Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ því lífi sem þeim er trúað fyrir bæði í jarðargróðri og búfé. Af næmum skilningi tókst honum að hlúa þannig að hvoru tveggja að það óx, dafnaði og margfaldaðist í höndum hans og varð grunnurinn að velgengni og hamingju sem líkja má við ævintýri. Bjarni fæddist í Dalbæ í Gaul- verjabæjarhreppi, en í frumbemsku var faðir hans snögglega kallaður burt af þessum heimi. Stóð þá móðir- in ein uppi með fjögur börn og þröngan fjárhag. Hún átti trausta og góða foreldra í Sandlækjarkoti, þau buðu henni að koma með börnin, þangað fór hún með þrjú eldri börn- in, en yngsta dóttirin fór til móður- systur sinnar á Bimustöðum. Bjarni ólst fyrst upp hjá afa og ömmu og var upp frá því nátengdur þeim stað þar sem ættmenn höfðu búið í hart- nær tvö hundruð ár mann fram af manni. Þar var einnig Eiríkur móð- urbróðir Bjarna. Með þeim tókust mikil og náin tilfmningatengsl. Eftir að Eiríkur og Kristín kona hans tóku við búi fylgdi Bjarni frænda sínum. Litu þau alla tíð á hann sem sinn son. Hann var allmörg ár bakhjarl þein-a og hjálparhella við búskapinn. Bjarni vai- greindur og umfram allt fróðleiksfús alla sína daga. Því fór hann til að efla þessa hæfileika í nýstofnaðan Laugarvatnsskóla þar sem æskufólk úr öllum byggðum landsins sótti sér visku og þrótt. Smíðisgripir Bjarna frá skólanum þóttu einstaklega vel gerðir og fal- legir. Fáguð vinnubrögð voru honum eðlislæg í öllum hlutum til æviloka. Hann bætti við frekara námi í smíða- iðn þótt hann öðlaðist aldrei starfs- réttindi í henni. Það nýttist samt vel í störfum sem hann átti eftir að taka sér fyrir hendur. Á fimmta áratugnum urðu breyt- ingar á högum Bjarna er austfirsk stúlka, Bryndís Eiríksdóttir, varð eiginkona hans, sem farsællega stóð við hlið hans yfir fimmtíu ár. Árið 1945 keyptu þau litla jörð húsalausa, reistu þar nýbýlið Stöðul- fell í miðju túninu, sem býður upp á undurfagurt útsýni til austurfjalla og jökla allt frá Heklu til Þríhyrnings með Þjórsána í forgrunni. Ofan við bæinn er fellið fríða sem bærinn heitir eftir. Þarna hófst stórkostlegt ævintýri við lítil efni en því meiri vinnu og þrautseigju, þar sem nótt var lögð við nýtan dag við að byggja hús og rækta stærri tún, sem endaði með glæsilegu góðbýli, sem gleggst má sjá þegar ekinn er þjóðvegurinn neðan við bæinn. Á þessum árum fæddist hvert barnið af öðru sem urðu átta, en son- inn Gísla misstu þau í æskublóma lífsins. Það var þungur harmur fyrir alla fjölskylduna. Það hefur verið ákaflega gaman að íylgjast með þessari stórijölskyldu, samheldni hennar og dugnaði. Má minna á skógarreitinn í fjallshlíðinni ofan við bæinn sem Bjami var afar stoltui’ af. Þai- gat fjölskyldan samein- ast eða lítið bamabarn farið með afa til að gróðursetja litla plöntu og síðar miðað sig við á margan hátt, sem að lokum verður stórt og Hmríkt tré. Framsóknarflokkurinn og sam- vinnuhreyfíngin áttu í Bjarna góðan talsmann sem alltaf hafði brennandi áhuga á stefnumálum þeirra og framgangi. Bjarni var góður hestamaður og þekktur fyrir hæfileika sína sem tamningamaður. Menn muna snilld- argæðinginn hans „Neista“, ein- dæma fagurskapaðan fjörgamm með mikla ganghæfileika, hlaut fyrir eft- irsótt verðlaun. Enda komu peninga- menn að sunnan og héldu að efnalít- ill sveitapiltur léti ginnast. Það fór á annan veg, tilboðinu var hafnað. Hann átti með þessum vini sínum ómældar ánægjustundir. Bjarni vissi að viðskipti við jörðina væru hæg- fara en örugg, væri að þeim unnið í trúnaði. Starf bóndans var ekki og er ekki enn vænlegt til að safna verald- arauði, enda var auðsöfnun aldrei á stefnuskrá Stöðulfellsbóndans. Hann hefur getað fylgst me'ð því síðustu árin hvernig lífsstarfíð hans hefur blómstrað og vaxið í höndum sonar síns Odds og konu hans Hrafnhildar. Við vottum Dísu og fjölskyldunni allri innilega samúð. Að lokum kveðjum við Bjarna og þökkum hon- um hlýju og velvild alla tíð. Guð blessi þig, góði vinm’. Björn Erlendsson. MINNINGAR MAGNÚS GUÐMUNDSSON + Magnús Guð- mundsson fædd- ist í Sandvík 26. júlí 1923. Hann lést á Landsspítalanum í Reykjavík 6. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Gríms- son úr Biskupstung- um og Sesselja Sveinsdóttir frá Barðsnesi í Norð- firði. Systkini hans eru: Helga, f. 1916; María, f. 1917; Ósk- ar, f. 1918, d. 1991; Einar f. 1919, d. 1998; Sveinn, f. 1921, d. 1983; Guðrún, f. 1922; Hallgerður, f. 1924; Sesselja, f. 1925, og Sveinbjörn, f. 1926. Frá fjögurra ára aldri ólst Magnús upp hjá Sigdóri V. Brekkan og konu hans Onnu Hermannsdóttur á Melstað á Nesi, Norðfirði. Eiginkona Magnúsar var Andrína Guðrún Bjömsdóttir, f. 2. október 1923 en hún lést 4. nóvember 1996. Börn þeirra era: 1) Skúli, f. 6. september 1945, húsasmfða- meistari í Hafnarfirði. 2) Björn, Hann pabbi er dáinn, einhvern veginn er það hálf óraunverulegt. Ég man að þú sagðist ætla að verða allra karla elstur og mér datt varla annað í hug en að þú myndir ná þér aftur þegar þú varst lagður á sjúkrahúsið. Ég veit að fráfall mömmu fyrir rúmlega tveimur ár- um varð þér þungt. Svo versnaði sjónin og tíminn sem þú gast lesið góða bók, setið við píanóið og spilað og sungið fór að verða styttri og styttri. Ef til vill hefur þetta valdið því að baráttuþrekið minnkaði. Eft- ir standa góðar minningar sem varðveitast. Hvað ég gat dáðst að skemmtilegu myndunum sem þú teiknaðir á örskotsstundu og skrautskriftinni sem þú áttir til. Þú galdraðir landslag upp á vegg og tókst af okkur myndir inni í stofu, vaðandi snjó gerðan úr sængum upp á mið læri. Eða varpaðir skuggum okkar á lak fest í dyra- gætt og tókst af okkur skugga- myndir. Þú kenndir okkur að virða bókmenntir og listir. íslensk tunga var ykkur mömmu kær og þið lögð- uð ríka áherslu á það við okkur að tala rétt mál. Vandvirkni og það að gera alltaf sitt besta var annað sem þið vilduð að við temdum okkur. Ég man eftir heimsóknum nemenda í blokkflautuleik, söngæfingum Sam- kórsins í stofunni heima og heim- sóknum innlendra og erlendra listamanna sem fengnir voru til bæjarins. Ofá hlutverkin hjá leikfé- laginu féllu þér í skaut og stundum fékk ég að aðstoða þig við að læra f. 29. september 1946, kennari í Nes- kaupstað. 3) Guð- rún, f. 18. maí 1948, tónmenntakennari í Reykjavík. 4) Grím- ur, f. 22. desember 1950, kennari í Nes- kaupstað. 5) Magn- ús, f. 20. febrúar 1956, verkfræðing- ur á Akureyri. 6) Anna, f. 4. septem- ber 1966, píanó- kennari í Hafnar- firði. Barnabörn þeirra eru sautján og barnabarnaböm sex. Magnús lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1944. Hann kenndi við skólana í Nes- kaupstað og sinnti auk þess ýmsum verkefnum í bæjar- og félagsmálum. Magnús stjórnaði Samkór Norðljarðar um margra ára bil, starfað lengi með Leikfélagi Norðfjarðar og leikstýrði hjá áhugaleikfélögum víða um land. Útför Magnúsar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þau. Alltaf fannst mér þú leggja metnað þinn í að gera eins vel og hægt var. Ég flaug snemma úr hreiðrinu og fór suður í skóla en ekki kom annað til greina en að koma heim á Hlíðargötuna í öllum fríum. Þá komst ég að því að aðrir ungar áttu huga þinn og þeir voru fiðraðir. Margar krásirnar voru bornar fyrir þá í hvaða veðri sem var og þú fylgdist af áhuga með öll- um flækingunum sem áðu í garðin- um við húsið. Sumir þeirra byggðu sér þar meira að segja hreiður. Ofá símtölin áttir þú við aðra fuglaá- hugamenn en þér féll illa þegar skjóta þurfti einn fiðraðra gesta þinna í rannsóknarskyni. Börnin mín kölluðu ykkur mömmu Hlíð- arafa og Hlíðarömmu af því að þið áttuð heima á Hlíðargötu. Þangað var gott að koma, stór garður með mörgum trjám og ýmislegt hægt að bralla. Þú sast líka stundum og lagðir kapal sem þú kallaðir „gáfna- mannakapal“ og sagðir að væri ekki nema íyrir slíka. Þú kenndir hann samt börnunum og að sjálf- sögðu lögðu þau sig enn meira fram um að læra kapal með svo virðu- legu nafni og þóttust menn að meiri þegar það tókst. Nú er komið að leiðarlokum, pabbi minn. Veikindi og áhyggjur eru á braut og mér finnst gott að hugsa til ykkar mömmu umvafin tónlistinni sem ykkur þótti svo fal- leg og allt orðið gott aftur. Takk fyrir allt, pabbi minn. Magnús (Maggi ,,Iitli“). ÞOREY BJORK INGVADÓTTIR + Þórey Björk Ingvadóttir fæddist á Akureyri 27. október 1966. hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsi Akureyrar 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 21. maí. Um mig streyma minningar hljóðar semaðáttumviðgóðar, jafnt í gleði og raun. Það er auðlegð að lifa hér með minningum þeim, er þú kvaddir þennan heim. Allai’ þessar umliðnu stundir, okkar hamingjufundir, leita á huga minn. Er ég kveð þig mín kæra vina með tár á kinn, þú átt ávalt kærleik minn. Gegnum sorgarinnar ský, skín vonarinnar stjama. Nú þú gleði þína átt á ný, i hópi drottins barna. (Einar Örn Einarsson.) Okkur langar til að minnast góðrar vin- konu sem svo fyrir- varalaust var hrifin á brott úr þessu jarð- neska lífi og við feng- um því miður ekki að njóta langra samvista við. Við eig- um það allar sameiginlegt að hafa kynnst Þóreyju sem liðveitendur hennar og hafa tengst henni mjög nánum og sérstökum böndum. Við fengum því miður aldrei að kynnast þér sem fullfrískum einstaklingi, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 49^ Æskuminningar okkar systranna um afa okkar og ömmu eru órjúfan- lega tengdar húsinu sem þau áttu að Hlíðargötu 2 og stóra garðinum sem þar er. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn og leika sér í skóginum í garðinum sem var eins og víðáttumikill frumskógur í aug- um krakka og alltaf var hægt að uppgötva eitthvað nýtt. Þarna var klifurtré þar sem leyfilegt var að príla að vild, en í hinum trjánum mátti ekki klifra, því afa og ömmu þótti mjög vænt um trén sín. Þarna var líka fjöldinn allur af fuglum sem þau hændu að sér og tóku jafn- vel í fóstur. Þegar við eltumst og þroskuð- umst uppgötvuðum við smám sam- an hvað bæði afi og amma voru merkilegar persónur. Þau voru bæði sérlega vel að sér og laus við hvers kyns fordóma. Að þessu leyti og mörgu öðru fannst okkur þau vera á undan sinni samtíð. Afi var góður leikari og gaman var að hlusta á hann segja þjóðsögur úr Sandvíkinni, þar sem hann fæddist. Lýsingarnar á Sandvíkur-Glæsi voru jafnan vel kryddaðar sem gaf sögunni mikið skemmtanagildi. Og fyrst við erum að minnast á krydd þá er ekki hægt að sleppa því að minnast á ljúffenga matinn sem hann eldaði. Sérgreinar hans voru kraftmiklar súpur og vel kryddaðar og þykkar rjómasósur (afasósur) með steikinni. Þessa matseld getur enginn leikið eftir. Afi bar aldrei sitt barr eftir að amma dó í nóvem- ber árið 1996. Það var augljóst að það var honum erfitt að vera án hennar. Áhugi hans á öllum mögu- legum hlutum dvínaði þó aldrei. Hann hjálpaði okkur systrunum báðum við ýmis verkefni í háskóla- náminu, og við gerðum okkur þá ennþá betur grein fyrir því hversu gott minni afi hafði og hvað hæfi- leikar hans til að draga ályktanir af vísbendingum voru miklir. Afi var þeirrar skoðunar að nýta mætti mun betur en nú er gert vitneskju þeirra sem eru aldraðir. Hann var af þeirri kynslóð sem man þegar bærinn við Norðfjörð var að slíta barnsskónum. Honum fannst nauð- synlegt að virkja þekkingu þessar- ar kynslóðar og vildi sjá setta á laggirnar umræðuhópa eldri borg- ara um ýmislegt sem tengist horfn- um tímum og að skráð yrði sú vit- neskja sem þar kæmi fram. Sjálfur lagði hann sitt af mörkunum til að varðveita upplýsingar um horfna tíma. Hann safnaði meðal annars gömlum segulbandsupptökum og vildi koma þeim yfir á aðgengilegt form. Vonandi mun okkar kynslóð uppgötva nauðsyn þess að glata ekki sögu hans kynslóðar. Að lokum viljum við kveðja afa okkar með ljóði eftir eitt af hans uppáhaldsskáldum Jóhannes úr Kötlum. Rauð sól víkur fyrir blárri stjömu og sem hvít gufa í logni bærist mín hljóða sál og tíminn streymir framhjá eins og gagnsæ móða og svipir feðranna skjótast inn í húmið og loka á eftir sér og við tjömina skrjáfar í gulu sefi um leið og blærinn hneigir sig og andar á h'tinn fugl en djúpt inn í lognið hniprar sig sálar minnar eilífa gáta og leysist upp. Harpa og Hrönn. Enn fækkar í hópnum sem út- skrifaðist úr Kennaraskóla Is- lands vorið 1944. Þegar við á sól- björtu vorkvöldi hittumst til þess „ að halda upp á að 55 ár voru liðin frá því að við urðum kennarar, var bekkjarbróðir okkar Magnús Guð- mundsson, að kveðja þennan heim. I nóvember 1996 andaðist kona hans, Guðrún Bjömsdóttir, og það var mikill missir fyrir Magnús. Þau trúlofuðu sig á Þingvöllum í skóla- ferðalagi okkar vorið 1944 og þau traustu bönd, sem þá voru hnýtt, héldust í rúm 52 ár, þangað til Guð- rún dó. Og nú er Magnús kominn til hennar. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Magnús, hann var fullur af sprelli og uppátækjum og kom okkur í gott skap með glaðværð ■» sinni. Eftir kennaraprófið skildu leiðir því Magnús og Guðrún fóru að kenna á Norðfirði, heimabyggð Magnúsar, og ferðalög milli lands- hluta voru á þeim tíma ekki eins al- geng og í dag. Þau áttu líka varla heimangengt því fjölskyldan varð stór. Þau eignuðust 6 börn, sem öll hafa komist vel til manns og hafa verið foreldrum sínum styrkur sið- ustu árin í veikindum þeirra. Það var því ekki fyrr en núna síðustu árin að við fórum að hitt- ast aftur, en oft heyrðum við Magnúsar getið í fréttum. Hann var að stjórna kórum eða setja upp leikrit. Hann stofnaði og stjórnaði Samkór Neskaupstaðar og var mjög virkur í Bandalagi ís- lenskra leikfélaga. Hann setti upp á þess vegum og stjórnaði leikrit- um víða. Við vissum að á þessum listrænu sviðum nutu hæfileikar hans sín vel og glöddumst yfir áhuga hans og dugnaði. Að leiðarlokum eiga margir góðar minningar um Magnús. Við sem vorum með honum í skóla hugsum hlýtt til hans. Hann var Ijúfur og vandaður piltur og hjálp- ~ fús skólabróðir. Við þökkum hon- um allar skemmtilegu samveru- stundirnar. Bömum hans og þeirra fjöl- skyldum sendum við einlægar sam- úðarkveðjur. Bekkjarsystkini útskrifuð úr Kennaraskóla íslands vorið 1944. elsku Þórey. En þrátt fyrir það varst þú alltaf heilbrigð í okkar aug- um og okkur þótti óendanlega vænt um það þakklæti og þá ástúð sem þú sýndir okkur í hvert skipti sem við hittumst. Þegar við setjumst niður og horfum til baka hvarflar hugurinn óneitanlega til ákveðinna atburða: Manstu öll skiptin sem við fórum á kaffihús og horfðum á allt fólkið og mannlífið í kringum okkur. Kaffihúsin á Akureyri munu þín vegna alltaf eiga ákveðinn sess í hugum okkat’. Manstu eftir öllum bíóferðunum. Þegar við komum að sækja þig og þú varst alltaf komin í jakkann og skóna með Dagskrána í hönd tilbúin að sýna okkur hvaða mynd þig langaði að sjá. Oftar en ekki urðu spennumyndir fyrir val- inu og ekki spillti ef leikarinn var myndarlegur. Manstu hvað við fór- um oft í bókabúð og spurðum eftir nýjasta tölublaði af People Mag- azine. Þú varst alltaf með það á hreinu hvað var í blaðinu. Þó þú glataðir hluta af lestrarhæfileika þínum varstu í eðli þínu alltaf fróð- leiksfús lestrarhestur. Manstu Mallorca-ferðina ykkar Maríu. Auð- vitað, henni gleymir hún ekki held- ur. Við hlökkuðum alltaf til að hitta þig því við vissum að það var gagn- kvæmt. Það var alveg sama hvað við reyndum að koma snemma, þú varst alltaf tilbúin á undan okkur - stundvísi þín var einstök. Það að fá að kynnast þér gaf okkur svo ótrú- lega margt að það er ekki hægt að lýsa því með orðum. Það að vera lið- veitandi þinn var ekki vinna heldur vinátta og kunnum við þér bestu þakkir íyrir yndisleg kynni, því við erum svo sannarlega betri mann- eskjur á eftir. Þínar vinkonur, Marfa, Eyrún og Birgitta. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- ~ lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200, slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.