Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 47
MORGUNB LAÐIÐ MARGMIÐLUN EITRAÐUR ORMUR Alltaf er sama fjörið í vírusaheim- um. Nýr vírus eða ormur fer nú um heiminn eins og eldur í sinu, eyðir skrám og spillir hugarró tölvunot- enda. Ormurinn kallast Worm.Ex- ploreZip og líkt og svo margir félag- ar hans nýtir hann sér vanhugsaða samþættingu hugbúnaðar í Windows til að dreifa sér. Worm.ExploreZip dreifir sér um heiminn með dyggri aðstoð Out- look-póstforritsins og hefur meðal annars herjað á Microsoft, NBC, General Electric og Intel. Kvað svo hart að ásókn ormsins að kerfis- stjórar Intel sáu ástæðu til að stöðva póstsendingar milli útibúa í Mið-Austurlöndum og í Evrópu á meðan grafist er fýrir um orminn og honum útrýmt af tölvum fyrir- tækisins. Reyndar hefur algjörlega verið lokað fyrir póst frá Israel til fyrirtækisins í bili, en þar er ormur- inn upp runninn. Að sögn berst ormurinn með tölvupósti sem inniheldur texta um að með fylgi þjöppuð skrá sem við- komandi þurfi endilega að skoða. Skráin eða viðhengið er forrit og heitir zipped_files.exe og ef viðtak- andi ræsir forritið afritar það sjálft sig í c:/windows/system/ skrásafnið undir nafninu explore.exe og breyt- ir síðan win.ini ræsiskránni til að það fari af stað í hvert sinn sem tölvan er ræst. Að því loknu hefst ormurinn handa við að sanka að sér netföngum úr póstforriti viðkom- andi tölvu og eyðir um leið Word-, Excel- og PowerPoint-skrám og að auki skrám sem eru með viðskeytið .c, .cpp, .h og .asm með því að breyta lengd þeirra í 0 bæti. Að sögn hafa fyrirtæki orðið fyrir því að öllum slíkum skrám var eytt á tölvum starfsmanna áður en komist var fyrir orminn. Hægt er að sækja uppfærslur á vírusavamaforritum hjá framleið- endum þeirra, en einnig má bregðast við orminum í Windows 9x með því að ræsa tölvuna í MS-DOS ham og breyta síðan win.ini skránni, sem er í c:/windows/. Par á að eyða línunni run=c Avindows/system/explore.exe og síðan skránni explore.exe í cAvindows/system/ skráasafninu. í Windows NT þarf aftur á móti að nota regedit (ekki regedt32) og finna lykilinn [HKEY-CURRENT— USE Ri'SoftwareiMicrosoftíWindows NTiCurrentVersiohíWindows] og fjarlægja línuna run“=“C:iWINNTi- System32iExplore.exe. Eftir að vélin hefúr verið endurræst er skránni cýwinnt/systemS^explore.exe eytt. Meira ofbeldi OFBELDI í tölvuleikjum kom nokkuð við sögu í hrannvígum í menntaskóla vestan hafs fyrir skemmstu. I ljós kom að piltarnir sem gengu berserksgang voru Doom-aðdáendur, sem er reyndar heldur gamall leikur, og í kjölfarið hófst umræða um að banna slíka leiki og draga úr ofbeldisefni í sjónvarpi. Nýr leikur Interplay varð síðan til að hella olíu á eldinn, því annað eins ofbeldi hefur sjald- an sést. Leikurinn nýi heitir Kingpin og gerist í fátækrahverfi í óbefndri stórborg. Þar gilda frumskógarlög- mál, að drepa eða verða drepinn, og mikið lagt í forritun og frágang til að tryggja að blóðsúthellingam- ar verði sem eðlilegastar. Kingpin byggist á endurbættri Quake Il-þrívíddarvél, en þær end- urbætur fólust meðal annars í því að skot í handlegg skaðar þann handlegg en ekki aðra hluta líkam- ans. Frekari skothríð gengur svo af andstæðingnum dauðum í miklu blóðbaði, en sé hann aftur á móti skotinn í höfuðið deyr hann sam- stundis. Höfundar Kingpin eru ekki með öllu ókunnir því þeir settu saman Redneck Rampage, sem setti met í lágkúru á sínum tíma. Tónlistin er aftur á móti frá rappsveitinni Cy- press Hill og liðsmenn hennar leggja reyndar einnig til raddir í leiknum, en málfarið er með því sóðalegasta sem menn hafa heyrt til þessa og fellur vel að myrkinu og ofbeldinu. Svo er um hnútana búið að and- stæðingamir geta hópað sig saman til að klekkja á leikandanum, misst kjarkinn eða sýnt samúð ef svo ber undir. Leikandinn á ekki alltaf að vera með byssuna á lofti og borgar sig reyndar að vera ekki að veifa henni um of því það kallar á vand- ræði. I samskiptum við fólk á fórn- um vegi getur leikandinn síðan val- ið um hvort hann vilji ræða málin eða skjóta viðkomandi í tætlur. Það sem fer einna mest í taurgarnar á þeim sem um leikinn fjalla er að einu gildir hvort málin eru rædd af yfirvegun eða hvort hendur eru látnar skipta. Einnig finnst mönn- um heldur mikið af blóði í leiknum og rán og kunna illa að gripdeildir séu besta leiðin til að koma ár sinni fyrir borð. Eins og jafnan hefur illt umtal reynst framleiðandanum betur en ekkert umtal sem sanast á gríðar- legum fjölda þeirra sem hafa látið sig hafa það að sækja kynningar- eintak af Kiingpin á vefsetur um víða veröld, því skráin er rúm 100 MB. Glide- deila GLIDE-fomtunarskilin eru eign 3Dfx og dugðu lengi til að halda yfirburðastöðu þess á skjáhraðlamarkaði. Svar Creative við því var að setja saman Glide-hermi sem kallast Unified og má fá á heimasíðu fyrirtækisins. Þeir sem ekki hafa þegar sótt sér slíkan hermi ættu að haska sér, því 3Dfx hefur stefnt Creative og krefst þess að fyrirtækið hætti að dreifa Unified. grafík og hvert kortið af öðru berst á markað. Árni Matthíasson kynnti sér Savage4-kort frá Creative. LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 47 . ..................1 á miðjunni Haustið verður mikil veisla í þrívíddar- NÆSTU mánuðir verða spennandi í meira lagi fyrir leikjavini, því ekki er bara að mikið sé væntanlegt af forvitnilegum leikjum, heldur verð- ur hart barist á skjákortamarkaði og úr vöndu að ráða fyrir kaupend- ur korta. 3Dfx er nafn sem allir kannast við og eflaust þekkja flestir TNT. Færri kannast aftur á móti við skjákjortaframleiðandann S3, sem var þó næstsöluhæstur allra á síðasta ári. Fyrir stuttu sendi Creative frá sér skjákort sem bygg- ist á Savageá-skjáhraðli S3. S3 hefur náð langt á síðustu árum með því að selja svonefndum OEM- framleiðendum skjákort, en sú skammstöfun er notuð yfir þá sem framleiða eða setja saman PC-tölv- ur. Þannig er grúi tölva með S3- skjáhraðal á móðurborði, en á móti hefur fyrirtækið ekki náð teljandi árangri á skjákortamarkaði og til að mynda þóttu kort með S3 Savage standa Voodoo- og TNT-kortum talsvert að baki á sínum tíma. 3D Blaster Savage4-kortið frá Creative er markaðssett í þremur útgáfum, PCI- og AGP-útgáfum með 100 MHz Savage4-gjörva og 125 MHz minni, bæði kortin með 270 MHz RAMDAC, og síðan kort með 125 MHz gjörva, 143 MHz minni og 300 MHz RAMDAC. Sú útgáfa sem reynd var var 125 MHz með 32 MB af minni og AGP-tengi. Þótt Creative markaðssetji kortin með látum og beri hiklaust saman við 3Dfx-kort og TNT er nokkuð ljóst að þau standast þeim ekki snúning, að minnsta kosti ekki í hraða. Þau hafa þó sitthvað til að bera og eru ágætis miðlungskort og henta jafnvel til uppfærslu ef ör- gjörvi tölvunnar er ekki ýkja hrað- ur. Einnig kynntu Intel og S3 fyrir skemmstu sérstakt samstarf í skjá- hraðlamálum sem hefur meðal ann- ars það í för með sér að Savage4 mun nýta út í æsar SSE-viðbótina í Pentium III, sem mun væntanlega auka nýtingu kortsins nokkuð. Savage4-kortið er með fullum AGP 4X stuðningi, innbyggt 24-bit raunlits 270 MHz RAMDAC með gamma-leiðréttingu. Minni á kort- inu getur verið upp í 32 MB og upp- lausn mest 1600 x 1200. Grafískur örgjörvi er 128 bita. Kortið spilar DVD og er með stuðningi fyrir flata skjái. Fullur stuðningur er fyrir Direct3D, DirectDraw, DirectShow og OpenGL, en enginn fyrir Glide frekar en í öðrum kortum frá 3Dfx. Fleiri framleiðendur hafa kynnt kort sem byggja á Savage4, til að mynda Diamond sem kallar sín kort Stealth III S520 og Stealth II S540 með 16 og 32 MB minni. Mikið hefir verið lagt upp úr rammahraða, sérstaklega í Quake- _ prófunum, sem orðnar eru helsti mælikvarðinn þegar skjákort eru tekin til kosta. Rammahraði á Cr- eative Savage4-kortinu sem reynt var var góður, en myndgæði óvenju mikil í Quake II, að minnsta kosti samanborið við Voodoo2, enda not- ar Savage4 hærri upplausn í áferð og 32 bita litaspjald, sem Voodoo2 (og reyndar Voodoo3) ræður ekki við. Þeir S3-menn kynna með Sa- vage4 nýja þjöppunartækni, S3TC, í grafíkinni, en leikjaframleiðendur þurfa að bæta henni við í leiki sína til að hún komi að einhverjum not- um. Af skjámyndum að dæma gerir hún mikið gagn, en óljóst hvort hún á eftir að ná hylli. S3TC-tæknin krefst einnig mjög mikils minnis og treystir á AGP til að dæla upplýs- ingum á milli svo ekki er hægt að nota það við PCI-kort og helst þarf minni að vera vel yfir 128 MB. Eins og getið er í upphafi var S3 í öðru sæti á sölulista skjáhraðla- framleiðenda á síðasta ári og naut þar góðs af sölu til tölvuframleið- enda. I fyrsta sæti var ATI, sem verður líklega helsti keppinautur Savage4 með Rage 128-hraðlinum sem notið hefur hylli upp á síðkast- ið. Líklega munu Savage4 og Rage 128 keppa á miðjunni, en 3Dfx og TNT kljást á toppnum. HANN ER KOMINN Við þurfum ekki að segja meira! Opið laugardag 10:00 -16:00 og BT Skeifunni sunnudag 13:00 -17:00 H I f »S pprnATnR Tbe Phantom Menace Ævintýraleikur i þríviddar- umhverfi. Góð spilun og i frábær söguþráður. RACER Hasarleikur i fyrsta gæðaflokki Ótrúleg þríviddargrafík og ævintýralegur hraði. 'A290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.