis sög- unnar sleppur myndin vel frá fjöl- mörgum tilfinningavellugildrum og viðheldur hugljúfum og góðlátlegum anda út í gegn. Leikur, leikstjóm, handrit, útlit og tæknivinna er allt til íyrirmyndar og útkoman einhver mest heillandi fantasía sem kvik- mynduð hefur verið lengi lengi. Guðmundur Ásgeirsson Fjölskylda í vanda ísing (The Ice Storm)____________ Drama ★★★!4 Leiksljórn: Ang Lee. Aðalhlutverk: Kevin Kline, Joanne Allen og Sigour- ney Weaver. 108 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd, júní 1999. Aldurs- takmark: 12 ár. Taívanski leikstjórinn Ang Lee á að baki fáar en frábærar kvikmynd- ir, bæði í heimalandi sínu, Englandi og Bandaríkjun- um. „The Ice Storm“ er yfir- burða fjölskyldu- drama sem tekur á viðkvæmum málum eins og kynlífi, ást, tryggð, lífi og dauða. Frásögnin er hæglát en grípandi. Persón- ur, jafnt sem sagan í heild, eru frá- bærlega skrifaðar. Leikstjórn, tækni- og útlitsvinna leggjast á eitt við að skapa eftirminnilega kvimynd sem vekur ótal spurningar. Leikarar em allir í sérflokki og skila hlutverk- um sínum eins og best verður á kos- ið. Óvenjusterkur heildarsvipur ein- kennir myndina. Bygging sögunnar rís rólega, en jafnt og þétt, þar til ótrúlegri spennu er náð. Tónlistin er ágeng og allt að því troflandi, en í fullkomnu samræmi við stígandi myndarinnar. „The Ice Storm“ er einn af þessum gullmolum sem láta lítið yfir sér, en sitja því fastar eftir. Guðmundur Ásgeirsson ROBIN WILLIAMS „WHAT Dreamsmay ÍSr COME Hvmía Dsaumar Okkax VnjA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.