Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bjarni Gíslason fæddist í Dalbæ í Gaulverjabæjar- hreppi 24. október 1911. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 1. júní siðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Hannesson, frá Skipum í Stokkseyr- arhreppi, f. 1875, d. 1913, og Margrét Jónsdóttir frá Sand- lækjarkoti, f. 1885, d. 1930. Hann var næstyngstur fjög- urra systkina. Þau eru: Jón, f. 1909, d. 1980, kennari og síðar skólastjóri við Verslunarskóla íslands; Margrét f. 1910, d. 1991, ljósmóðir í Reykjavík; Sig- urbjörg, f. 1913, húsmóðir í Hafnarfirði. Hinn 20. maí 1944 kvæntist Bjarni Bryndísi Eiríksdóttur frá Egilsseli í Fellum, f. 18. júli 1922. Foreldrar Bryndísar voru Eiríkur Pétursson, f. 1883, d. 1953, og Sigríður Brynjúlfsdótt- ir, f. 1888, d. 1954. Börn Bjarna og Bryndísar eru: 1) Margrét, f. 1944, leiðbeinandi, gift Viggó K. Þorsteinssyni, hafnsögumanni. Þau eiga tvö börn. 2) Eiríkur, f. 1946, vélvirki, kvæntur Ásdisi J. Karlsdóttur bankagjaldkera. Þau eiga þrjú börn. 3) Sigríður, f. 1948, þroskaþjálfi, gift Guð- mundi B. Kristmundssyni dós- Haustið 1911 hófst saga Bjama Gíslasonar í Dalbæ í Gaulverjabæjar- hreppi. Samvistir foreldra hans urðu ekki langar. Faðir hans lést aðeins tveimur árum síðar og varð móðir hans að taka sig upp með böm sín og flytjast til foreldra sinna í Sandlækj- arkoti. Þar var Bjami síðan tekinn í fóstur af móðurforeldrum sínum. Afi hans andaðist þegar hann var 11 ára og gekk þá frændi hans, Eiríkur Jónsson, honum í foðurstað. Bjami varð afar hændur að honum og lík- legt er að þaðan hafi hann fengið ýmsa þá fræðslu um búskap sem varð grunnur að farsælu starfi síðar. Bjarni fékk lögbundna fræðslu svo sem títt var í þá daga en auk þess var hann tvo vetur á Laugarvatni og átti þaðan afargóðar minningar. Við sem þetta skrifum ræddum það stundum að líklega hafi Bjarni mun- að betur skólaár sín á Laugarvatni en við þá skólagöngu sem fram fór löngu síðar. Hann fylgdist með skólafélögum og sagði sögur úr kennslu og gat um ýmislegt sem kennarar sögðu honum eða hann las. Tíminn á Laugarvatni var dýr- mætur og hefur líklega með öðru orðið til þess að bóklestur og löngun í fróðleik fylgdi honum alla tíð. Þeg- ar við tengdabömin vomm í heim- sókn ræddi hann oft um það sem Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Svemr Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ ent. Þau eiga tvö börn. 4) Guðrún Elísabet, f. 1949, skrifstofumaður, gift Benedikt S. Vil- hjálmssyni vöru- stjóra. Þau eiga þijú börn og tvö barnabörn. 5) Jón, f. 1951, verkfræðing- ur, kvæntur Lilju Árnadóttur deildar- sljóra. Þau eiga tvö börn. 6) Gísli, f. 1954, d. 1978, tré- smfðanemi. 7) Odd- ur Guðni, f. 1955 bóndi á Stöðulfelli, kvæntur Hrafnhildi Ágústsdóttur. Þau eiga þrjú börn. 8) Guttormur, f. 1959, bóndi í Skálholti, kvæntur Signjju B. Guðmundsdóttur kennara. Þau eiga þijár dætur. Eftir fráfall föður síns fluttist Bjami með móður sinni að Sandlækjarkoti þar sem hann ólst upp hjá afa sínum Jóni Bjarnasyni og síðar hjá móður- bróður sfnum Eiríki Jónssyni og fjölskyldu hans. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni í tvo vetur 1933-1935 og einn vetur í Iðnskólanum á Eyr- arbakka. Bjarai hóf búskap á nýbýlinu Stöðulfelli árið 1945 og átti þar heima til dauðadags. Útför Bjarna fer fram frá Skálholtskirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. hann var að glugga í og sýndi okkur jafnvel síðu eða mynd. Efnið gat ver- ið af ýmsum toga, svo sem vísukom, frásagnir af atburði eða mönnum, sögur eða jafnvel umræður um höf- und Njálu. Árið 1944 kvæntist Bjami eftirlif- andi eiginkonu sinni, Bryndísi Ei- ríksdóttur frá Egilsseli í Fellum, og þau hófu búskap á nýbýlinu Stöðul- felli í Gnúpverjahreppi, skammt frá Sandlækjarkoti. Fyrsta árið bjuggu þau í bragga sem síðar varð fjárhús. Ibúðarhúsið var síðan reist, lítið hús og líklega af þeirri stærð sem nú er talið hæfa þriggja til fjögurra manna fjölskyldu. Bömin urðu átta og oft vom þar böm og vinnumenn til við- bótar á summm. Þrátt fyrir þetta sögðust þau hjón og böm þeirra að þau myndu ekki eftir því að það hafi verið þröng á þingi. Sú umræða hófst ekki fyrr en tengdaböm fóm að hafa orð á því. Það hefur orðið að hefð í fjölskyldunni að minnast þess í lok maí á hverju ári er Bjami og Bryndís hófu búskap á Stöðulfelli. Líf þeirra hjóna hefur eflaust ekki ætíð verið auðvelt. Það þurfti stöðugt að brjóta land til ræktunar og ala önn fyrir stómm bamahópi. Vinnudagur hefur því hafist snemma og honum lokið seint. Þegar þau vom innt eftir því var fátt um svör og lítið gert úr erfiðleikum. Heldur getið um jákvæða hluti eins og þegar fyrsta dráttarvélin var keypt og hvað það hafi verið mikill munur að fá þvottavél. Bjami var dagfarsprúður, ham- ingjusamur maður sem var sáttur við hlutskipti sitt í lífinu. Þrátt fyrir það kom fýrir að dimmdi hjá hjónun- um á Stöðulfelli. Árið 1978 misstu þau Gísla son sinn, aðeins rúmlega tvítugan að aldri. Bjami bar harm sinn í hljóði en þeir sem næstir hon- um stóðu fundu vel hve afar þungt áfallið var honum. Þegar Bjami var rúmlega sjötug- ur veiktist hann hastarlega af hjarta- sjúkdómi og var vart hugað líf. Hann var fluttur í skyndingu til aðgerðar í London og var þar milli heims og helju í nokkrar vikur. Það sýnir ef til vill vel hve vænt honum þótti um lífið að hann gat þess stundum við okkur að sér hefði þótt slæmt að missa þar einar 5-6 vikur úr lífi sínu. Það var læknum Bjama töluvert undmnar- efni hve seigt var í honum og lífsvilj- inn sterkur. Hann náði sér vel og átti eftir að lifa 13 hamingjurík ár á Stöðulfelli þar sem Oddur sonur hans tók við búi. Bjami gat því starfað að bú- skapnum nokkur ár til viðbótar, gef- ið góð ráð og notið þess að hafa bamabörnin í kringum sig dag hvem. Heimsóknir þeirra sem fjarri bjuggu vom tíðar og sum dvöldu sumarlangt hjá afa og ömmu á Stöðulfelli. Þar lærðu þau margt þarflegt en líklega kemur þeim best það veganesti sem fólst í þeirri fyrir- mynd sem þau fengu og birtist í heiðarleika, orðheldni og iðjusemi. Það vakti athygli okkar hve mikinn áhuga og rækt hann lagði við framtíð barnabarnanna og hve umhugað honum var um menntun þeirra og áhugamál. Bjami hafði ætíð mikinn áhuga á búskap og þjóðmálum en hestar og hestamennska vom þau áhugamál sem vom honum ofarlega í sinni. Þau urðu oft að umræðuefni þegar færi gafst. Sá áhugi þvarr aldrei þó svo hann hafi hætt að fást við hesta þeg- ar aldur færðist yfir en þá fór hann að sinna öðmm hugðarefnum sínum. Hann hafði mikið yndi af skógrækt og nú blasir við vænn lundur fyrir of- an StöðulfeOsbæinn. Fyrir síðustu jól, þegar nokkur okkar sátum í eldhúsinu á Stöðul- felli, tjáði hann okkur að hann hefði hug á því að gefa fjölskyldum bama sinna jólatré úr skóginum. Þetta var nýnæmi því hann hafði ekki verið mikið fyrir „skógarhögg" af þessu tagi. Það var gaman að fara upp í lundinn með Bjama og velja tré. Þá brosti hann blíðlega og naut sín í desembemepjunni. Við sögðum hon- um að við hygðumst gróðursetja fimm tré fyrir hvert eitt sem fellt væri. Þau tré skuldum við Bjama, þau verða gróðursett í sumar. Bjarni var hagleikssmiður og hafði unun af því að renna úr íslenskum viði. Hann undi sér margar stundir í kjallaranum á Stöðulfelli við smíðar. Það er ekki langt síðan hann smíðaði ýmislegt gagnlegt fyrir ættingja og vini og síðasta stund hans í kjallar- anum var einungis örfáum dögum fyrir andlátið. Lausavisur og annar kveðskapur var Bjarna afar hugleikinn og hann kunni þvílík ósköp af vísum að svo virtist sem hann gæti gripið til vísu af hvaða tilefni sem var. Nú sjáum við eftir því að hafa ekki hripað hjá okkur sumt af því sem hraut af vör- um hans. Ekki er víst að það sé víðar að finna. Lífssaga Bjama er fullskrifuð en góð saga gleymist seint og oft verður til hennar vitnað. Við, sem þessar línur skrifum, þökkum honum sam- fylgdina og minnumst með þakklæti margra ánægjustunda þar sem hlý- leiki og mannkærleikur Bjama settu svip á hverja stund. Við biðjum hon- um blessunar og sendum Bryndísi samúðarkveðjur. Ásdís Karlsdóttir, Benedikt Vilhjálmsson, Guðmundur B. Kristmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Signý Guðmundsdóttir, Viggó Þorsteinsson. Það nálgast aldamót. Ný og óþekkt öld gengur senn í garð og um leið kveður sú tuttugasta sem við teljum okkur þekkja nokkuð vel. Við aldarlok vantar æði mikið upp á að við nútímabörn getum tileinkað okk- ur og skilið aðstæður fólks sem fæddist á fyrstu tugum aldarinnar. Slíkar hugsanir leita á hugann við fráfall öldungs sem auðnaðist að eignast hamingjuríkt líf og leggja með starfi sínu lóð á vogarskálar sem stuðluðu að þeirri velferð sem við lifum við í dag. Aldamótin verða vafalítið notuð til upprifjunar en jafnframt munu margir leitast við að skyggnast inn í óskrifaða framtíð og leggja á ráðin hvernig farsælt verði að haga málum. Þá væri ekki úr vegi að hafa í huga reynslu, þekkingu og verksvit þeirra sem áttu þátt í að skapa velmegun samtímans. I dag kveðjum við Bjarna á Stöðul- felli hinstu kveðju. Hann er einn full- trúa þeirra sem börðust til bjargálna í stríðslok. Hann trúði á landið og gæði þess og var ævinlega stoltur af uppruna sínum og sveitinni sinni. Hann var ekki bara Ámesingur. Hann var Gnúpverji. Honum auðnað- ist þrátt fyrir brostna heilsu síðustu árin að ná háum aldri og halda skýrri hugsun allt til þess síðasta. Bjami stundaði alla sína starfsævi hefðbundinn blandaðan búskap. Ég hygg að hann hafi verið afar góður bóndi í bestu merkingu þess orðs þar sem velferð skepnanna var í fyrir- rúmi. Útsjónar- og hirðusemi urðu til þess að honum búnaðist afar vel þótt vart verði talað um að verald- legur auður hafi verið í garði. Þá kom nýtnin, útsjónar- og nægjusem- in sér. Auk þess var hann gæddur þeim eiginleika að hann undi ævin- lega glaður við sitt. Þeir eðliskostir í skapgerðinni komu e.t.v. best í Ijós þegar sótti á brattann í lífinu eins og þegar einn sonanna féll frá í blóma lífsins eða þegar mjög hallaði undan fæti hjá honum sjálfum líkamlega. Bjarni var fremur lágur vexti, teinréttur í baki, léttstígur og kvikur í hreyfingum allt þar til elli kerling og heilsubrestur tóku að herja á. Þetta líkamlega atgervi átti eftir að koma til góða hin síðustu ár þegar sporin tóku að þyngjast. Hann var trúaður maður og fastheldinn í skoð- unum. Jafnframt var Bjami glaðvær og átti gott með að gleðjast með vin- um bæði heima og heiman. Hann hafði gaman af að lesa bækur og fylgdist vel með þjóðmálaumræð- unni. Hann kunni ósköpin öll af kvæðum og vísum og miðlaði af þeirri kunnáttu hin seinni ár þegar um tók að hægjast. I öllu því sem Bjarni á Stöðulfelli tók sér fyrir hendur naut hann ævin- lega samstarfs og hjálpsemi hörku- duglegrar eiginkonu, hennar Dísu. Hún hafði komið austan af Héraði í vinnumennsku á næsta bæ við Sand- lækjarkot, Sandlæk. Þau byggðu sér bú á Stöðulfelli úr engu. Lögðu nótt við dag. Eignuðust átta böm og er afkomendafjöldinn eftir því. Við leiðarlok hefur verið dregin upp mynd af Bjama bónda á Stöðul- felli eins og hann birtist unglings- stelpu vestan úr Borgarfirði sem fyr- ir hartnær þrjátíu árum tók að koma í heimsóknir austur í Hrepp. Þá stundaði Bjarni búskapinn af kappi ennþá. Svo kom að hann dró sig í hlé. Það gerði hann hljóðlega. Hann hætti búskap og Oddur sonur hans tók við. Enn einu sinni tókst honum að skipa málum á svo farsælan hátt að umskiptin urðu algjörlega átaka- laus en hann fór í staðinn að lesa fleiri bækur, horfa meira á sjónvarp- ið, rækta tré í hlíðinni fyrir ofan bæ- inn og smíða meira af smámunum í kjallaranum. Það var mikil gæfa að hann skyldi fá að eyða ævikvöldinu á stað sem hann hafði byggt upp og unni svo mjög. Við sem eftir lifum þökkum sam- fylgd og góða fyrirmynd í leik og starfi. Hvíl í friði. Lilja Árnadóttir. Það em ekki margir dagar síðan ég kom í heimsókn til þín í sveitina og Benedikt litli stökk upp í rúm til þín og heilsaði þér með sínum gösla- gangi. Nokkrnm dögum seinna kom ég í heimsókn til þín á sjúkrahúsið og spjallaði við þig. Þá var mikið af þér dregið. Þegar við kvöddumst virtist mér þú vera sáttur. Þær vom ófáar stundimar sem við áttum sam- an í sveitinni. Margar af mínum helstu æskuminningum em tengdar staðnum, þér og ömmu. Við snemmst í kringum lambféð á vorin, inni í húsi og úti um öll tún. Ég var fyrsta afabamið og nafhi og var þess vegna býsna eigingjam á þig og ömmu. Ég átti mitt fleti inni í her- bergi hjá ykkur fram eftir öllum aldri. Eftir að þínum búskap lauk, tók skógræktin hug þinn allan á sumrin en smíðamar á vetuma. Þeir em ófáir smjörhnífarnir sem þú smíðaðir niðri í smíðaherbergi og skógurinn uppi í klettum er mestall- ur vaxinn okkur upp fyrir höfuð. Ýmsir siðir og venjur fannst mér sem krakka skrítnir hjá þér, en urðu svo hluti af þér. Mér fannst fyrst voða skrítið að þú svafst alltaf í sokk- um og foðurlandinu og svo eftir há- degi lagðir þú þig með Tímann yfir andlitinu. Þér þótti nú voða vænt um Tímann. Þegar þú fórst niður á Sel- foss klæddir þú þig alltaf upp á og settir á þig hatt. Ferð í kaupfélagið var heilmikill viðburður og alltaf gaman að skoða hvað keypt hafði verið þegar þú komst heim. Einn af þínum veikleikum vom bóksölu- menn. Mér er til efs að nokkur bók- sali hafi farið fyluferð heim að Stöðulfelli. Bókasafnið þitt er orðið BJARNI GÍSLASON mikið og ég efast um að þar sé nokk- ur bók sem þú ekki last, enda vitnað- irðu oft í vísur og hendingar úr þeim. Mig gmnar að ansi margar gamlar visur muni glatast með þér. Elsku afi minn, ég bið að heilsa þeim sem þú hittir á ferðalögum þín- um í framtíðinni og bið guð að varð- veita þig. Bjarni Benediktsson. I minningunni um hann afa minn Bjama Gíslason frá Stöðulfelli situr efst í huga mér það jákvæða hugafar sem hann tamdi sér. Af því reyndi ég að draga þann lærdóm að vinna á mínum þrautum á jákvæðan hátt. Víst er að maður getur gert þær létt- ari með því að taka á þeim á réttan hátt og í kjölfarið gert lífið ham- ingjuríkara. Eftir erfiða hjartaað- gerð á hans efri áram sýndi afi af sér gríðarlegan viljastyrk og með sínu jákvæða viðhorfi náði hann að vinna á þessari miklu þraut. Uppskeran var sú að við fengum að njóta nær- vem afa lengur en maður þorði að vona á þeim tíma. Undantekningar- laust fór ég með bros á vör eftir að hafa hitt á afa, með hugann við það sem hann hafði verið að gantast með og þá oft í formi vísna. Nú er nær- vera afa lokið. Engu að síður mun hann dvelja með okkur í huganum sem og á öðmm stöðum. Fyrir þess- ar samvemstundir með afa ber að þakka en um leið að halda áfram út í lífið með jákvætt hugarfar. Brynjar Viggósson. Þau em orðin mörg árin frá því mér bauðst fyrst að dvelja um sumar- tíma í sveitinni hjá Bjama móður- bróður minum og Bryndísi, konu hans. Ef til vill þótti það ekkert til- tökumál á þeim tírna þegar flest borg- arböm fengu tækifæri til að kynnast lífinu í sveitinni með þeim hætti en boðið var sannarlega höfðinglegt þar sem ég bættist í stóra bamahópinn þeirra bara eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Þægindi við heimilishald vora samt langt frá því sem nú er en það var eins og allt hefði sinn ákveðna tíma. Lífið í sveitinni gekk sinn gang með sínum töfrum sem fylgja því að eiga samvistir við dýrin og náttúmna og allt þetta var mér ómetanlegt veganesti fyrir lífið. Bjami frændi var mikill bóndi, dugnaðarforkur, áhugasamur, fram- sækinn og með pólitískar skoðanir. Ég minnist hans sem manns sem bjó yfir einstakri þolinmæði og geðprýði. Það var fátt sem kom honum úr jafh- vægi, hann var dagfarsprúður og hægur maður. Þegar færi gafst var hann kátur í góðra vina hópi, söng og stjómaði því sem hann vildi ef því var að skipta. Móður minni reyndist hann ein- staklega vel þótt þau væm ekki alin upp saman. Það var samt alltaf eitt- hvað elskulegt í samskiptum þeirra, auk glettni og smástríðni nú hin síð- ari ár. Nú hefur hann frændi lokið langri farsælli ævi og þrátt fyrir sáran son- armissi og hnignandi heilsu síðustu æviárin tel ég hann mikinn gæfu- mann. Um það ber stóra fjölskyldan hans vitni en allt er það mannkosta- fólk. Elskulegri eiginkonu hans, Bryn- dísi, svo og öllum afkomendunum, sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Margrét Friðbergsdóttir. Ef ég mætti yrkja yrkja vild’ eg jörð Sveit er sáðmannskirkja, sáning bænargjörð, vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akur breiður, blessun skaparans. (Bjami Ásg.) Þetta erindi kemur mér oft í hug þegar ég kveð góðan vin úr bænda- stétt hinsta sinni. Og nú verður það yfirskrift fátæklegra orða um Bjarna Gíslason bónda á Stöðulfelli. Hann var einn af þeim sem höfðu þann lífsmáta að ganga um jörð sína með lotningu, hann unni henni, hún var hans helgidómm-, bóndans nægta- bmnnur. Hann skildi ábyrgðina sem bóndanum er falin í hendur, með öllu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.