Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 56
^ 56 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆDAN Sekkjapípur á Islandi á steinöld? í Morgunblaðinu 28. maí sl. skrifar Jón As- geirsson í grein sinni Skemmtan með sekkja- pípu og tinfífu um kór- tónleika Kammerkórs Hafnarfjarðar sem haldnir voru þriðjudag- inn 25. maí sl. Flutt voru íslensk, bresk og amerísk þjóðlög undir stjórn Helga Braga- sonar. Auk kórsins voru flytjendur Mar- grét Eir Hjartardóttir, einsöngvari, Valgerður Andrésdóttir, píanó- leikari og undirritaður, Volker Dellwo, sekkja- pípuleikari. Gagnrýnin umfjöllun um tónleika er mikilvæg. Jákvæð gagnrýni eykur oft kjark, neikvæð gagnrýni hvetur til umhugsunar og leitar að úrbótum. Hvað mig varð- ar var gagnrýni Jóns að öllu leyti 3 neikvæð. Þó gat ég því miður ekki dregið neinn lærdóm af henni. Þveröfugt. Grein Jóns er yfirfull af röngum staðhæfíngum og hann virðist ekki bera neina virðingu fyrir þeirri sjálfsögðu skyldu sem gagnrýnandi ætti að halda í heiðri, þ.e. að afla sér upplýsinga áð- ur en hann skrifar gagnrýni. Algjör vanþekking Jóns á sögulegum bak- grunni sekkjapípunnar kemur fram í eftirfar- andi staðhæfíngu hans: „... og er mönnum ráðgáta, hví gerð og tónstilling slíkra fomhljóðfæra er ótrúlega svipuð í Skotlandi, Kína, Rússlandi, Indlandi, Spáni, Frakklandi og Bretlandi." Aðeins í fáum ofangreindra landa er sekkja- Tónlistargagnrýni Jón ætti ekki að rugla saman eigin smekk við faglegan tónlistarflutn- ing hljóðfæraleikara, segir Volker Dellwo um gagnrýni Jóns As- geirssonar á sekkja- pípuleik hans. pípan algengt hljóðfæri. í Rúss- landi er aðeins vitað um eitt af- brigði af „dudy‘‘, sem barst þangað frá Póllandi. A Spáni var og er sekkjapípan aðeins til í norðaustur- og norðvesturhluta landsins. Það er ekki til neitt kínverskt sekkja- pípuafbrigði, hvorki var né er spil- t Volker Dellwo I úaq cpnar venlunin jrSm í nýju kw að Laugavegi með úlkitrjúm, hlcmutn ú§ qjajavtru aj vðmiuðuátu §eró. A| þvt tileþni hjcðum við freMaiutí tpnunurttlhc ó Verlð veíkcmtn c$ þíggíé téttar veitingar. Opið xil kí, i6:co t da§. að á sekkjapípu í Kína nema í und- antekningartilfellum á stöku stað þar sem sekkjapípur hafa borist frá Mið-Austurlöndum. Hvers vegna nefnir Jón ekki þau svæði og lönd, sem eru mikilvæg útbreiðslu- svæði sekkjapípunnar? Ætli hann þekki þau nokkuð? Italíu, Grikk- land, slavnesku löndin, sérstaklega Balkanlöndin, auk þess Belgíu, hin þýskumælandi lönd, Austurlöndin nær og mörg lönd Norður-Afríku. Jón heldur því fram að gerð og tón- stilling þessara fomhljóðfæra sé ótrúlega svipuð. Að sama skapi mætti segja að kýr og hestar væra ótrúlega svipuð dýr þar sem báðar tegundir era með fjóra fætur og eitt höfuð. Nútímarannsóknir varpa hins vegar ljósi á mikla fjöl- breytni í gerð og tónstillingu sekkjapípunnar í Vestur- og Aust- ur-Evrópu, í Mið-Austurlöndum og á Indlandi. Jón notar löngu úrelta heimild frá 1789, og vitnar í Charles Bumey: „Kínverski skal- inn er vissulega mjög skoskur, hvort sem okkur líkar betur eða verr“. Svarið við þessu er: Hann er það öragglega ekki! Þegar skoðuð era helstu (nútíma!)upplýsingarit um sögu sekkjapípunnar kemur t.d. fram að tónstilling allra af- brigða skosku sekkjapípunnar byggist á kirkjutónlist, útbreiddust er „mixolydísk“ tóntegund. Þessi tónstilling var að öllum líkindum fengin frá gregóríanskri kórtónlist. Eg vona að engum detti í hug að halda því fram að gregóríanskur söngur sé skyldur kínverskri tón- list! I umfjöllun Jóns tekur þó steininn úr, þegar hann skrifar að hugsanlegt sé að „tónstilling sekkjapípuhljóðfæra hafí verið ákveðin á steinöld". A steinöld, sem liggur enn aftar í tíma en brons- og ísöld, nýtti fólk sér steina sem verkfæri. Ekki er til hin minnsta vitneskja um tónlistarfyr- irbæri frá þeim tíma. Saga sekkja- pípunnar nær ekki það langt aftur í tíma, fyrstu heimildir um tilvist hennar era frá því rétt fyrir fæð- ingu Krists. En hver veit, ætli tón- stilling sekkjapípunnar hafi kannski verið ákveðin á Islandi á steinöld (ef landið var þá til) og steinaldarmenn hafi nýtt sér fljót- andi hraun til að steypa úr því stein-sekkjapípur? Staðreyndin er að heitið sekkjapípa er aðeins safn- hugtak yfir ákveðinn hóp hljóð- færa, sem er landfræðilega út- breiddur allt frá Indlandi til Vest- ur-Evrópu. Tónstilling og gerð hljóðfæranna er á hinn bóginn mjög mismunandi og oftast ná- tengd staðbundnum tónlistarvenj- um og félagslegum þáttum. (Sjá heimildaskrá í lok greinarinnar). Hversu hroðvirknislega gagnrýni Til hvers er hernaðurinn gegn Islandi? ÁRIÐ 1972 skrifaði Halldór Laxness fræga grein sem heitir Hern- aðurinn gegn landinu, og fjallar þar um eyð- ingarmátt mannanna gagnvart viðkvæmum náttúraperlum Islands. Allt sem Halldór skrif- ar er í fullu gildi næst- um þremur áratugum síðar, og verr en svo, því skæðasta árás Is- lendinga á sína ástkæra fósturjörð vofir yfir. Eyjabakkar norð- austan Vatnajökuls, í skjóli jökulsins og Snæ- fells, hæsta fjalls á ís- landi utan jökulbreið- unnar. Efni í þjóðgarð sem ætti hvergi sinn líka, hálendisparadís fugla og grasa, og jafnvel manna, svo lengi sem hún stendur. En paradísin skal ekki standa, heldur fara undir vatn, ekki í náttúruham- fór, heldur af völdum manna sem kunna ekki að fara með landið sem þeim var trúað fyrir. Það á að sökkva Eyjabökkum með risastóru uppistöðulóni og ráðast á landið með stórvirkum vinnuvélum og um- turna því vítt og breitt norðaustan Vatnajökuls. Með þessu slá virkjunarmenn margar flugur í einu höggi. 1. Þeir eyða landslagi og jarð- myndunum sem era hvergi annars staðar til, hvorki á íslandi né ann- ars staðar. 2. Þeir drekkja einni af örfáum gróðurvinjum á hálendiseyðimörk Islands. Eyjabakkar era næst- stærsta votlendissvæði á hálendinu, og er frjóbanki fyrir umhverfið. 3. Þeir umtuma vatnakerfi og líf- ríki á stóru svæði norðaustan Vatnajökuls. 4. Þeir ógna heiðagæsastofnin- um, en Eyjabakkar og Þjórsárver era stærstu bækistöðvar þessa fugls í heiminum. 5. Þeir vaða yfir vilja og tilfinn- ingar þeirra fjölmörgu sem líta á Fljótsdalsvirkjun sem stærsta her- virki gegn íslenskri náttúra frá upphafi. 6. Þeir lækka land og þjóð í áliti hjá sjálfri sér og umheiminum og spilla stórlega ímynd landsins. Hverjir era svo virkjunarmenn? Það era ekki bara Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson, og restin af ríkisstjóminni. Til dæmis er Reykjavíkur- borg samsek, þar sem hún á stóran hlut í Landsvirkjun, íyrir- tækinu sem sumir vilja kalla höfuðóvin ís- lénskrar náttúra. Til hvers er Fljótsdals- virkjun? Hún er ekki til þess að sjá íslending- um fyrir rafinagni. Við höfum nóg íyrir okkur. Nei, virkjunin er til þess að sjá væntanlegu álveri á Reyðarfírði Hálendið Og hafa þessir villuráf- andi byggðastefnu- menn, spyr Steinunn Sigurðardóttir, aldrei hugsað út í það að óbyggðir og náttúru- fegurð séu verðmæti í sjálfum sér? íyrir rafmagni. Þetta álver á að reisa til þess að bjarga Austurlandi. Það á að bjarga Austurlandi með náttúraspjöllum, sjónmengun og loftmengun. Já, er það ekki vænleg leið til að draga fólk að, á þessum tímum þegar hrein og ósnortin náttúra er metin flestum lífsgæðum ofar? Hafa þessir villuráfandi byggða- stefnumenn aldrei heyrt talað um virkjun hugaraflsins? Hlyti ekki eins að vera hægt að drífa upp pen- ing íyrir hugveri eins og álveri? Og við eigum marga dugandi hugvers- menn á Islandi. Hugbúnaðarfyrir- tæki menga ekki, þau geta verið hvar sem er, jafnvel á Austurlandi. Þau laða til sín menntað fólk og gefa fólki, jafnvel Austfirðingum, Steinunn Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.