Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 *------------------------- MINNINGAR r HILMAR HERMÓÐSSON + Hilmar Her- móðsson fæddist í Árnesi í Aðaldæla- hreppi í S-Þingeyj- arsýslu 30. ágúst 1953. Hann lýst á heimili sínu í Árnesi 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hermóður Guðmundsson frá Sandi í Aðaldal og Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir frá Nesi í sömu sveit. Hilmar var yngstur íjögurra systkina. Hin eru: Völundur Þorsteinn, kvæntur Höllu Lovísu Loftsdótt- ur, Sigríður Ragnhildur, gift Stefáni Skaftasyni, og Hildur, gift Jafet Sigurði Ólafssyni. Hilmar kvæntist Áslaugu Önnu Jónsdóttur frá Fremsta- felli í Köldu-Kinn hinn 17. sept- ember 1972. Böm þeirra em: Þórólfur Baldvin, f. 23. maí 1972, d. 16. maí 1990; Hermóður Jón, f. 16. desember 1974; Ámi Pétur, f. 16. apríl 1976; og Ester Ósk, f. 4. janú- ar 1985. Sambýlis- kona Hermóðs Jóns er Edda Björk Bald- vinsdóttir og sam- býliskona Árna Pét- urs er Helga Sigur- björg Gunnarsdótt- ir. Hilmar ólst upp í Árnesi og tók þar við búi 24 ára gamall ár- ið 1977 er faðir hans lést. Hann stundaði búskap á föðurleifð sinni til dánardægurs. Utför Hilmars fer fram frá Neskirkju í Aðaldal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Síðustu tólf mánuðir hafa verið kaldir og erfiðir. Himinninn grár og þungur, kuldahrollur í herðum, oft á tíðum sást lítið út úr augum vegna snjóbylja. Hálka á vegum, freri í túnum, vorverk ganga seint vegna •' snjóa og bleytu. I þessu erfiða ár- ferði kom það stóra áfall, að bróðir minn, Hilmar, lést hinn 1. júní sl. Grái ljóti himinninn hrundi yfir mann, herðar sliguðust, hjartað varð ískalt, hnén titruðu og tárin spruttu fram. Hvernig getur fjöl- skyldan staðið af sér enn eitt áfall- ið? Spumingin er stór. Hver getur svarað henni? Kannski Guð! Ég efa það. Hilmar bróðir minn var hvers manns hugljúfi, grunnt var á glettni og gamansemi. Ljóðrænn var hann en fór samt hijótt. Alltaf var hægt að biðja hann um aðstoð þegar eitt- hvað fór úrskeiðis. Hann var mjög hagur til allra viðgerða og smíða. Ævinlega þegar illa gekk að gera við eitthvað, bíll fór ekki í gang eða maður gafst upp við að setja ein- hvern hlut saman, ólag var á raf- magni eða svo ótal margt annað, var viðkvæðið ætíð það sama: „Við skul- um bara hringja í Himma.“ Ævin- lega kom hann með bros á vör og sína góðlátlegu kímni og bjargaði málunum. Elsku bróðir minn, í hvern á ég að hringja núna til að starta bílnum, til að blása heimreið- ina og til aðgera við það sem bilar? Ég var á ellefta ári þegar þú fæddist, þá fannst mér ansi mikið að fá annan „óþekktarorm" til að passa. En þú sýndir snemma kímni og lærðir alla hluti fljótt. Þegar þú varst á öðru ári, man ég að Grímur í Hrauni, kenndi þér að reka út úr þér tunguna. Stuttu síðar kom virðuleg frú í heimsókn. Þú gekkst að borðinu fyrir framan hana, stillt- ir þér upp, rakst út úr þér tunguna og sagðir „ulla bara“ hvað eftir ann- að, „páfa stoltur" yfir þinni nýju kunnáttu. Frúin fékk munnherping mikinn og sagði við móður okkar: „Ég held það veiti ekki af að kenna þessum dreng mannasiði, Jóhanna." Stundum á sumrin leiddist mér * og vinkonu minni að svæfa „gutt- ann“, því við máttum ekki fara út fyrr en bömin voru sofnuð. Þá tók- um við á það ráð að hlaupa til skipt- is kringum borðstofuborðið, þar til augun lokuðust. Elsku Himmi minn, nú eru fal- legu bláu augun þín lokuð að eilífu. Þú ert kominn til afa og ömmu, pabba, Tóta, vina þinna tveggja og allra hinna sem á undan þér eru farnir. Kæri bróðir, hvíl þú í friði. Guð blessi þig. Sigga systir saknar þín. Sigríður Hermóðsdóttir. Ungir vorum við er leiðir okkar lágu saman í Laugaskóla veturinn 1969-1970. Þú hafðir þá þegar dval- ið þar í tvo vetur og varst öllu lífs- ^ reyndari og fróðari sveitapilti vest- ’an úr Kinn. Eitt var það öðru frem- ur sem leiddi til okkar kynna, þú hafðir nokkru áður kynnst systur minni, Áslaugu Önnu, og með ykkur tekist samband sem átti eftir að standa og þola blítt og strítt í hart- nær hálfan mannsaldur. Mikið þótti mér til koma að þekkja einhvern úr efsta bekknum og ekki spillti að geta vísað til mág- semda og þannig gengið öllu nær en annars hefði verið. Þú varst líka býsna þroskaður til sálar og líkama sem gagnaðist vel í daglegu stríði í heimavistarskóla þar sem oft reyndi á líkamlegt atgervi. Á Laugum hófst því sú vinátta og tryggð sem varað hefur í þrjátíu ár. Eftir Laugaárin færðist sviðið til Akureyrar. Þar bundust böndin fastar og vorum við bræður heima- gangar á frumbýlisári ykkar Ásu á Akureyri. Þar fæddist líka fram- burðurinn Þórólfur Baldvin sem brátt varð eftirlæti ungra sem ald- inna. Á þessum árum var margt brallað í strákahópi sem ekki þætti beinlínis kristilegt, jafnvel nú á dög- um, en er í minningunni sveipað bjarma strákaparanna. Brátt leið að því að þú yrðir kallaður heim í Að- aldalinn til ábyrgðarstarfa. Heima í Árnesi hófst lífsstarf lítillar fjöl- skyldu sem brátt stækkaði. Búið var stórt og verkin mörg sem vinna þurfti en eitt þitt helsta einkenni var þá þegar komið í ljós; hversu auðveld flest verk urðu í þínum höndum. Ekki fór hjá því að klaufar eins og ég leituðu ásjár þinnar, eins leið að því að ungir synir þyrftu á verklögnum höndum að halda. Á þessum árum dvaldi ég langdvölum í Árnesi, íyrst við bústörf með þér en seinna sem íylgdarsveinn við Laxá. í minningunni var alltaf gott veður þessi sumur. Heyskapur með öðrum störfum stóð fram á nætur og oft genguð þið hjón þreytt til hvílu. Sorgin kvaddi snemma dyra í lífi þínu, Himmi minn. Óharðnaður misstir þú þinn besta vin og frænda og litlu seinna stóðst þú ásamt eig- inkonu og ungum bömum í forsvari fyrir Amesbúi er faðir þinn lést á besta aldri. Ekki þótti þeim sem öllu ræður prófsteinninn nógu þungur því svo kom reiðarslagið er Þórólfur Baldvin fórst í umferðar- slysi á sólheitu stræti í fjarlægri og ókunnri borg. Þá kom í ljós það sem ef til vill var þitt helsta böl: þér var aldrei tamt að tala um tilfinningar þínar heldur byrgðir þær inni. Margs er að minnast frá liðnum áram, ekki síst ferðalaga sem við hjón fóram í með ykkur og veiði- ferða á Arnarvatnsheiði. Eitt þitt helsta yndi var að ferðast um Island og njóta náttúrannar með fjöl- skyldu og vinum. Þeir era ekki margir staðimir á Islandi sem þið ekki heimsóttuð. Elsku Ása, Ester, Pési og Hemmi. Kæra Jóhanna, systkini, tengdafólk, frændfólk og vinir. Mér era engin orð á tungu töm en þess óskum við Sara og börnin að okkur megi öllum reynast unnt að græða sárin og geyma í hjarta okkar minn- inguna um góðan dreng. Mig langar til þess að kveðja þig, mágur minn, með ljóðlínum sem vora ortar í minningu annars nátt- úraunnanda, listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar. Mér finnst fara vel á því. Döggfall á vorgrænum víðum veglausum heiðum, sólroð í svölum og góöum suðrænublæ. Stjarnan við bergtindinn bliknar, brosir og slokknar, óttuljós víðáttan vaknar vonfgjó og ný. Sól rís úr steinrunnum straumum, stráum og blómum hjörðum og söngþrastasveimum samfógnuð býr. Ein gengur léttfætt að leita: lauffalin gjóta geymir nú gimbilinn hvíta, gulan á brár. Hrynja í húmdimmum skúta hljóðlát og glitrandi tár. (Snorri Hjartarson.) Jónas Jónsson. Lífið er stundum miskunnarlaust og hart. Það er sárt að sjá á eftir góðum dreng í blóma lífsins. Hann fór án þess að kveðja, sem var hon- um ólíkt. Mér var illa brugðið þegar mér barst sú harmafregn suður til Róm- ar að Hilmar mágur minn væri lát- inn. Það voru erfið spor heim á hót- el úr hringiðunni að tilkynna systur hans andlát bróður síns. Með þeim hafði alla tíð verið mjög kært, ald- ursmunur var lítill, uppvaxtaráran- um deildu þau hlið við hlið og ætíð var mikill samgangur þótt við byggjum á mölinni syðra og hann norður í landi síðustu 25 árin. Það var sumarið 1973 að ég kynntist Hilmari tyrst. Ég renndi þá ekki í gran að síðar ættum við eftir að tengjast, verða góðir vinir, ferðast og veiða saman. Hann var fyrsti maður til að kenna mér heiti á laxaflugum og gefa góð ráð varð- andi veiðiskapinn. Hilmar var ekki allra, hann var dulur og það virkaði sem feimni þeim sem þekktu hann ekki betur. Én þegar þú komst inn fyrir skelina var hann manna ræðn- astur. Hann var grúskari, fróður um flesta hluti, átti auðvelt með að kasta fram stöku en þá þurfti veru- lega að ýta við honum. Nánast allt lék í höndunum á honum, það var ekki til sú vél sem hann gat ekki gert við, rifið allt í spað, komið því saman og látið snúast. Hann var einnig listfengur og prýða smiðis- gripir hans m.a. heimili okkar hjón- anna. Ekki var hægt að hugsa sér laghentari og umhyggjusamari heimilisfóður eða hugulsamari son, en hann var kærleiksrík og ómetan- leg stoð Jóhönnu móður sinni. Hilmar og Áslaug bjuggu stóra og myndarlegu búi í Árnesi í Aðaldal. Hann var ungur að áram þegar faðir hans féll frá, hann hafði ef til vill ekki íhugað að hella sér strax af fullum krafti í búskapinn en örlögin fær enginn flúið. Eiginleikar Hilmars við búskapinn komu að góðum notum þar sem vélvæðingin ryður sér sífellt meira til rúms. Það er ekki alltaf hægt að kalla á við- gerðarmanninn, hver stund getur verið dýr og því skipta skjót og ör- ugg handtök máli. Hann var natinn við skepnur og átti gott með að fá vinnufólk til að starfa með sér. Hann átti afar létt með að starfa með börnum og ung- lingum sem hann laðaði að sér. Hann bað sjaldan um aðstoð en var fyrstur manna til að rétta fram hjálparhönd teldi hann aðra þurfa á henni að halda. Það var stutt í grínið og gaman- semina. En hann gat líka átt sína erfiðu daga. Hilmar átti myndarfjöl- skyldu, góða konu og efnileg böm. Áfallið var mikið þegar höggvið var skarð í þessa fjölskyldu þegar Þórólfur Baldvin, elsti sonurinn, fórst í slysi á Spáni vorið 1990. Hilmari var þetta afar þungbært, þeir feðgar vora nánir. Hilmari fannst íslensk bænda- stétt ekki njóta sannmælis og fannst miður hve landbúnaðurinn hefur verið að dragast saman. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd stéttar sinnar. Við Hilmar fórum í nokkra veiðit- úra og nokkra sinnum fóram við til veiða í heimahögunum í Laxá í Að- aldal. Hann var veiðimaður góður, kappsamur og fljótur að lesa að- stæður. Einnig ferðuðust fjölskyld- ur okkar víða saman innanlands og erlendis. Ferðalög um heiðar og fjöll voru honum mikið yndi og það hefur varla verið til sá vegarslóði á norð-austurhorninu sem hann þekkti ekki. Fróðleiksmola um ör- nefni og sögu hafði hann á taktein- um. Það hafði verið fastmælum bund- ið að hittast á Snæfellsnesi þessa helgi, og fara m.a. á vélsleða á Snæ- fellsfjökul. Hugur þinn, Hilmar minn, stefndi hærra og þú kaust að fara í ferðina miklu sem liggur fyrir okkur öllum, miklu fyrr' en mig hafði órað fyrir. Ég bið góðan guð að taka vel við þér á nýjum slóðum og halda vernd- arhendi yfir fjölskyldu þinni. Ég þakka fyrir allar góðu stund- imar og kveð með söknuði. Jafet S. Ólafsson. Elsku Himmi, ég sit hér við eld- húsgluggann, sólin er komin hátt á loft yfir Hvammsheiðinni, fuglarnir era vaknaðir og kveða morgun- söngvana sína. Mér verður starsýnt heim í Árnes og minningarnar sækja fram í hugann. Júní, þessi sólríkasti mánuður ársins, þú kveð- ur okkur og við stöndum eftir með spurn í hjarta. Júní fyrir nær 40 ár- um, ég kem í heimsókn með stóra bróður. Þá bíður heima á hlaði lítill strákur með forvitni í svipnum og stelpa með dökkar fléttur. Þessi ungu samrýndu systkini verða brátt eins konar systkini mín. Áfram líður tíminn, strákurinn stækkar og hann er augasteinn og eftirlæti foreldra sinna. Við sem eldri erum brosum gjarnan þegar mamma situr með þennan stóra dreng á hnjánum og pabbi kallar hann Guddinn sinn. Það kemur að því að við Völundur giftum okkur og eignumst Steinu og Viðar. Við höfum vetursetu í Reykjavík en komum norður með farfuglunum á vorin. Við flytjum svo alfarið og setjumst að í kjallar- anum í Árnesi. Þetta voru skemmti- leg ár. Öll fjölskyldan samankomin í þessu stóra húsi. Á sumrin bætist líka við margt ungt fólk í kaupa- vinnu. Þú ert orðinn unglingur og tekur þátt í græskulausri gleði og gamni æskunnar jafnframt því að vera liðtækur við búskapinn. Búið er stórt og umsvifin mikil. Svo kemur að því að þú ferð í Laugaskóla. Þaðan kemurðu ekki bara með prófblað til baka, þú kem- ur með „gullmolanrí* þinn hana Ásu og þið erað svo óumræðanlega ást- fangin. Þú fyrirgafst mér seint að ég skyldi ekki sjá að það glampaði á trúlofunarhringana þegar þið lituð niður í eldhús kvöld eitt að haust- lagi og héldust í hendur en frá fyrstu tíð má segja að ást ykkar og vinátta hafi haldist í hendur. Það kom snemma í ljós hve hagur þú varst, þér lék allt í höndum og til að nýta þessa náðargjöf fórstu til náms í vélskólanum á Ákureyri og laukst þar fyrsta stigi. En „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til,“ og þið Ása hófuð búskap á móti for- eldrum þínum. Svo fæddust strák- amir hver af öðram, fyrstur er Þórólfur Baldvin sem skírður var í höfuðið á þínum besta vini sem þú misstir á þessum ungdómsáram, þá Hermóður Jón og Ámi Pétur og líf- ið og hamingjan brosti við fjölskyld- unni sem búið hafði sér fallegt heimili á efri hæðinni í Árnesi. Á þessum tíma byggjum við Álftanes og eignumst örverpið okkar, Völund Snæ, og litlu frændurnir verða miklir vinir og félagar. Skjótt dregur ský fyrir sólu, faðir þinn veikist og deyr rúmlega sex- tugur, og þið ungu hjónin takið nú við búrekstrinum af elju og dugnaði ásamt móður þinni og henni reynist þú stoð og stytta og sýndir einatt ást og umhyggju. Aftur birtir til og ykkur fæðist dóttirin Ester Ósk og tilveran brosir á ný. Drengirnir vaxa og dafna, fara í skóla, en taka þátt í daglegu amstri með ykkur eins og þeim er unnt. Þá kemur reiðarslagið, Þórólfur, Tóti, þessi ungi efnilegi piltur ferst af slysfor- um í skólaferðalagi fjarri fjölskyldu og ættjörð. Þá held ég að eitthvað hafi brostið í brjósti þínu, Himmi minn, sem aldrei varð úr bætt. Afi þinn, Steingrímur Baldvinsson, seg- ir í einu ljóða sinna: Að sorg þinni skaltu sjálfur búa. Sársaukans gjöf ei metur neinn. Fyrir óláni þínu skalt engum trúa, því enginn skilur það nema þú einn. Þú barst harm þinn í hljóði og við sem nú horfum á eftir þér skynjuð- um það ef til vill aldrei nógu vel því stundum grætur hjarta undir glaðri kinn. Hjól tímans snýst áfram, synirnir Hermóður Jón og Árni Pétur, eru nú komnir með sínar ungu stúlkur, Eddu og Helgu, og Ester Ósk er fermd. Nýr kapítuli í lífsbókinni bíð- ur skráningar. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir svo ótal margt, fyrir samverastundirnar heima og að heiman, fyrir hjálpar- hönd þína sem ávallt var reiðubúin, fyrir umhyggju þína fyrir dóttur- sonum okkar Jóhanni Ágústi og Linda, en segja má að Jóhann litli á heimili ykkar sem sitt annað heimili og virti þig og dáði. Að síðustu þakklæti fyrir að dga þig að sem fé- laga og vin. Álftanesfjölskyldan kveður þig með söknuði en veit að Drottinn leggur líkn með þraut. Þín mágkona, Halla Lovisa. Þegar ég lít um öxl og rifja upp kynni mín af Hilmari Hermóðssyni, sé ég fagra daga á fjöllum, stundir gleði og sorgar í stórri fjölskyldu á rúmlega tíu ára samleið. Ég sé hjartagóðan mann, fáskiptinn og þöglan í fjölmenni en smástríðinn og gamansaman í þröngum hópi. Eg sé stilltan síðsumarsdag í Ár- nesi þegar menn ákveða að róa austur yfir Laxá og fara til berja í Hvamminum. Hilmar stýrir för um æskuslóðir sínar, rifjar upp sögur og situr undir áram á lygnri ánni þar sem þungur straumur leynist undir. Hér þekkir hann hvert fót- mál, ána og engin, hraunið og fjöllin enda alinn upp á bökkum Laxár, Aðaldælingur í húð og hár. Við töl- um um ferðir til fjalla, rifjum upp þær sem við höfum farið og leggjum á ráðin um þær sem ófarnar eru enn. Hilmar segir okkur til vegar, þekkir hálendi sinnar sýslu og hefur farið um fjarlægari slóðir sumar og vetur. Hann er gætinn ferðamaður, óragur og ráðagóður. Lunkinn við- gerðamaður með næmt eyra fyrir vélarhljóði og lagna fingur. Af- bragðs ferðafélagi. Sólin skín en vindurinn ríslar í sölnuðu grasi, lóur kallast á í fjarska og við finnum, eins og nátt- úran öll, að haustið er skammt und- an. Hvammurinn gefur okkur meiri ber en við höfum áður séð og innan stundar sitja ferðalangar glaðir við kirnur sínar og lofa landið sem gaf fenginn. Þannig vil ég muna Hilmar svila minn eins og ég sé hann sitja í hvamminum í lynginu, líkt og sprottinn upp úr þessari jörð, veð- urbarinn og svolítið hrjúfur hið ytra með viðkvæmar rætur djúpt í beiskri moldinni. Til þeirrar moldar hefur hann nú kosið að hverfa og þar mun hann finna sinn frið. Páll Ásgeir Ásgeirsson. Elskulegur móðurbróðir minn, Hilmar, er látinn. Það er alltaf sárt að missa náinn ættingja, en sérstak- lega er það sárt þegar þeir fara frá okkur í blóma lífsins. Frá því ég man eftir mér, hef ég eytt heilu og hálfu sumrunum í Ár- nesi og þar var Himmi ætíð til stað- ar. Þrátt fyrir að hafa nóg á sinni könnu var hann alltaf reiðubúinn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.