Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ f. / ? mmj J .? m í rlhJL W Wb ' l i íJT A m :Í2Í 1 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STURLA Neptúnus Egilsson í hlutverki dreymdans stjórn söng andanna, sem Gunnhildur Hlíf Magnúsdóttir, Margrét Páisdóttir og TinnaÁrnadóttir leika. Lengst til vinstri hlustar stjómadinn Keith Reed á. Bjartar nætur í júní Bjartar nætur í júní er yfirskriftin á tónlistar- veislu eftir Mozart sem haldin er á Austurlandi dagana 13.-20. júní. 7 Það er Operustúdíó Austurlands sem stend- ur fyrir þessari hátíð og koma yfír 100 manns að einhverju leyti að hátíðinni. Anna Ingólfsdóttir fylgdist með æfingum, en hátíðin hefst 13. júní með frumflutn- ingi Töfraflautunnar en sýningar á henni verða á Eiðum. OPERUSTÚDÍÓIÐ hefur unnið við breyt- ingar á Alþýðuskólan- um á Eiðum og gert upp salarkynni hans þannig að mögulegt sé að flytja verkið þar. Alls verða fjórar sýn- ingar á Töfraflautunni, 13., 15., 17. og 19. júní. Mozart-tónleikar verða fluttir í Egilsstaðakirkju hinn 14. júní. Það eru Guðný Guðmundsdóttir fíðlu- leikari og Gerrit Schuil píanóleik- ari sem flytja. 16. júní verða haldnir tónleikar fyrir flautu og píanó í Egilsbúð í Neskaupstað. Flutt verður tónlist eftir Mozart og fleiri höfunda en flytjendur em Stefán Höskuldsson flautuleikari og Gerrit Schuil pí- anóleikari. 20. júní verður sálumessan Requiem eftir Mozart flutt í Egils- staðakirkju. Flytjandi er Kamm- erkór Austuriands. Framkvöðull Óperastúdíósins og stjórnandi hátíðarinnar er Keith Reed en þess má geta að kona hans Ásta er sýningarstjóri og aðstoðar- ' ' '' ':■: j ÞORBJÖRN Rúnarsson f hlutverki Taminós prins og Þorbjörn Björnsson í hlutverki Papagenó. Fyrir aftan hann eru dömurnar þijár; Sunca Slamnik, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Hulda Björg Víðisdóttir. PAPAGENÓ blæs í fuglaflaut- una fyrir dreymandann. leikstjóri í Töfraflautunni. Keith er fæddur í Bandaríkjunum og stund- aði nám í kórstjóm í Kaliforníu og lauk mastersnámi í söngháskólan- um í Indiana. Þar kynntist hann konu sinni Astu B. Schram og fluttist með henni til Islands fyrir tíu árum. Þau búa á Egilsstöðum með fimm börnum sínum. Óperustúdíó Austurlands var stofnað fyrir ári með það að mark- miði að efla tónlistarlíf á Austur- KEITH Reed stjórnar á æfíngu þeim Laufeyju Helgu Geirsdóttur ( Pa- minu ), Bjarna Þór Sigurðssyni ( prestur ) Manfred Lemke og Jóhanni Smára Sævarssyni ( Sarastró ). Á bak við þá eru félagar í kómum. DÖMURNAR þijár og drekinn ógurlegi. landi og gefa Austfirðingum tæki- færi til þess að kynnast betur óp- erutónlist. Ennfremur að gefa efnilegu söngfólki möguleika til þess að spreyta sig á söngverkefn- um. Stefnan Óperustúdíósins er að halda hátíð í júnímánuði ár hvert. Það var strax í upphafi gert ráð fyrir að Töfraflautan yrði fyrsta verkefnið. Það krefst stórrar hugsunar, hæfíleika og fagkunn- áttu að ráðast í verkefni sem þetta. Hvarflaði aldrei sá mögu- leiki að Keith Reed að þetta væri einfaldlega ekki hægt á litlum stað úti á landi? „Ekki eftir fundinn með undirbúningsstjórn í maí á síðasta ári. Við eram heldur ekki að tala um óperu sem er bundin við Egilsstaði. Við eram að tala um allt Austurland. Inn í verkefn- in fáum við líka til liðs við okkur söngfólk annars staðar af landinu. Uppsetning Töfraflautunnar hér er hvorki líkt við skólasýningu né nemendatónleika heldur er hún al- vöru sýning þar sem fagfólk kem- ur fram í stærstu hlutverkum og lengra komnir nemendur fá tæki- færi til þess að takast á við mis- stór hlutverk. Við höfum haldið fjáröflunartónleika víða um Aust- urland og vakið athygli fólks á óp- erunni sem hefur áhrif á eflingu alls tónlistarlífs á Austurlandi. Það var mikil gjöf fyrir okkur að fá húsnæði Alþýðuskólans á Eið- um til umráða fyrir þetta verkefni. Húsið ber með sér góðan anda og allt hefur gengið samkvæmt áætl- un. “ Klassískt ævintýri fyrir alla fjölskylduna Töfraflautan er klassískt lifandi ævintýri sem öll fjölskyldan getur haft ánægju af að sjá. Sagan ger- ist þegar Tamino prins er allt í einu kominn á nýjan stað eftir að hafa verið eltur af dreka og slopp- ið sjálfur lifandi þótt örlög drek- ans hafi ekki verið þau sömu. Ta- mino hittir fuglaveiðimanninn Papageno sem lifir af því að veiða sér til matar og fæða Nætur- drottninguna og hirðmeyjar henn- ar á fuglakjöti. Hann þekkir ekki annan heim og veit ekki að til er annað fólk og önnur lönd. Hann lifir í landi Næturdrottingarinnar þar sem hún ríkir. Papageno fræð- ir Tamino prins á því að dóttur Næturdrottningarinnar, Paminu, hafi verið rænt af Sarastro sem haldi henni í sínu ríki. Drottningin hefur augastað á Tamino og fær hann til þess að fara og sækja Pa- minu. Papageno sýnir Tamino mynd af Paminu og verður Tam- ino samstundis ástfanginn af stúlkunni. Tamino fer af stað og hefur með sér þrjár góðar vættir. Það fer hins vegar svo að Papa- geno verður fyrri til og finnur Pa- minu. Hann tjáir henni ást Tamin- os og Pamina verður himinlifandi yfir því að vera elskuð. Sarastro veit sem aðrir ekki að þau Pamina og Tamino eiga sér aðra framtíð en þá sem þau nú lifa. Fjöldi góðra söngvara Þeir söngvarar sem koma fram í aðalhlutverkum Töfraflautunnar eru fólk sem hefur lokið námi í söng eða lengra komnir nemend- ur. Þetta er fólk með mismikla reynslu í óperuverkum á bakinu. Tveir söngvarar eru um flest hlut- verkin og munu söngvararnir syngja til skiptis á sýningunum. Með helstu hlutverk fara; Þor- björn Rúnarsson en hann er einn um hlutverk Taminos prins, Ólaf- ur Rúnarsson og Þorbjörn Björns- son en þeir skipta með sér hlut- verki Papagenos, Helga Magnús- dóttir og Laufey Helga Geirsdótt- ir fara með hlutverk Paminu, Mar- grét Lára Þórarinsdóttir og Suncana Slamning sem Papagena. I hlutverki Næturdrottningarinn- ar era Alda Ingibergsdóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir og Jó- hann Smári Sævarsson og Man- fred Lemke fara með hlutverk Sarastros. Sex konur eru í hlut- verki 1., 2. og 3. dömu en þær eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.