Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 51
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 51 Elsku Bubbi minn, ég finn ekki orðin sem lýsa söknuði mínum til þín. Þú varst besti vinur sem hægt var að hugsa sér. Þú varst eini strákurinn sem ég gat talað við um allt, ég gleymi aldrei stundunum okkar saman, ég man þegar ég gekk með Birtu og var að upphfa erfið tímamót í lífi mínu og við töl- uðum í síma, stundum oft á dag í marga tíma, þú varst alltaf til stað- ar sem vinur og skildir mig alltaf svo vel. Ég man þegar við lágum saman og töluðum um ástina, lífið og hlustuðum á tónlist, þú varst svo mikill áhugamaður um tónlist, það var svo gaman að hlusta á hana með þér. Við hlustuðum á Doors, Metallicu, Pearl Jam, Bubba Mor- tens og auðvitað lögin okkar tvö „November Rain“ og „Eye of the Tiger“. Þú sagðir alltaf að „Eye of the Tiger" lagði ætti svo vel við okkur tvö vegna þess að við værum með tígrisdýra augu. Síðast þegar ég talaði við þig varst þú svo glað- ur, hress og varst svo snortinn þegar ég sagði þér að Birta kallaði þig Bubba frænda, þig hlakkaði svo til að fara í frí í júní, koma í bæinn, eyða tíma með vinum þínum og fara svo á Hróarskeldu í sumar að skemmta þér. Elsku Bubbi ég vona að þú bíðir mín opnum örmum þar sem þú ert, við skellum Doors á fóninn og skemmtum okkur sem við gerðum svo vel saman. Ég fór að lesa í spámanninum (Kahil Gibran) þegar mér fannst sorgin vera að buga mig og sárs- aukinn sem verstur fann ég hérna fallegt um Vináttuna, Sorgina og Dauðann, takk fyrir minningarnar Bubbi minn, ég geymi þær í hjarta mínu ávallt. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar þú ert sorgmædd/ur skoðaðu þá huga þinn,ogþúmuntsjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í fjarveru hans Hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öld- um lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fúnd guðs síns? Þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. Elsku Ingunn, Jón, Björgvin og Addý, guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Þú átt þinn stað í hjarta mínu, hvíl þú í friði. Þín, Ingibjörg (Ganna). Elsku Bubbi, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég á erfitt með að skrifa þetta því að þetta er allt svo óraunverulegt. Þegar ég hugsa um þig, elsku Bubbi, finnst mér ég heyra röddina þína. Þú varst góður vinur og áttir marga góða vini, þar á meðal mig. Við áttum margar góðar stundir í Breiðholtinu. Það var alltaf líf og fjör hjá þér, þegar ég hlusta á Doors mun ég alltaf minnast þín. Að skrifa þessa grein rifjar upp svo margar skemmtilegar stundir en ég vildi óska þess að það væri stutt síð- an ég heyrði í þér. Ég hef svo margt að segja þér. Ég vona að þér líði vel núna, elsku Bubbi, og að einhvem tímann munum við hittast aftur. Guð gefi fjölskyldu og ástvinum styrk á þessari erfiðu stundu. Ég kveð þig með söknuði í hjarta, Bubbi minn. Þín vinkona, Ásthildur. + Þórhalla Steins- dóttir húsmóðir fæddist á Bakkagerði í Borgarfirði eystra 10. mars 1916. Hún lést á Dvalarheimil- inu Hlíð á Akureyii 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórhild- ur Sveinsdóttir hús- móðir, f. 27. júlí 1894 í Neshjáleigu í Loð- mundarfirði, d. 11. des. 1984, og maður hennar Steinn Ár- mannsson póstur, vegaverkstjóri og bóndi, f. 6. mars 1884 f Brúnavík, Borgarfirði eystra, d. 27. ág. 1969. Auk Þórhöllu áttu þau Árna Björgvin, sem lést ungur, Sigríði, búsetta á Akranesi, m.h. Jón Guð- mundsson, sem er látinn, og Sveinbjörgu, búsetta í Borgarfirði eystra, m.h. Helgi Jónson, sem er látinn. _ Þórhalla giftist Karli Ásgrími Ágústssyni verslunarmanni frá Grund í Borgarfirði eystra, f. 7.12. 1910, d. 7. júm' 1991 á Akur- eyri. Foreldrar Karls voru hjónin Guðbjörg Alexandersdóttir hús- móðir, f. 23.7. 1891 á Minna-Mos- felli í Ámessýslu, d. á Selfossi 4.4. Nú, þegar Halla frá Litla-Garði, eins og Þórhalla Steinsdóttir var jafnan kölluð, hefur lokið jarðvist sinni, fer ekki hjá því að margar góðar minningar um hana komi upp í hugann. Hún var óvenju falleg kona er hélt glæsileik sínum allt fram á síð- ustu ár. Halla fluttist árið 1933 frá Borg- arfirði til Þórshafnar þar sem hún giftist frænda mínum, Karli Agústssyni. Á Þórshöfn bjuggu þau allt þar til þau fluttust til 1974, og m.h. Vilhelm Ágúst Ásgrímsson bóndi á Ásgrímsstöð- um í Hjaltastaðaþing- há, N-Múl., f. 5.8. 1888 á Unaósi, d. 26.7. 1971 á Selfossi, og áttu þau Helgu, h.m. Ágúst Steinsson, Akureyri, Vilhelmínu Ingibjörgu, h.m. Ingólfur Andrés- son, Sauðárkróki, Bjöm, h.k. Þóra Ein- arsdóttir, Egilsstöðum, Halldór, h.k. Brigitte Ágústsson, Akureyri, Guðjón Sverri, Skúla, h.k. Ólína Steingríms- dótir, Selfossi, og Heiðrúnu, h.m. Einar Sigbjömsson, Egilsstöðum. Þórhalla og Karl hófu búskap á Þórshöfn á Langanesi 1933 og gift- ust þar 9. apríl 1938. Til Akureyr- ar fluttu þau 1945 og settust að á Litla-Garði innan við bæinn. Þar bjuggu þau með nokkurt bú alla sína tíð en Karl stundaði ætíð verslunar- og skrifstofustörf með- fram búskap. Si'ðustu ár sín var hún á Dvalarheimilinu Hlíð. Þór- halla og Karl eignuðust alls tíu börn og komust níu til manns og eiga afkomendur: samtals 29 barnabörn og 29 barnabamabörn. Þau em: 1) Halldór Karl, deildar- Akureyrar árið 1945, en síðar keyptu þau býlið Litla-Garð, sem varð heimili þeirra og vinnustaður, uns þau fluttu á dvalarheimilið Hlíð, þar sem þau dvöldu til ævi- loka. Karl lést árið 1991. Þau hjónin eignuðust tíu böm, og þarf því ekki að fara í grafgötur um að mikinn tíma og mörg handtök hefur þurft til þess að sinna þeirra stóra heimili. En þar sem ást og gleði býr í ranni er alltaf pláss fyrir hug og hjarta. Og svoleiðis var jafn- an í Litla-Garði. Þar var alltaf pláss sljóri á Akureyri, en k.h. er Halla Guðmundsdóttir og eiga þau tvo drengi og tvær stúlkur og níu barnabörn. 2) Óskírt meybarn lést viku gamalt. 3) Steinn Þór, lögreglumaður í Reykjavík, k.h. Edda Þorsteinsdóttir og eiga þau þijár dætur og sex barnabörn, þau slitu samvistir, sambýliskona Steins er Þórunn Jónsdóttir. 4) Katrín Helga, húsmóðir, Selfossi, m.h. er Andrés Valdimarsson sýslumaður og eiga þau tvo drengi og tvær dætur og eitt barnabarn. 5) Ágúst Birgir að- stoðarskólameistari, k.h. Svan- hildur Alexandersdóttir, Hafnar- firði, þau eiga tvær dætur og tvo syni og fimm barnabörn. 6) Þór- hallur, flugstjóri Reykjavík, er látinn, k.h. Aðalheiður Ingvadótt- ir og áttu þau tvær dætur og einn son og þijú barnabörn. 7) Anna Halldóra, húsmóðir í Garðabæ, h.m. er Björn Axelsson verslun- armaður og eiga þau tvo syni og eina dóttur og fjögur barnaböm. 8) Ásgrímur, slökkviliðsmaður, Ákureyri, k.h. Guðlaug Gunnars- dóttir og eiga þau eina dóttur og einn son. 9) Þórhildur, snyrti- fræðingur, Selfossi, h.m. er Matthías Garðarsson heilbrigðis- fulltrúi og eiga þau tvo syni. 10) Guðmundur, viðgerðarmaður, Akureyri, h.k. Valgerður Sigfús- dóttir og eiga þau þijár dætur og einn son og eitt barnabarn. títför Þórhöllu fór fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. maí. fyrir gesti, þó fjölskyldan væri fjöl- menn, og oftast voru fleiri til sætis við matarborðið en fjölskyldan ein, því þau hjónin löðuðu fólk að sér með hlýju sinni og glaðværð. Og það voru ekki bara matar- og kaffígestir sem þar bar að garði, því þau skutu stundum skjólshúsi yfir fólk sem var illa stætt og vant- aði griðastað um tíma. Það sýnir vel að þrátt fyrir annríki og stóra fjölskyldu sem þau höfðu fyrir að sjá, þá var hjartarýmið alltaf nóg og góðmennskan í fyrirrúmi. Lengst af sínum starfstíma var Kalli sölumaður hjá verksmiðjum Iðunnar á Akureyri. En þar sem stóra heimilið þeirra þurfti talsvert meira til rekstursins en laun eins manns, þá ráku þau jafnframt bú- skap í mörg ár, voru með kýr, kindur og hesta. Það þýddi auðvitað að vinnudag- urinn varð óhemju langur, yfirleitt langt fram á kvöld, hvem dag, rúmhelgan sem helgan. Og á sumr- in þurfti auðvitað að heyja handa skepnunum, og ekki var það minna verk. En það var ótrúlegt hvað þetta gekk allt saman, og ekki var það að sjá, ef maður kom í heim- sókn að kvöldi, að fólkið væri að- framkomið af þreytu. Þá var iðu- lega glens og grín á lofti og oft var - - hlegið hjartanlega í Litla-Garði. Höllu hafði hlotnast gott vega- nesti út í lífið, þar sem var einstök verklagni hennar og gáfur. Allt lék í höndum hennar. Lengst af saum- aði hún allt á stóra hópinn sinn, sem var, eins og gefur að skilja, mikið verk, og hefur kostað marg- ar vinnustundirnar. Vegna veikinda eiginmanns síns hin síðari árin, þurfti Halla að bæta á sig hluta af verkum hans, og veit ég að þessir tímar voru henni erfiðir á stundum. En hún var sterk kona og yfirvann þá erf- iðleika, eins og annað það sem hún þurfti að fást við í lífinu. Og aldrei var lognmoOa í kring- v um Höllu. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, og lét sig máhn varða. En aldrei glataði hún sínum hlýja persónu- leika, þrátt fyrir það. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka allt það góða, sem ég og við hjónin, nutum á heimili Höllu og Kalla, allar yndislega góðu og glöðu stundimar, sem við geymum í minningunni. Við viljum senda fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. '•' Guð blessi minningu hjónanna í Litla-Garði. Ásta Jónsdóttir. ÞORHALLA STEINSDÓTTIR ANNA ANIKA BETÚELSDÓTTIR + Anna Anika Betúelsdóttir fæddist í Höfn í Hornvík hinn 19. desember 1901. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Isafirði 4. júní si'ðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Betúel Betúelsson (f. 1857, d. 1952) frá Dynj- anda og Anna Jóna Guðmundsdóttir (f. 1875, d. 1959) frá Hesteyri. Þau bjuggu í Höfn frá 1895 til 1934. Anna var í miðj- um hópi ellefu systkina, en tvö þeirra lifa Onnu: Pálfna (f. 1905) nú vistmaður á Grund og Guðbjartur (f. 1908), sem býr hjá dóttur sinni í Garðabæ. HÖn systkinin átta, sem látin eru, voru: Sölvi (f. 1893), Guðmundur (f. 1896) , Betúel (f. 1897) , Ingibjörg (f. 1898) , Sumarliði (f. 1900), Jón (f.1903), Sigurður (f. 1909) og Ólafur (f. 1911). Anna ólst upp í Höfn, en fluttist það- an 1931 að Kaldá í Önundarfirði, þar sem hún bjó allt til þess er hún varð vistmaður á öldrun- arheimilinu Sólborg á Flateyri fyrir fimm árum. Anna lauk námi frá Húsmæðraskólanum á ísafirði 1927. Anna giftíst ekki og eign- aðist engin böm. títför Önnu fer fram frá Flat- eyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Anna föðursystir mín var mér nær sem fósturmóðir á mótunarár- um ungs drengs í sveitinni á Kaldá. Ég átti þess kost að kynn- ast lífinu í sveit og sveitastörfum á árunum 1954 til 1962 eða í níu sumur. Anna og Guðmundur bróð- ir hennar bjuggu á Kaldá ásamt ömmu, Önnu Jónu, sem þá var há- öldruð og átti við veikindi að stríða. Lífshlaupi Önnu verður best lýst með þremur orðum: fórnfýsi, um- hyggja og vinnusemi. Nær allt hennar líf snerist um þjónustu við aðra fremur en eigin langanir eða markmið. Fyrst er vinnan á upp- eldisheimilinu í Höfn og umönnun yngri bræðra. Síðar umönnun aldr- aðra foreldra á eigin heimih að Kaldá þar sem hún bjó í 63 ár ásamt Guðmundi bróður sínum. Anna naut barnaskólafræðslu í skamman tíma eins og þá gerðist og átti þess síðar kost að fara á Húsmæðraskólann á Isafirði þaðan sem hún útskrifaðist 1927. Anna starfaði nánast aldrei utan heimihs nema í skamman tíma hjá öðrum í vist m.a. hjá Ragnheiði á Sólbakka. Hélst vinátta þeirra alla tíð upp frá því. Anna var mér nokkurs konar fósturmóðir sumrin níu á Kaldá. Uppeldisformúlan var einföld: Vinnusemi er dyggð og ekkert get- ur komið í stað dugnaðar við vinnu, hver sem hún er. Leti var ekki liðin og borgarlinur stráksnáðinn skyldi læra það. Annar þáttur var mennt- un. Állir þurfa að læra. Það var mikilvægt fyrir alla. Ómeðvitað eða meðvitað kunni hún að hvetja. Ótal sinnum sagði Anna: „Þú verður góður í reikningi eins og hann afi þinn“. Snáðinn trúði þessu og reikningur varð uppáhaldsfagið í skóla. Mig langar til að segja frá þrem- ur atvikum, sem lýsa persónu Önnu þ.e. hlýju hennar, umhyggju og fórnfýsi. Eitt sinn vorum við þrjú Anna, Guðmundur og ég að setja ofan bát af fjörukambinum og út í sjó. Við notuðum dráttarvél til að ýta, en halda þurfti trékubb þannig að hægt væri að koma afli vélarinnar við. Ég hélt kubbnum og klemmdi mig smávegis. Það mátti ekki og hún vildi halda kubbnum. Ef eitthvað færi úr- skeiðis væri betra að hún yrði fyrir því en ég. Einu sinni eignaðist ég hvolp, sem Anna reyndar hélt ekk- ert upp á fremur en hunda al- mennt. Hvolpurinn varð fyrir bíl og dó. Ekki stóð á Önnu að nefna strax að ég mætti fá annan hvolp þó að umönnunin yrði hennar, þeg- ar ég færi í skólann. Mitt uppáhald í sveitinni var að fá að fara á sjó með Guðmundi á trillunni - með net eða færi. Þetta var toppurinn á verunni í sveitinni. Einu sinni voru nokkrir gestir úr Reykjavík og farið var á sjó. Ekki var pláss fyrir mig í það skiptið og fremur dapur gekk ég frá sjónum upp á túnið í slæjuna til að slá með orfinu. Fljótlega kallaði Anna úr eldhús- inu og bað mig að finna sig. Hún rétti mér súkkulaðibita og sagði að ég færi næst með. Sporin til baka í slægjuna voru léttari. Svona var Anna. í hörðu vinnuumhverfi sveitarinnar var tími fyrir um- hyggju og hlýju. Anna var mikil hannyrðakona. Hún pijónaði, heklaði og saumaði út. Ótal fallegir hlutir eru til eftir hana. Meðan kraftar entust allt fram á síðustu ár, hafði hún ánægju af þessari iðju sinni. Ég vil færa þakkir til nágranna og vina Önnu og Guðmundar. Að- stoð ykkar við þau, þegar kraftam- ir minnkuði, verður aldrei fullþökk- uð. Þakkir færi ég einnig starfs- fólki Sólborgar á Flateyri þar sem Önnu leið vel og var ánægð síðustu fimm árin sín. Anna mín, þakka þér fyrir árin á Kaldá. Blessuð sé minning þín. Andrés B. Sigurðsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, GUÐRÚN BENJAMÍNSDÓTTIR, Hrafnhólum 6, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtudaginn 10. júní. Jörgen Pétursson, Einar Þ. Guðmundsson, Lára Ósk Óskarsdóttir, Sólrún Jörgensdóttir, Pálína Jörgensdóttir, Finnbogi Jörgensson, Lára Loftsdóttir, Jörgen Pétur Jörgensson, Elva Björk Sveinsdóttir, Benjamín Magnús Óskarsson, Tómas Ingi Tómasson, Bylgja Dögg Ólafsdóttir, Benjamfn Sigurðsson, Pálfríður Benjamfnsdóttir, Sóley B. Fredriksen og barnabörn. >w f'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.