Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 62
gS2 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Heimsborgarinn Björn Bjarnason magister Pétur Pétursson Björn Bjarnason Signrður Nordal ÞAÐ var eitt kvöld í liðinni viku, að við hjónin sátum og horfðum á leik- rit breska höfundarins J.B. Priestley’s, sem flutt var í dagskrá BBC Prime í fjölvarpi. Þá heyrðum við orðið „flabbergasted" hljóma úr munni einnar persónunnar. Það var orð sem hljómaði kunnuglega í eyr- um í minningunni. Því fylgdu oft tvö önnur, sem höfðu svipuð áhrif m*-og undirstrikuðu raunar hið fyrsta, „thunderstruck" og „spellbound" voru orðin, sem Bjöm Bjamason frá Steinnesi hafði oft á hraðbergi þegar honum var heitt í hamsi, eða vildi leggja ákveðna áherslu á orð sín. Hver annar en Bjöm gat hafa mælt þessi orð og það með slíkum áhrifamætti að þau geymast enn í minni og hljóma rétt eins og það hafi gerst í gær. Bjöm var um langt skeið einn hinn minnisstæðasti í hópi kennara svonefndra æðri menntastofnana. Prófdómari við stúdentspróf á Akureyri og ensku- kennari Ríkisútvarpsins. Þá kenndi Ríkisútvarpið fjögur tungumál og gaf út kennslubækur. Lagði •^áherslu á að manna og mennta hlustendur sína, þjóðina, en sneiddi hjá skrflslátum leppalúða. Bjöm Bjamason ljómaði af stolti heims- borgarans er hann kom með bréf sem enskuþætti hans bárast af Austurlandi. „Undur og stórmerki hafa gerst. Tveir villulausir stflar hafa borist austan af Jökuldal. Bræður tveir, Jón Hnefill og Stefán Aðalsteinssynir í Vaðbrekku vora sveit sinni til sóma í hópi námfúsra hlustenda." Ég hélt áfram að hug- ■^Heiða kennslu Bjöms og löng kynni mín af honum. Orðgnótt hans og kynngi máls, alþjóðlegur andblær er kryddaði frásagnir hans, jafnframt rótfestu hans í húnvetnskum jarðvegi fóst- urjarðarinnar. „Það stóð heima strokkur og mjölt“ sagði Björn einhvem tíma er ég vitjaði hans þar sem hann dvald- ist í hárri elli á Droplaugarstöðum. Ég hefði getað faðmað blessaðan silfurhærðan öldunginn fyrir þessi dásamlegu orð. Hér talaði smalinn úr Húnaþingi, kominn heim á kvía- ból. Ævafornir búskaparhættir lifðu enn í minni og mynduðu orð á vörum þrátt fyrir skarkala, sem *~t>arst að eyram. Heimsborgarinn víðförli, sem ferðast hafði um flest- ar álfur, stundað nám í stórborgum, dvalist í sumarleyfum og kynnis- ferðum á rómuðum baðströndum og heilsuhælum. Þrætt sögufrægar slóðir í Atlantshafi, Adríahafi, Eyjahafi og Kyrrahafi, setið á söl- um fimmstjömu hótela á Rivier- unni andvarpaði: „Ég er orðinn þreyttur á eylöndum." Þá hafði hann dvalist á Korsíku, Mallorca, Minorca, Sikiley, Möltu, Borgund- arhólmi, Krít og Kýpur og íslandi. Auk þess að dvelja langdvölum í Parísarborg, Lundúnum, Berlín, Kaupmannahöfn og Róm. „Má ég þá biðja um Blönduós," sagði Bjöm magister. Ég kom þangað 7 ára gamall. Ég gleymi því aldrei. Engin stórborg hefir haft slík áhrif á mig. Sá dagur hverfur mér aldrei úr minni. Svo héldum við áfram að tala um heimsborgir og íslenskar byggðir og kynningja og vini. „Ætlarðu ekki að heimsækja hann Kristján Albertsson rithöfund, gamlan góðkunningja þinn, sem býr hérna á þriðju hæð?“ spurði ég. „Mér dettur það ekki í hug. Loftið inni hjá honum er eins og í moldar- __kofa norður á Melrakkasléttu. ^TJann opnar aldrei glugga.“ Ég not- aði hins vegar tækifærið og heim- sótti Kristján Albertsson og naut frásagnar hans af löngu liðnum at- burðum, mönnum og málefnum. Og fékk hjá honum, blindum öldungn- um, frásögn um heiti á skólasveini á ljósmynd, sem tekin var 75 áram Jlíður. Enginn alsjáandi maður hafði getað nafngreint drenginn. Það var Lúðvík Guðmundsson skólastóri, Kristján þekkti hann af lýsingu minni. Þeir vora bekkjarbræður í bamaskóla. Frú Vigdís Finnbogadóttir þáver- andi forseti bauð þeim Bimi Bjarnasyni og Kristjáni Albertssyni með sér í Þjóðleikhúsið. Þeir fomu félagar höfðu séð marga heimsku- nna listamenn á sviði, leikara og hljómlistarmenn. Kristján sjálfur höfundur að leikritinu „Hilmar Foss“, sem út kom árið 1923. Ég minnist nú októberdags árið 1943. Páll Isólfsson varð fimmtugur 12. október. Þeir Bjöm magister og Páll vora góðir vinir og nutu hljóm- listar. Páll frændi minn af Bergsætt. Við Bjöm urðum samferða í af- mælisveislu Páls. Þar var marg- menni, þröng á þingi og glatt á hjalla. Þó var Ijóst að gleðin var kvíðablandin og dró upp bliku við sjónhring. Eiginkona Páls, frú Krist- ín Norðmann, var sárþjáð af sjúk- dómi þeim er dró hana til dauða. Hljómlistin var Bimi ekki sýnd- arþörf né hégómlegt tóm- stundagaman. Hún var rík þörf og meðfædd. Tilfinninganæmur ung- lingur leitaði fljótt hugsvölunar við hljóðfærið. Þar gat hann tjáð í tón- um hugsjónir sínar og þrár. Hann átti líka til þeirra að telja sem fremstir voru í héraði. Ættmenn hans kunnir fyrir söngvísi og radd- fegurð. Olafur Jónsson, síðar bóndi á Gilsstöðum var langafi Bjöms Bjamasonar. Til sama skyldleika töldu einnig Sigurður Nordal, Jónas Kristjánsson læknir og systkinin Valtýr Stefánsson rit- stjóri og Hulda húsmæðraskóla- stjóri. Páll Melsteð sagnfræðingur sagði frá því að Olafur, sem var vinnumaður Stefáns Þórarinssonar amtmanns hefði þótt bera af öllum í sönglistinni, meðan hann var ráðs- maður hjá Stefáni amtmanni á Möðravöllum. „Hann tók heyið handa kúnum, og var þá stundum mygla í barkanum fyrstu versin, sem hann söng, en hún fór við hvert erindi og hans hljóð tóku yfir allt, bæði hæð og fegurð." Þessi um- mæli Páls sagnfræðings era sótt í bók frú Huldu Stefánsdóttur. Hún bætir svo við „kemur þetta heim og saman við það, að þessir frændur margir vora orðlagðir söngmenn í Húnaþingi." Ég minnist þess, að ég hafi stundum lesið fyrir Björn kafla sem ég ljósritaði úr stórvirki séra Bjama Þorsteinssonar um íslensk þjóðlög. Þar er á þó nokkrum stöð- um getið þeirra feðga, Ólafs á Gils- stöðum og Páls dannebrogsmanns á Akri. I frásögn um raddstyrk og söngvísi Ólafs var það haft pftir heimildarmanni að söngrödd Ólafs hefði verið hreint frábær, en stund- um skort smekkvísi. Ég hljóp alltaf vísvitandi yfir þau ummæli. Vildi ekki særa Bjöm. Hann var þó van- ur að finna að ef honum féll ei söng- urinn. Svo sem t.d. er honum var boðið á konsert einsöngvarafélags- ins í Reykjavík. „Sá fyrsti sem kom hafði að vísu kurteislega fram- komu, en var gjörsamlega búinn að tapa röddinni. Sá næsti hafði greinilega lært í hálfan annan tíma hjá þriðja flokks kennara. Sá þriðji var ungur „skrighals“ sem virtist ekki eiga annað erindi en „simply to make noise“. Það besta við konsertinn var að það er ekki hægt að endurtaka hann.“ Hulda Stefánsdóttir sagði um Björn frænda sinn: „(hann) var gáf- aður piltur og hélt áfram bóknám- inu.“ Hefur Bjöm kennt ungum Reykvfldngum þessi tungumál í tugi ára og mega margir þeirra vera honum þakklátir fyrir hve vel honum fórst það úr hendi. En fleira mátti af Bimi læra en erlendar tungur. Hann var óvenju siðfágað- ur maður og á þvi sviði ungu fólki til fyrirmyndar. Og svo gat hann verið mjög skemmtilegur þegar því var að skipta. Hann kryddaði oft Orðgnótt hans og kynngi máls, alþjóðleg- ur andblær er kryddaði frásagnir hans, segir Pétur Pétursson var sprottið úr húnvetnsk- um jarðvegi. tilveruna, að mér fannst, var svo ólíkur öllum fjöldanum. Um fjöldamörg ár var Bjöm prófdómari á Akureyri við stúd- entspróf í MA og með okkur hefur verið góð vinátta síðan við sáumst fyrst á Akureyri. Ólafur flaut inn á sömu bára og Hákon Vilhjálmsson og Lars Mich- ael Knudsen er þeim barst kon- ungsbréf frá Kaupmannahöfn er færði þeim leyfi Danakonungs til þess að ganga í eina sæng með nýj- um maka þótt annar væri fyrir. Jörandur hundadagakonungur er ranglega talinn fyrir þeim leyfum. Hann afhenti leyfi Danakonungs, en þó ekki án mótmæla. Hver sögu- ritarinn af öðrum hefir skrásett meinlokuna og villt um fyrir les- endum með því að telja Jörand hafa veitt leyfin, sem tákn um frjáls- lyndi. Ólafur Jónsson langafi Bjöms og þeirra frænda fékk kon- ungsleyfi til þess að kvongast aftur en fyrri kona hsns, Þorbjörg Jóns- dóttir, leyfði það. Ólafur kvæntist systur Skáld-Rósu. Af þeim era Valtýr og Hulda komin og Sigurður Nordal og Jónas Kristjápsson læknir. Síðar kvæntist Ólafur Steinunni Pálsdóttur prests á Und- irfelli. Af þeim var Bjöm kominn. Séra Éinar Guðbrandsson á Hjaltabakka var talinn ágætur söngmaður og vel að sér í söng seg- fr í bók séra Bjama Þorsteinssonar „Islensk þjóðlög". „Sagði séra Ein- ar að Ólafur væri bestur raddmað- ur sem hann hefði heyrt, en ekki að sama skapi smekkmaður í söng.“ Ég las oft úr bókinni fyrir Bjöm, en hljóp jafnan yfir þessa línu um smekkinn. Séra Bj. Þorst. nefnir Pál Ólafs- son á Akri, afa Bjöms, sem einn hinn besta söngmann. „Hefir enn í dag hina mestu unun af að syngja tvísöng og „fara upp“ í einu góðu gömlu lagi.“ Að loknu námi í háskólum ytra hvarf Bjöm að kennslustörfum. Víst gat hann öðram fremur tekið undir í glöðum söngvum ungra menntamanna. Þið stúdentsárin æskuglöð. Hann sem hafði sungið í Heidelberg, leikið á píanó í Berlín, verið borinn á gullstóli að loknum knattspymukappelik í Noregi, þar sem hann varði markið af list og prýði. Björn kvaddi sér hljóðs í Ríkisútvarpinu þar sem hann flutti erindi um skáldið Heinrich Heine. Þeir Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur, vinur og félagi Bjöms, dáðu Heine. Margt bar á milli í skoðunum, en báðir hefðu getað tekið undir vísur Jóhanns Magnús- ar Bjamasonar er hann kvað um gyðinginn og skáldið Heine. Fé af mér gyðingar græddu og gerðu mig allslausan heima, en vegna þín, vinur minn Heine, vil ég þeim rangindum gleyma. Mér famaðist illa hjá Frökkum forðum, þá ég var drengur, en af því þú undir þér hjá þeim erfi ég það ekki lengur. Það mun hafa verið á kyrra og fógra ágústkvöldi árið 1940, að við leiddumst upp Suðurgötu, snerum inn á Kirkjugarðsstíg og komum á Hólatorg, að stúlkan, sem með mér gekk segir: „Hann Bjössi frændi hefir oft nefnt það við mig undan- farið, hvort við ætlum ekki að líta inn til sín. Hann segist vilja kynnast þér.“ Þetta mælti unnusta mín, Ingibjörg Bima Jónsdóttir, bróður- dóttir Bjöms Bjarnasonar frá Steinnesi. >rAllt í lagi,“ segi ég. Þetta var á laugardagskvöldi. „Við sleppum bara bíóferðinni." Svo héldum við áfram, sem leið lá vestur á Ásvallagötu 17, „fjórða sal“, eins og ég komst að raun um að Bjöm nefndi það upp á danska vísu. Er við komum í íbúð Bjöms var hann sjálfur ekki heima, en Stein- unn systir hans fagnaði okkur vel og bauð til stofu. Þar var fjöldi glaðværra ungmenna og nokkrir rosknir, eða fertugir og allt fært. Allt benti til þess að kvöldið lofaði góðu. Einhver bar fram drykk og var kurteislegt hjal og skvaldur, eins og títt er. Skyndilega brast á einhver misklíð við inngöngudyr, en þær vora fjarri, allalangur gang- ur frá þeim til stofu. Köpuryrði mælt fram af gremju og réttlátri reiði bárast inn ganginn. Senn kom hávaxinn og tignarlegur maður, að vísu í helsti stuttum ljósum ryk- frakka. Hann snaraðist inn á stofu- gólf, leit þóttalega á gesti er sátu þöglir í sætum sínum. Kallar nú fram ganginn: „Ég hef sagt yður hundrað sinnum, að ég hef skipt við þessa stöð í þúsund ár og ég skipa yður að skrifa þetta hjá mér. Ann- ars kalla ég yður marbendil. Það er undarlegt að það er eins og allir bif- reiðastjórar séu „lower middle class“ nú orðið.“ „Hvað er „lower middle class“,“ spyr einhver gest- anna? ,Æ, þú veist. Það er svona fólk, sem á heima á Grettisgötu 67 eða þar fyrir innan.“ Ég læt lítið á því bera, en rís á fætur, geng fram ganginn. Þar þæfir leiguþflstjórinn sixpensara milli handa sér. Hann segir: „Ég tók þennan mann í Suð- urgötu 5, hjá Nicolaj Bjamason. Ég held að það hafi verið afmælis- veisla. Hann er soldið hátt uppi. Ég hefi margsagt honum að ég sé ekki hjá Bifröst, stöðinni sem hann skiptir við. Ég er hjá Geysi. (Það var stöð við Amarhól þar sem Hreyfill var síðar.) Hann hlustar ekki á það, en kallar mig bara mar- bendil." „Hvað er þetta rnikið?" spyr ég og þreifa eftir smámynt í vestisvasanum. „Ein króna tuttugu og fimm,“ segir bflstjórinn. „Ég sleppi bara biðinni." Ég borga bfl- túrinn og ökumaður skundar niður stigann. Svo geng ég til stofu. Gest- gjafinn, Bjöm frá Steinnesi, er enn að tala um heimsku bifreiðarstjóra. Ég segi: „Hann var ekki frá Bifröst heldur Geysi.“ „Hvers vegna í ósköpunum gat hann ekki sagt það,“ segir Bjöm. „Hann segist ekki hafa komist að fyrir yður,“ svara ég. „En hver erað þér og á hvers vegum erað þér,“ spyr Björn og mælir mig út með þótta í svipn- um. „Ég er héma með bróðurdóttur yðar,“ segi ég. „Ingibjörg Bima. Þú sem veist að Steinnesættin er ann- áluð fyrir fegurðarsmekk. Svo dúkkar þú upp með þetta. Hvað heldurðu að hún Stella Briem segi?“ segir Bjöm og horfir hálfluktum þungum augnalokum, svo rétt vott- ar fyrir augnatilliti hans. Eg reyni að verjast árásinni. Segi: „Eitt er víst að hvað sem h'ður margrómuðum fegurðarsmekk er yður margt betur gefið en minni á bifreiðastöðvar sem þér skiptið við.“ „Sko til,“ segir Björn „þér erað lík- lega ekki sem verstur, þér getið þó svarað fyrir yður.“ Frá þeim degi var vinátta okkar innsigluð. Svo leið að brúðkaupi. Það var hinn 8. mars 1941. Séra Sigurður Einarsson, gamall kennari minn, Flateyjarklerkur og fréttastjóri, dósent m.m. gaf okkur Bfrnu sam- an í Háskólákapellunni. Þar var Bjöm meðal ættingja og vina. Allir gestirnir skunduðu í leigubflum heim á Ljósvallagötu 8. Þar átti tengdamóðir mín, Anna Þorgríms- dóttir, 7 íbúða hús. A fjórðu hæð var íbúð hennar og bama hennar. Á sömu hæð, sunnan megin settumst við, ungu hjónin, að. Efnt var til brúðkaupsveislu. Fór allt fram af prýði og háttvísi. Gleði og gaman- mál. Uns sló í brýnu milli Bjöms og séra Sigurðar. Einhver gömul deilumál blossuðu upp. Ég varð að ganga með Sigurði marga hringi á regnvotri marsnótt meðan ég reyndi að sefa óróa í brjósti hans og lægja sálaröldur. Svo gengum við aftur til stofu og veisluhalda. Bjöm Bjamason hafði af nær- færni og umhyggju boðið okkur brúðhjónunum að sofa um nóttina í íbúð sinni á Ásvallagötu. Steinunn, systir Bjöms, hafði herbergi norð- anmegin. Þar hafði Björn búið um okkur á breiðum, þægilegum dívan. „Hún Steina systir sefur hér venju- lega. Ég vona að dívaninn þoli ykk- ur bæði,“ sagði Bjöm. Allt herberg- ið og sængurfotin lýstu af þokka og snyrtimennsku. Þegar við ungu hjónin höfðum háttað birtist Björn með glært sultutausglas. Það var fullt af hrísgrjónum. Hóf hann nú að kasta yfir okkur grjónum. Segir: „Það gleymdist alveg að kasta yfir ykkur jgijónum í Háskólakapellunni í dag. I nafni Bjama Pálssonar, pró- fasts frá Steinnesi, þá kasta ég yfir ykkur hrísgrjónum.“ 011 nóttin fór í að leita grjónanna, sem Bjöm lét dynja á okkur þar sem við áttum að hvílast og njótast á brúðkaupsnótt. Svo var hringt dyrabjöllunni. Bjöm fór til dyra. Þar var kominn dr. Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur að heimsækja vin sinn. „Bravó, Finnur fugl. Komdu og haltu ræðu fyrir minni brúðhjón- anna.“ Finnur heilsaði. „Sjálfsagt. Leyfðu mér að sækja mér loft og inspírasjón," svarar Éinnur og opn- ar þakgluggann, sem sneri til norð- urs. Stingur út rauðum kollinum, andar að sér næturloftinu. Dregur síðan inn höfuðið. Stillir sér upp við fótgaflinn og segir: „Þegar maður stendur á Kambabrún mannlegs lífs og horfir yfir Suðurlandsundir- lendi hjónabandsins þá. . „Bra- vó, Finnur. Þú er gáfaðasti maður landsins. Haltu ræðu fyrir minni mínu,“ segir Bjöm. Það stóð ekki á því. „Þegar maður sér Björn Bjarnason frá Steinnesi ganga kjólklæddan eftir salargólfi í veislu- sal þá fyrst skilur maður hvers vegna kjóllinn heffr orðið til sem samkvæmisflík." „Bravó Finnur. Nú skulum við koma og ég spila fyrir ykkur prelúdíu eftir Rachmaninoff, eða viljið þið kannske haldur Vertu hjá mér Dísa, meðan kvöldsins klukkur hringja." Svo sem sagt var vora þeir frændur Bjöm og Sigurður Nordal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.