Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ Evrópumótið í sveitakeppni að hefjast Metþátttaka í opnum flokki BRIPS Malta EVRÓPUMÓTIÐ í SVEITAKEPPNI Evrópumótið í sveitakeppni hefst um helgina á Möltu og stendur yfir næstu tvær vikur. Hægt er að fylgj- ast með mótinu á Netinu á slóðinni: http://www .bridge.gr/tourn /Malta.99/malta.htm. ÍSLENDINGAR senda lið til keppni í opnum flokki og kvenna- flokki á Evrópumótinu í brids, sem sett verður á Möltu í dag, en einnig er keppt þar í öldungaflokki og tví- menningi kvenna. Metþátttaka er í opna flokknum, 37 þjóðir, en í kvennaflokki keppa 22 þjóðir. íslenska liðið hefur undanfarin átta ár ávallt verið í fremstu röð þjóða í opna flokknum á Evrópu- mótum. Besti árangurinn á þessu tímabili er 4. sætið árið 1991 í Killar- ney á írlandi. Þetta sæti gaf rétt til keppni á heimsmeistaramótinu síðar þetta ár sem Islendingar unnu, sæll- ar minningar. Róðurinn gæti orðið þyngri í þetta skipti því enginn þeirra spil- ara, sem myndað hafa kjarnann í landsliðum Islands á síðasta áratug, gaf kost á sér í þetta skipti. Ailir eru liðsmennirnir á Möltu þó reyndir spilarar og munu án efa ekki gefa neitt eftir í baráttunni við hinar Evrópuþjóðirnar. Tveir í landsliðinu nú, Asmundur Pálsson og Jakob Kristinsson, hafa keppt áður á Evrópumóti. Asmund- ur var fastamaður í landsliðinu á sjöunda og áttunda áratungum en hefur ekki keppt í því síðan 1979. Jakob tók þátt í Evrópumóti árið 1995 og hann hefur einnig keppt á nokkrum Norðurlandamótum, síð- ast í fyrra ásamt félögum sínum í landsliðinu nú, Magnúsi Magnús- syni, Antoni Haraldssyni og Sigur- birni Haraldssyni, og þeir urðu nokkuð óvænt í 2. sæti. Sjötti mað- urinn í Evrópuliðinu, Þröstur Ingi- marsson, hefur ekki spilað fyrir Is- lands hönd í opnum flokki áður og þeir Magnús hafa einnig takmark- aða spilareynslu saman. Fyrirliði liðsins, Ragnar Hermannsson, er einnig nýliði í því hlutverki, en hann hefur oft áður komið að þjálfun og stjómun bridsliða og er reyndur íþróttaþjálfari. EVRÓPUMEISTARAR ítala á sviðinu í Montecatini árið 1997. Frá vinstri eru Carlo Mosca fyrirliði, Andrea Buratti, Lorenzo Lauria, Al- fredo Versace, Giorgio Duboin, Massimo Lanzarotti og Norberto Bocci. Endurnýjun hjá mörgum þjóðum Þegar farið er yfir þátttakenda- listann sést að nokkur endurnýjun er einnig meðal annarra sterkra bridsþjóða. í landslið ítala vantar til dæmis Lauria, Versace, Buratti og Lanzarotti sem myndað hafa kjarn- ann í liðunum sem unnið hafa tvö síðustu Evrópumót og Rosen- blumbikarinn. í liðinu nú eru Gi- orgio Duboin og Norberto Bocchi, sem einnig voru í síðasta Evrópuliði, Soldano de Falco og Guido Ferraro, auk tveggja nýliða. Aðeins tveir af heimsmeisturum Frakka eru í Evrópuliðinu nú, Franc Multon og Christian Mari, en aðrir liðsmenn er lítt þekktir. Það vekur nokkra athygli að Hervé Mouiel, einn heimsmeistaranna, er nú jiðsstjóri Mónakóliðsins. í pólska liðið vantar fjandvini ís- lendinga, þá Balici, Zmudzinski, Gawrys og Lasoci. í þeirra stað spila heimsmeistaramir í tvímenningi, Kwiecien og Pszczola, og aðrir liðs- GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^igæða flísar ^ipæða parket i^jyóð verð ^jyóð þjó nusta menn eru reyndir spilarar, Kowalski, Romanski, Tuszynski og Jassem. Hollendingar senda tvö af heims- meistarapörum sínum til Möltu, Wubbo de Bauer, Bauke Muller, Jan Westerhof og Piet Jansen. Þá vekur athygli að John Collins er kominn í lið Breta en hann var síð- ast í bresku landsliði árið 1981 og lítið hefur heyrst til hans síðan. Þrír nýliðar em í liðinu en kjölfestan er tvíburamir Stuart og Gerald Tred- innick. Hin Norðurlöndin munu án efa blanda sér í baráttuna um efstu sæt- in. Norðmenn senda liðið sem kom hingað á Bridshátíð í vetur, þá Tor Helness, Jon-Egil Fumnes, Boye Brogeland og Erik Sælendsminde og með þeim em Jon Sveindal og Arild Rasmussen sem em gamal- reyndir landsliðsmenn. Svíar senda svipað lið og venjulega, þá Bjöm Fallenius, Mats Nilsland, Tommy Gullberg, Lars Andersson, Peter Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 14.00 Altarisganga Organisti Bjarni Jónatansson Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannesson. Qí Iff 8 13 33 &§ @§ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 65 «■ Fredin og Magnus Lindkvist. Steen Möller er kominn aftur í danska landsliðið og spilar þar við Sören Godtfredsen og með þeim em hjónin Peter og Dorthe Schaltz, Sören Christiansen og Morten Andersen. Spennandi barátta í kvennaflokki íslenska kvennaliðið hefur á und- anförnum ámm verið við miðjan hóp á Evrópumótum. íslenska liðið sem keppir á Möltu er orðið talsvert reynslumikið og hefur æft vel und- anfama mánuði og hefur því alla burði til að blanda sér í baráttu efstu liða. Liðið er skipað Esther Jakobsdótturj Ljósbrá Baldursdótt- ur, Önnu ívarsdóttur, Guðrúnu Óskarsdóttur, Hjördísi Sigurjóns- dóttur og Ragnheiði Nielsen. Stef- anía Skarphéðinsdóttir er fyrirliði en Einar Jónsson er þjálfari. Kjarninn úr Evrópumeistaraliði Breta er áfram í liðinu á Möltu, þær Heather Dhondy, Liz McGowan, Nicola Smith, Pat Davies og Sandra Landy. Frakkar em með svipað lið og varð Evrópumeistari fyrir fjómm áram, þær Veronique Bessis, Dani- elle Avon, Sylvie Willard og Bened- icte Cronier. í þýska liðinu spila að venju Daniele von Armin, Sabine Auken, Beate Nehmert og Andrea Raucheld. Norðurlöndin em flest með sterkt lið að venju. I sænska liðinu spila m.a. þær Pia Andersson, Catarina Midskog og Eva-Liss Göthe. í danska liðinu spila m.a. Kirsten Steen Möller, Bettina Kalkemp og Charlotte Koch-Palmlund. Þá senda Norðmenn kvennalið eftir margra ára hlé. Spilamennska hefst á sunnudag. Ekki er enn ljóst hvemig mótstaflan lítur út. Guðm. Sv. Hermannsson BODYSLIMMERS NANCY GANZ Q0 VALENTINO INTIMO WARNEKS Aubade 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355 Glæsilegur undirfatnaður FSkálastærðir AA-A-B-C-D-DD-E-F I þeim efnum á enginn að s Folksam tryggingafélagió sænska hefur tekiö sér leiðandi hlutverk í öryggismátum með þvi að meta öryggi bíta út frá raunverulegum slysum. Rannsókn Folksam tryggingafétagsins á líkamtegu tjóni í 120.000 bifreiðaslysum í Svíþjóð leiðir í tjós að Opel Astra er öruggasti bíllinn í mióstæróarftokki fjölskyldubíta. NCAP er rannsóknarstofnun sem setur á svið bifreiðaárekstra og rannsakar meó vísindategri nákvæmni öryggi bítstjóra og farþega. NCAP er strangasta árekstrapróf sem gert er í Evrópu. Opel Astra fékk hæstu einkunn hjá NCAP, fjórar stjörnur. V.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.