Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 41 Hækkandi kostnaðarliðir. Reuters Borgað fyrir að reykja ekki? Morgunblaðið. Kaupmannahöfn. DANSKA ríkið hefur mikinn kostn- að af reykingum, svo það er til mikils að vinna að fá ungt fólk til að hætta að reykja. Svo mikils að réttlætan- legt væri að ríkið verðlaunaði krakka í reyklausum efstu bekkjum grunn- skólans með fimm þúsund krónum, ríflega fimmtíu þúsund íslenskum á ári fyrir að reykja ekki. Hugmyndin kemur frá hugmynda- hóp vikuritsins Mandag Morgen. Samkvæmt útreiknum hans kostaði það 300 milljónir danskra á ári, rúma þrjá miiljarða íslenskra króna, ef all- ir í efstu bekkjunum hættu að reykja og fengju greiðslu. Þetta mætti fjár- magna með fimm prósenta hækkun tóbaksgjalds. Lífslíkumar styttast Hugmyndabankinn bendir á mik- inn og vaxandi kostnað vegna reyk- inga, en í hópi Norðurlandaþjóða eru Danir að verða þeir reykglöðustu og þeir eru eina Norðurlandaþjóðin, þar sem lífslíkurnar styttast. Því sé nauðsynlegt að grípa til kröftugra ráða og þá vænlegast að snúa sér til ungs fólks og fá það til að breyta reykingavenjum sínum. Kannanir sýna að um þriðjungur krakka í efstu bekkjum grunnskól- ans reykir. Bent er á að á þessum aldri skipti hópþrýstingur mestu og litt þýði fyrir eldra fólkið að prédika yfir krökkunum. Peningatilboð gæti ýtt undir löngunina til að hætta að reykja og reynsla frá Bandaríkjun- um mun sýna að þetta ráð dugi oft vel, en þar hefur það meðal annars verið notað til að fá böm og unglinga til að grennast. Skynsamlegt að verðlauna skynsemi? í samtali við danska útvarpið sagði Carsten Koch heilbrigðisráð- herra hugmyndina um áþreifanlega umbunun athyglisverða, þó það geti haft óheppilegar afleiðingar að ætla að fara að borga ungu fólki fyrir skynsamlega hegðun, auk þess sem upphæðin væri of há. Betra væri að umbuna reyklausum bekkjum með ferðalagi eða bekkjapartíi, enda gæti bein umbunun skapað óheppilegan hópþrýsting. Þegar fréttamaður spurði nokkra nemendur í framhaldsskóla hvað þeim þætti sagði einn að þjóðfélagið ætti ekki að skipta sér af hvort fólk reykti, en öðrum þótti þetta snjöll hugmynd til að ýta við krökkum að hætta. Farsímar valda Bretum áhyggjum The Daily Telegraph. MIKIL umræða hefur verið í Bretlandi um hugsanlega skaðsemi farsíma vegna frétta um tvær nýjar rannsóknir, sem benda til þess að mikil farsímanotkun kunni að auka likurnar á heilaæxli. Umræðan hefur meðal ann- ars orðið til þess að öryggis- sérfræðingar lögreglunnar í Lundúnum hafa ráðlagt starfsmönnum hennar að nota ekki farsíma lengur en í fimm mínútur í senn nema brýn nauðsyn beri til. Þeim sem þurfa að nota farsímana leng- ur var ráðlagt að nota stök heyrnartól í stað sfmtækja með sambyggt tal- og heyrn- artól. Nokkrir vísindamenn höfðu varað við því að örbylgjugeisl- un frá slfkutn sfmtækjum gæti hitað heilann og hugsanlega skaðað taugakerfið. Samkvæmt nýlegri könnun hafa rúmlega 40% breskra far- sfmanotenda áhyggjur af hugs- anlegri skaðsemi farsíma. Áhyggjur Breta mögnuðust um allan helming á dögunum þegar JBBC-sjónvarpið sýndi heimildar- mynd þar sem skýrt var frá • rannsóknum tveggja vísinda- manna sem bentu til þess að tengsl gætu verið milli farBÍma- notkunar og heilaæxla. Aðeins vísbendingar Vísindamennirnir tveir - sænski krabbameinsfræðingur- inn Lennart Hardell og Banda- Reuters Við suðumark. rfkjamaðurinn George Carlo - viðurkenndu að vísbendingar rannsóknanna væru engar óyggjandi sannanir fyrir skað- semi farsfma en hvöttu fólk til að nota þá eins lftið og kostur er þar til afdráttarlausar niður- stöður ítarlegri rannsókna liggja fyrir. Rannsókn Hardells benti til þess að þeir sem nota farsíma séu 2,5 sinnum líklegri til að fá heilaæxli en aðrir. Geislavarna- nefnd bresku sljómarinnar (NRPB) sagði rannsóknina skorta „tölfræðilega ná- kvæmni". Hósti og uppgangur? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Loftskipti iungnanna Spurning: Undanfarnar vikur hef ég hóstað upp úr mér ljósu slími, en er þó hvorki kvefaður né með inflúensu, a.m.k. er ég hitalaus. Síðustu daga hef ég einnig fundið fyrir vægum verk fyrir brjóstinu. Gæti þetta staf- að af reykingum? (Eg reyki u.þ.b. einn pakka af sígarettum á dag og hef gert í mörg ár). Er ástæða til að leita læknis út af þessu, eða jafnvel fara í lungna- skoðun? Svar: Full ástæða er til að fara til læknis og láta athuga málið. Þetta gæti verið eitthvað sárameinlaust en gæti einnig verið t.d. lungnaþemba sem lýs- ir sér með mæði og hósta. Lungnaþemba kemur ekki skyndilega heldur er sjúkdóm- urinn að þróast í fjölda ára eða jafnvel áratugum saman. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungna- þemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyrir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi loft- tegundir eða ryk. Sumir af þeim sem fá lungnaþembu hafa verið með langvarandi berkju- bólgu, sem oft hefur staðið ár- um saman. Fáeinir sjúklingar með lungnaþembu eru með arfgenga tegund sjúkdómsins og sú tegund getur byrjað á unga aldri. Mikill meirihluti sjúklinga með lungnaþembu er karlmenn en konur sækja stöðugt á og er þar líklega um að kenna minnkandi mun á reykingum kynjanna. Loftskipti lungnanna fara fram í lungnablöðrunum sem eru örsmáar en smæð þeirra gerir heildaryfirborðið stórt. Við lungnaþembu springa þess- ar blöðrur og renna saman í stærri blöðrur en við það minnkar yfirborðið, loftskipti lungnanna versna og viðkom- andi verður móður við minnstu áreynslu. Lungnaþemba er algengur sjúkdómur, einkum hjá reyk- ingamönnum og miðað við er- lendar tölur má gera ráð fyrir að allt að 2000 íslendingar þjá- ist af þessum sjúkdómi. Þegar lungnablöðrurnar springa og Lungna- þemba renna saman er um að ræða varanlegar skemmdir sem ekki er hægt að lækna og ekki lagast með neinum þekktum aðferð- um. Það sem hægt er að gera er að reyna að koma í veg fyrir að ástandið versni og úr verði lungnabilun. Það sem skiptir langmestu máli er að þeir sem reykja hætti því án tafar. Þeir sem vinna við ertandi loftteg- undir eða ryk verða að fá sér aðra vinnu og allir ættu að forðast loftmengun eftir mætti. Sumir hafa gagn af berkju- víkkandi lyfjum eins og þeim sem notuð eru við astma og gefa þarf sýklalyf við fyrstu merki um bakteríusýkingu í öndunarfærum. Sjúklingarnir ættu einnig að fá bólusetningar gegn inflúensu og lungna- bólgubakteríum. Þeir ættu að stunda almennt heilsusamlegt líferni með reglulegri líkams- rækt, hollum mat og góðum svefni. Þessar ráðstafanir geta hamlað framgangi sjúkdómsins og bætt líðan sjúklinganna verulega. Aldraðir sjúklingar með mikla lungnaþembu og lungna- bilun geta þurft súrefnisgjöf til að h'ða sæmilega. Talsvert er gert af lungnaígræðslum í sjúk- linga með lungnabilun og fer ár- angur slíkra aðgerða stöðugt batnandi. Einnig er verið að gera tilraunir með ýmiss konar skurðaðgerðir til að bæta ástand sjúklinga með lungna- þembu og lofa sumar þessara aðgerða góðu. Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt Vikulok, Morg- unblaðið, Kringlan 1, Fax: 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com Geröu garðinn þinn enn fallegri Fjölbreytt úrval af faUegum: Sumarblómum Fjölærum ptöntum Skrautrunnum og trjám Garðrósum Matjurtum NYR PLONTULISn GRÓÐRARSTÖÐIN Veríð velkomin GRÓÐRARSTÖÐIN ST*RÐ Furugeröi 23, Reykjavlk slmi 553 4122, fax 568 6691 Dalvegi 30 - Kópavogur slmi 564 4383 - fax 568 6691 Opiö: Opiö: ménud. til laugard. 9 -20 manud. fil laugard. 9 -20 sunnudaga 9-19 sunnudaga 10-19 þráðlausum símum Tilboðið gildir til og með 30.júní eða á meðan birgðir endast. Hagenuk Dect fer. 9.900,- 1 Walk&Talk 1155 fer. 12.900,- með númerabirti Telia Contur 22 fer. 7.900,- Ericsson 120 Dect fer. 14.900,- SÍMINN www.simi.is Ármúli 27 • Kringlan Landssímahúsið v/ Austurvöll Síminn Internet • ísafjörður • Sauðárkrókur Akureyri • Egilsstaðir • Selfoss • Reykjanesbær og ó öllum afgreiðslustöðum íslandspósts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.