Morgunblaðið - 12.06.1999, Side 65

Morgunblaðið - 12.06.1999, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ Evrópumótið í sveitakeppni að hefjast Metþátttaka í opnum flokki BRIPS Malta EVRÓPUMÓTIÐ í SVEITAKEPPNI Evrópumótið í sveitakeppni hefst um helgina á Möltu og stendur yfir næstu tvær vikur. Hægt er að fylgj- ast með mótinu á Netinu á slóðinni: http://www .bridge.gr/tourn /Malta.99/malta.htm. ÍSLENDINGAR senda lið til keppni í opnum flokki og kvenna- flokki á Evrópumótinu í brids, sem sett verður á Möltu í dag, en einnig er keppt þar í öldungaflokki og tví- menningi kvenna. Metþátttaka er í opna flokknum, 37 þjóðir, en í kvennaflokki keppa 22 þjóðir. íslenska liðið hefur undanfarin átta ár ávallt verið í fremstu röð þjóða í opna flokknum á Evrópu- mótum. Besti árangurinn á þessu tímabili er 4. sætið árið 1991 í Killar- ney á írlandi. Þetta sæti gaf rétt til keppni á heimsmeistaramótinu síðar þetta ár sem Islendingar unnu, sæll- ar minningar. Róðurinn gæti orðið þyngri í þetta skipti því enginn þeirra spil- ara, sem myndað hafa kjarnann í landsliðum Islands á síðasta áratug, gaf kost á sér í þetta skipti. Ailir eru liðsmennirnir á Möltu þó reyndir spilarar og munu án efa ekki gefa neitt eftir í baráttunni við hinar Evrópuþjóðirnar. Tveir í landsliðinu nú, Asmundur Pálsson og Jakob Kristinsson, hafa keppt áður á Evrópumóti. Asmund- ur var fastamaður í landsliðinu á sjöunda og áttunda áratungum en hefur ekki keppt í því síðan 1979. Jakob tók þátt í Evrópumóti árið 1995 og hann hefur einnig keppt á nokkrum Norðurlandamótum, síð- ast í fyrra ásamt félögum sínum í landsliðinu nú, Magnúsi Magnús- syni, Antoni Haraldssyni og Sigur- birni Haraldssyni, og þeir urðu nokkuð óvænt í 2. sæti. Sjötti mað- urinn í Evrópuliðinu, Þröstur Ingi- marsson, hefur ekki spilað fyrir Is- lands hönd í opnum flokki áður og þeir Magnús hafa einnig takmark- aða spilareynslu saman. Fyrirliði liðsins, Ragnar Hermannsson, er einnig nýliði í því hlutverki, en hann hefur oft áður komið að þjálfun og stjómun bridsliða og er reyndur íþróttaþjálfari. EVRÓPUMEISTARAR ítala á sviðinu í Montecatini árið 1997. Frá vinstri eru Carlo Mosca fyrirliði, Andrea Buratti, Lorenzo Lauria, Al- fredo Versace, Giorgio Duboin, Massimo Lanzarotti og Norberto Bocci. Endurnýjun hjá mörgum þjóðum Þegar farið er yfir þátttakenda- listann sést að nokkur endurnýjun er einnig meðal annarra sterkra bridsþjóða. í landslið ítala vantar til dæmis Lauria, Versace, Buratti og Lanzarotti sem myndað hafa kjarn- ann í liðunum sem unnið hafa tvö síðustu Evrópumót og Rosen- blumbikarinn. í liðinu nú eru Gi- orgio Duboin og Norberto Bocchi, sem einnig voru í síðasta Evrópuliði, Soldano de Falco og Guido Ferraro, auk tveggja nýliða. Aðeins tveir af heimsmeisturum Frakka eru í Evrópuliðinu nú, Franc Multon og Christian Mari, en aðrir liðsmenn er lítt þekktir. Það vekur nokkra athygli að Hervé Mouiel, einn heimsmeistaranna, er nú jiðsstjóri Mónakóliðsins. í pólska liðið vantar fjandvini ís- lendinga, þá Balici, Zmudzinski, Gawrys og Lasoci. í þeirra stað spila heimsmeistaramir í tvímenningi, Kwiecien og Pszczola, og aðrir liðs- GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^igæða flísar ^ipæða parket i^jyóð verð ^jyóð þjó nusta menn eru reyndir spilarar, Kowalski, Romanski, Tuszynski og Jassem. Hollendingar senda tvö af heims- meistarapörum sínum til Möltu, Wubbo de Bauer, Bauke Muller, Jan Westerhof og Piet Jansen. Þá vekur athygli að John Collins er kominn í lið Breta en hann var síð- ast í bresku landsliði árið 1981 og lítið hefur heyrst til hans síðan. Þrír nýliðar em í liðinu en kjölfestan er tvíburamir Stuart og Gerald Tred- innick. Hin Norðurlöndin munu án efa blanda sér í baráttuna um efstu sæt- in. Norðmenn senda liðið sem kom hingað á Bridshátíð í vetur, þá Tor Helness, Jon-Egil Fumnes, Boye Brogeland og Erik Sælendsminde og með þeim em Jon Sveindal og Arild Rasmussen sem em gamal- reyndir landsliðsmenn. Svíar senda svipað lið og venjulega, þá Bjöm Fallenius, Mats Nilsland, Tommy Gullberg, Lars Andersson, Peter Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 14.00 Altarisganga Organisti Bjarni Jónatansson Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannesson. Qí Iff 8 13 33 &§ @§ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 65 «■ Fredin og Magnus Lindkvist. Steen Möller er kominn aftur í danska landsliðið og spilar þar við Sören Godtfredsen og með þeim em hjónin Peter og Dorthe Schaltz, Sören Christiansen og Morten Andersen. Spennandi barátta í kvennaflokki íslenska kvennaliðið hefur á und- anförnum ámm verið við miðjan hóp á Evrópumótum. íslenska liðið sem keppir á Möltu er orðið talsvert reynslumikið og hefur æft vel und- anfama mánuði og hefur því alla burði til að blanda sér í baráttu efstu liða. Liðið er skipað Esther Jakobsdótturj Ljósbrá Baldursdótt- ur, Önnu ívarsdóttur, Guðrúnu Óskarsdóttur, Hjördísi Sigurjóns- dóttur og Ragnheiði Nielsen. Stef- anía Skarphéðinsdóttir er fyrirliði en Einar Jónsson er þjálfari. Kjarninn úr Evrópumeistaraliði Breta er áfram í liðinu á Möltu, þær Heather Dhondy, Liz McGowan, Nicola Smith, Pat Davies og Sandra Landy. Frakkar em með svipað lið og varð Evrópumeistari fyrir fjómm áram, þær Veronique Bessis, Dani- elle Avon, Sylvie Willard og Bened- icte Cronier. í þýska liðinu spila að venju Daniele von Armin, Sabine Auken, Beate Nehmert og Andrea Raucheld. Norðurlöndin em flest með sterkt lið að venju. I sænska liðinu spila m.a. þær Pia Andersson, Catarina Midskog og Eva-Liss Göthe. í danska liðinu spila m.a. Kirsten Steen Möller, Bettina Kalkemp og Charlotte Koch-Palmlund. Þá senda Norðmenn kvennalið eftir margra ára hlé. Spilamennska hefst á sunnudag. Ekki er enn ljóst hvemig mótstaflan lítur út. Guðm. Sv. Hermannsson BODYSLIMMERS NANCY GANZ Q0 VALENTINO INTIMO WARNEKS Aubade 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355 Glæsilegur undirfatnaður FSkálastærðir AA-A-B-C-D-DD-E-F I þeim efnum á enginn að s Folksam tryggingafélagió sænska hefur tekiö sér leiðandi hlutverk í öryggismátum með þvi að meta öryggi bíta út frá raunverulegum slysum. Rannsókn Folksam tryggingafétagsins á líkamtegu tjóni í 120.000 bifreiðaslysum í Svíþjóð leiðir í tjós að Opel Astra er öruggasti bíllinn í mióstæróarftokki fjölskyldubíta. NCAP er rannsóknarstofnun sem setur á svið bifreiðaárekstra og rannsakar meó vísindategri nákvæmni öryggi bítstjóra og farþega. NCAP er strangasta árekstrapróf sem gert er í Evrópu. Opel Astra fékk hæstu einkunn hjá NCAP, fjórar stjörnur. V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.