Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Jenný Sif Steingrímsdóttir Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði Áleið til Ítalíu JENNÝ Sif Steingrímsdóttir náði bestum námsárangri stúdenta frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í vor. Athygli vekur að Jenný lauk stúdentsprófi á þremur árum. Jenný segist vera mjög ákveðin og skipulögð í námi. „Ég reyndi að læra í eyðum í skólanum og þurfti lítið að læra heima,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. Jenný stundaði nám á tungumálabraut og hefur ákveðið að leggja áherslu á tungumálanám í framtíðinni. Frá Hafnarfirði til Ítalíu Jenný er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og getur fáa staði hugsað sér betri. Hún hefur hins vegar tekið stefnuna á háskólanám á Italíu í haust, en þar var hún skiptinemi íyrir tveimur árum. „Mig langaði ekki í háskólann hér heima,“ sagði Jenný og hún segist kunna vel við sig á Italíu. „Mér líkar fólkið, tungumálið, maturinn og landið." Jenný hefur sótt um nám á tungumálabraut háskólans í Bologna og gerir ráð fyrir að læra málvísindi, bókmenntir og tvö til þrjú tungumál auk ítölsku. Námið tekur fjögur ár, en Jenný segist vel geta hugsað sér að búa lengur á Italíu. Morg^inblaðiö/Grímur Hjalti Jónsson Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Stefnir á sálfræði og fótbolta Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. HJALTI Jónsson, tvítugur Eyja- peyi, fékk hæstu einkunn nýstúd- enta sem brautskráðir voru frá Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum í vor. Ekki er reiknuð út meðaleinkunn hjá stúdentum sem brautskráðir eru í Eyjum en Hjalti sagðist mjög sáttur við þær ein- kunnir sem hann fékk. Hjalti útskrifaðist af náttúríræði- braut eftir þrjú og hálft ár, eða sjö annir. Hann hóf nám í Framhalds- skólanum strax að loknum grunn- skóla en eftir tvö og hálft ár tók hann sér hvíld frá námi í hálft ár og „Öldungur“ dúxaði í Framhaldsskóla Vestfjarða Morgunblaðið/Halldór Sv. GUÐFINNA Gestsdóttir ræddi um mikilvægi fjarkennslu við útskrift Framhaldsskóla Vestfjarða. Allar leiðir opnar GUÐFINNA Gestsdóttir var dúx Framhaldsskóla Vestfjarða í vor. Árangur hennar er athyglisverð- ur fyrir þær sakir að hún tók sér tíu ára hlé frá námi áður en hún lauk stúdentsprófi. Á árunum tíu stofnaði hún fjölskyldu og rak blómabúð. Guðfinna á tvö börn og segir vissulega mikla vinnu að reka heimili samhiiða námi en „börnin voru ósköp ljúf og sæt við mömmu sína“. Guðfinnu líkaði vel að setjast aftur á skólabekk og ráðleggur öllum sem tök hafa á að reyna. „Það var gaman að vera með krökkunum,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. hélt til Þýskalands til að spila fót- bolta. Hjalti bjó hjá þýskri fjöl- skyldu meðan hann dvaldist ytra og einbeitti hann sér að fótboltaiðkun- inni auk þess sem hann lagði sig fram um að læra málið og gekk það mjög vel, að hans sögn. Hjalti vann í hlutastarfi með náminu síðustu tvær annimar en auk þess er hann á fullu í fótbolta og æfir og spilar með Islandsmeist- urum ÍBV. Hann segir að auðvitað hafi talsverður tími farið í fótbolt- ann en hann sé vanur því að eyða tíma í boltann því hann hafi verið á kafi í fótbolta frá bamæsku. Lið ÍBV fór í tvær æfingaferðir til út- landa í vetur, fyrst í níu daga ferð til Flórída í febrúar og í lok mars var farið í viku ferð til Portúgals. Hjalti fór með í báðar ferðimar en auk þess var farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir upp á fastalandið auk allra æfinganna í Eyjum. Hjalti segir að þótt mildll tími hafi farið í fótboltann hafi það ekki truflað hann sig í náminu. „Þetta er bara spuming um að skipuleggja tímann vel, nýta hann og vera ekki að slugsa með hlutina fram á síðustu stundu. Mér hefur alltaf gengið vel að skipuleggja tíma minn og líklega er það þess vegna sem fótboltinn hefur ekki truflað mig í náminu," segir Hjalti. Ef vel er unnið skilar það árangri Hjalti segist telja sig hafa fengið góða menntun í Framhaldsskólan- um í Eyjum. „Ég er mjög ánægður með skól- ann. Þetta er lítill skóli og mér leið Smíðarnar lágu beint við ÖSSUR Imsland lauk húsasmíða- námi frá Iðnskólanum í vor og hlaut flestar viðurkenningar nemenda við útskrift frá skólan- um. Össur var hógvær í samtali við Morgunblaðið og sagði náms- hæfiieikana ekki meðfædda, hann hafi þurft að erfiða nokkuð viðnámið. Össuri þótti iðnteiknun skemmtilegasta námsgreinin og getur vel hugsað sér að mennta sig frekar á því sviði, „ég myndi vifja læra tækniteiknun eða eitt- hvað áþekkt, t.d. arkitektúr,“ sagði Össur. Fjölskylduiðngrein Össur hefur starfað sem smið- ur í sjö ár og rekur nú fyrirtæki á Höfn í Homafirði ásamt bróður sínum sem einnig starfar sem smiður. Faðir þeirra bræðra og eldri bróðir starfa líka við smíð- Fjarkennsla mikilvæg Guðfinna leggur ríka áherslu á mikilvægi fjarkennslu fyrir landsbyggðarfólk, hún hefur áhuga á frekara námi í rekstrar- fræði en ekki er boðið upp á íjar- vel í honum. Sumir vilja halda því fram að nemendur úr þessum litlu skólum séu verr undirbúnir fyrir framhaldsnám en þeir sem koma úr stærri og viðurkenndari skólum en ég er ekki sammála því. Menntunin er alltaf undir hverjum og einum komin. Ef fólk leggur sig eftir hlut- unum þá nær það árangri. Það er sama námsefni sem farið er yfír og kennarar eru til staðar svo er það bara hvers og eins að nýta það sem boðið er upp á og vinna úr því. Ef vel er unnið skilar það árangri. Ég ákvað að nota tímann í fram- haldsskólanum til að undirbúa mig vel undir framhaldsnám á háskóla- stigi og skipulagði vel tíma minn og lærdóminn til að venja mig við vinnubrögð sem ég veit að þarf að nota þegar kemur að háskólanámi,“ segir Hjalti. Hjalti starfar í sumar sem leið- sögumaður fyrir þýska ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar og nýtir þar með þýskukunnáttu sína til að fræða ferðamennina um það sem fyrir augu ber í Eyjum. Stefti- an hefur svo verið sett á framhalds- nám og í dag segir Hjalti sálfræðina vera efsta á blaði hjá sér. Hann seg- ir að sér hafi boðist skólastyrkur frá skóla í Bandaríkjunum og er hann að athuga með hvort hann heldur vestur um haf í haust en skólastyrk- urinn bauðst honum vegna knatt- spyrnuhæfni hans. Hjalti segir að ef hann taki þá ákvörðun að þiggja ekki styrkinn við Bandaríska skólann þá muni hann setja stefnuna á Háskóla Is- lands þar sem hann hyggst þá nema sálfræði. Morgunblaðið/RAX ÖSSUR Imsland hlaut flestar viðurkenningar við útskrift Iðn- skólans í Reykjavík í vor. ar. Össur segir því ekkert annað hafa komið til greina þegar hann valdi sér atvinnu. Þegar Morgunblaðið náði tali af Össuri var hann á leið til Ítalíu með karlakórnum Jökli. Hann segist hafa gefið kórstarfinu frí meðan á námi stóð en er nú tek- inn til við það aftur. kennslu á því sviði. Guðfinna er heimavinnandi um þessar mundir en segir að sér séu allar leiðir opnar, hún geti til að mynda vel hugsað sér að hefja verslunar- rekstur að nýju. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ELFAR Þórarinsson fékk við- urkenningar fyrir framúrskar- andi námsárangur í fjórum tungumálum. Menntaskólinn á Egilstöðum Alltaf gengið vel að læra Egilsstöðum. Morgunblaðið. ELFAR Þórarinsson var meðal þeirra nemenda Menntaskólans á Egilsstöðum sem fengu viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi árangur. Ekki er hefð fyrir því í þeim skóla að nemendur séu yfirlýstir dúxar held- ur tíðkast að veita viðurkenningar. Elfar lauk námi á málabraut og fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í frönsku, dönsku, þýsku og íslensku. Hann var grunnskólaár sín í Hall- ormsstaðaskóla og einn vetur í Al- þýðuskólanum á Eiðum áður en hann fór í Menntaskólann á Egils- stöðum. Hann var allan sinn grunn- skóla í heimavist eins og önnur börn sem búa í dreifbýli. Elfar segist alltaf hafa átt auðvelt með að læra. Hvað framhald varðar þá gerir hann ekki ráð fyrir að nota tungumálakunnáttu sína að öllu leyti við aðalverkefni nánustu framtíðar því hann ætlar sér að halda áfram í menntaskóla og taka fleiri áfanga í stærðfræði. Hann stefnir á einhvem menntaskóla í Reykjavík og eftir það hyggur hann á nám í lyfjafræði. „Lyfjafræðin krefst mikillar stærðfræðikunnáttu og ekld er hægt að komast inn í Háskóla Islands án hennar," segir Elfar. ,Að vísu sótti ég um nám í lyfjafræði við nokkra skóla í Englandi og fékk inngöngu í fjóra. Námsgjöldin þar eru hins veg- ar svo há að það hentar mér betur að ljúka stærðfræðinni og taka nám- ið hér heima.“ Elfar lauk stúdentsprófinu á rúm- um þremur árum. Hann hefur ferð- ast erlendis, bæði sem námsmaður og á eigin vegum. Hann fór ásamt §jö öðrum íslenskum nemendum til Ítalíu á vegum Leonardo-verkefnis- ins þar sem þau lærðu ítölsku í mán- uð og fengu svo að vinna þama úti í tvo mánuði. „Þetta var tólf manna hópur, 8 Is- lendingar og 4 Norðmenn. Ég vann þama á hóteli sem tók á móti er- lendum ferðamönnum, sem flestir vom Þjóðverjar." Elfar kynntist kæmstunni sinni þarna úti. Hún er norsk og var ein af hópnum. Hann dvaldi með henni í Noregi í þrjá mánuði og fór svo til Spánar þar sem hann starfaði í tvo mánuði að markaðssetningarmálum fyrir norskt fyrirtæki sem á fjölda sumar- húsa á Spáni. I sumar vinnur hann við trjá- plöntun fyrir Héraðsskóga. Hann stundar frjálsar íþróttir og körfu- bolta og spilar auk þess fótbolta með íþróttafélaginu Þristi. Morgunblaðið/Sig. Fannar JENS Hjörleifur Bárðarson dúx frá Fjölbrautaskóla Suðurlands lítur framtíðina björtum augum. Dúx FJölbrautaskóla Suðurlands / Ahugamaður um eðlis- fræði og knattspyrnu Sdfossi. Morgunblaðið. JENS Hjörleifur Bárðarson stúdent af eðlis- og náttúmfræðibraut var dúx Fjölbrautaskóla Suðm-lands í vor. Jens sýndi framúrskarandi ár- angur í stærðfræði, eðlisfræði, nátt- úmfræðum og þýsku. Fyrir þennan árangur var hann verðlaunaður og hlaut að auki sérstök verðlaun fyrir besta heildarárangur stúdenta, með- aleinkunn hans var 9,33. Framtíðin leggst vel í Jens. I sum- ar er hann í þjálfunarbúðum í Há- skóla íslands fyrir ólympíuleikana í eðlisfræði sem fram fara á Italíu í júlí. I haust ætlar Jens að skella sér í Háskólann og þar mun hann leggja eðlisfræðina fyrir sig. „Eðlisfræðin býður upp á óteljandi möguleika, ég ætla að sjá hvaða greinar innan eðl- isfræðinnar heilla mig mest áður en ég tek ákvörðun um frekara nám,“ segir Jens. Hann og kærasta hans, Ásta Björk Jónsdóttir, hafa sótt um vist á stúdentagörðunum en hún hefur stærðfræðinám við Háskóla Islands í haust. Nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu formi Jens leggur mikla rækt við áhuga- mál sín. Hann æfir knattspyrnu með meistaraflokki karla á Selfossi og hefur náð góðum árangri þar. Á síð- asta ári var hann m.a. valinn leik- maður ársins í 2. flokki. „Ég tel það afar mikilvægt að stunda líkamlega áreynslu samhliða þeirri andlegu. Menn verða að vera í góðu líkamlegu formi til þess að geta lagt stund á námið af krafti. Ég fer þar að fordæmi Grikkja til foma sem reistu íþróttahús við hliðina á bóka- söfnunum. Ég verð þó að skipu- leggja tímann vel tíl þess að allt gangi upp.“ Dúxar hafa stundum verið stimpl- aðir sem svolítið skrýtnir en Jens Hjörleifur svarar slíkri spurningu án þess að hika: „Ef það er „nördalegt" að stunda nám sitt af krafti og leggja sig fram við það þá er ég „nörd“, en ég tel mig ekki vera minni mann fyr- ir vikið.“ Námshestur úr Iðnskólanum í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.