Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNISRAÐ OG LANDSSÍMINN VIÐAMIKIÐ álit samkeppnisráðs um málefni Landssímans vekur upp margar spurningar. Að því er virðist skiptist þetta álit í meginatriðum í tvennt. Annars vegar er um að ræða harkalega gagnrýni á fyrrverandi ríkisstjórn fyrir það, hvernig staðið var að breytingum á rekstri Pósts og síma og þá sérstak- lega á mati á eignum Landssímans. Hins vegar er ítarlegt yfir- lit yfir yfirburða stöðu Landssímans á símamarkaðnum hér og fyrirmæli til Landssímans um í a.m.k. einu tilviki að fella niður afslætti til ákveðins hóps viðskiptavina. Síðustu árin áður en Pósti og síma var skipt upp í tvö hluta- félög hélt Morgunblaðið uppi harðri gagnrýni á þá stofnun. Blaðið benti á, að frábærlega vel hefði verið staðið að tækni- legri uppbyggingu stofnunarinnar en að viðskiptahættir henn- ar væru í mörgum tilvikum gersamlega óverjandi. Það er fyrst og fremst vegna þess hvað vel var staðið að tæknilegri upp- byggingu fjarskiptakerfisins og af hve mikilli framsýni það var gert, sem Landssíminn er svo öflugt fyrirtæki í dag. Það er sú arfleifð, sem forystumenn Pósts og síma skiluðu til hins nýja fyrirtækis og þeir geta verið stoltir af þeirri arfleifð. Þegar pólitísk ákvörðun var tekin um að skipta Pósti og síma í tvennt og einkavæða Landssímann lá jafnframt fyrir, að okk- ur bæri skylda til að auka samkeppni á þessu sviði vegna al- þjóðlegra samninga. Það fór ekkert á milli mála, að þessar breyttu aðstæður ollu bæði forsvarsmönnum Landssímans og stjórnmálamönnum vissum áhyggjum. Landssíminn lagði því mikla áherzlu á að búa sig vel undir þá samkeppni. Það er í sjálfu sér ekki hægt að gagnrýna fyrirtækið fyrir það. Ekki má gleyma því, að Landssíminn er í eigu landsmanna og þegar hann verður seldur skiptir máli, að sem mest fáist fyrir fyrir- tækið. Það er ekki bæði hægt að gera kröfu til þess, að þannig verði haldið á málum, að verðmæti fyrirtækisins verði sem mest, þegar það verður selt en um leið að hendur þess verði bundnar um of. Þegar útboð fór fram á starfsleyfi fyrir GSM-símaþjónustu sótti einn aðili um og fékk til þess leyfi. Þessi samkeppni var fagnaðarefni fyrir neytendur enda hefur hún leitt til lækkaðs verðs á símagjöldum. Hið erlenda fyrirtæki, sem fékk heimild til þess að hefja starfsemi hér vissi að hverju það gekk. Það vissi hverjar markaðsaðstæður voru. Það vissi um yfirburða- stöðu Landssímans. Það vissi, að það yrði á brattann að sækja. Engu að síður hóf það starfsemi og hefur gengið vel. Eigendur Tals hf. vissu að hverju þeir gengu og þeim rekstrarskilyrðum hefur ekki verið breytt þeim í óhag. Krafa notenda hefur í mörg ár verið sú, að símagjöld yrðu lækkuð enda hafa íslendingar lengi þurft að greiða okurverð fyrir millilandasímtöl og hátt verð fyrir GSM-símtöl. Milli- landasímtöl hafa verið að lækka og GSM-símtöl sömuleiðis. Neytendur geta ekki sætt sig við, að samkeppnisráð grípi til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir verðlækkun. Það er satt að segja fáránlegt, að samkeppnisráð grípi inn í markaðinn með þeim hætti. Það er ekkert sem bendir til þess, að Tal hf. sé á fallanda fæti þrátt fyrir markaðsstöðu Landssímans. Þvert á móti verður ekki annað séð en að Tal hf. blómstri og hafi náð verulegum árangri þrátt fyrir sterka stöðu Landssímans. Sl. haust beindi samkeppnisráð þeim tilmælum til Landssímans, að fyrirtækið héldi að sér höndum um frekari verðbreytingar. Slík tilmæli eru ekki í þágu neytenda. Nú tilkynnir samkeppn- isráð, að magnafsláttur Landssímans sé hér með felldur úr gildi. Þessi tilkynning er heldur ekki í þágu neytenda. Það er æskilegt að fá mat endurskoðenda á þeirri skoðun samkeppnisráðs, að eignir Landssímans hafi verið vanmetnar, þegar fyrirtækið varð til sem sjálfstætt hlutafélag. Hér verður ekki lagður dómur á það. Hins vegar er sú skoðun samkeppnis- ráðs, að veita eigi keppinautum rétt til þess að nýta GSM-kerfi Landssímans, umhugsunarverð í stað þess að gera þá kröfu, að keppinautar byggi upp eigið kerfi. Þar er ekki við Landssím- ann að sakast heldur tóku stjórnvöld ákvörðun um þetta á sín- um tíma. Er það verkefni samkeppnisráðs að gera kröfu um breytingar á pólitískum ákvörðunum? Hin mikla álitsgerð samkeppnisráðs um málefni Landssím- ans er fagnaðarefni að því leyti, að hún leggur grundvöll að víð- tækum umræðum um þær breytingar, sem óhjákvæmilega verða á fjarskiptamálum okkar Islendinga á næstu árum. Or þróun kallar á nýja stefnumótun í þessum efnum. En álit sam- keppnisráðs er enginn endanlegur dómur. Það skapar grund- völl til málefnalegra umræðna og er framlag til pólitískrar stefnumörkunar í fjarskiptamálum, sem hlýtur að verða eitt stærsta verkefni Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, á næstu misserum. Neytendur hljóta hins vegar að snúast gegn tilhneigingu samkeppnisráðs til þess að koma í veg fyrir frek- ari lækkun á símagjöldum. Til þess var samkeppnin innleidd, að hún tryggði neytendum lægra verð. Sá stóri tætti sund- ur húsin •• / Oflugur skýstrokkur olli miklu tjóni í Islend- ingabyggðunum í Norður-Dakóta í byrjun vikunnar. Jón E. Gústafsson fór til Mountain --------------7-------------- og ræddi við Vestur-Islendinga sem misstu heimili sín í óveðrinu. EYÐILEGGINGIN á Bemhö ÞETTA átti að vera ósköp venjulegur sunnudagur í ís- lendingabyggðum Norður- Dakóta. Kristín Hall var að halda upp á níræðisafmælið sitt í samkomuhúsinu í Edinborg. Hún ólst upp á bænum þar sem Káinn var vinnumaður lengst af. Kristín hafði boðið mörgum Vestur-íslendingum til veislunnar enda er töluvert um þá á þessu slóðum. Þarna var mættur Pálmar (Palmer) Jonason ásamt Est- er konu sinni, Magnús (Mike) Olafson og margir fleiri. Það var heitt og rakt þennan dag og krakkar léku sér fáklæddir úti við. Fólk tók eftir því að þykk og dökk þrumuský bárust úr einni áttinni en léttari ský úr annarri átt. Margir veltu því fyrir sér hvað yrði úr þessu og Judy og Orville Bernhöft fóru heim. Skömmu síðar var eins og ský- in færu í allar áttir í einu og yfir Bemhöfts-býlinu skall á rigning og mikið haglél. I bænum Mountain hljómaði við- vörunarsírena og þeir sem voru heima við leituðu skjóls í kjöllurum. Síðan byrjuðu skýstrokkar að mynd- ast, einn af öðrum. Sumir segja að þeir hafi verið að minnsta kosti fimm, aðrir segja að þeir hafir verið mun fleiri. Tveir strokkar sameinuðust i einn stóran sem kom úr suðaustri og fór í norð- vestur en það segir Magnus Olafson að hafi aldrei gerst áður. Sá stóri tætti fyrst í sundur eyðibýli og nokkra kofa og síðan hús Orval Holliday sem staddur var í af- mælisveislunni. Húsið sogaðist upp og tvístraðist á milli trjánna svo að ekkert stóð efír nema grunn- urinn og steinsteyptar tröppumar. Bjargaði foreldrum sínum Wayne Bernhöft hefur sjálfsagt bjargað lífi foreldra sinna, þeirra Judy og Orville Bemhöft. Hann var að keppast við að koma vinnuvélunum inn í skemmu þegar nágranni hans hringdi og sagði honum að leita skjóls því skýstrokkurinn stefndi á býli Bemhöfts-fjölskyldunnar. Way- ne tók þá ákvörðun í skyndi að koma foreldrum sínum undan veðrinu. Hann bar þau út í bílinn og ók eins hratt og hann gat á brott. Þegar hann var kominn rúmlega eina mílu frá bænum (um 1,6 kílómetra) leit hann til baka og sá skýstrokkinn tæta þakið af húsinu og rífa upp sjö metra há grenitré sunnan við húsið. Því næst splundraði strokkurinn stóru skemmunni þar sem Wayne hafði reynt að koma vinnuvélunum í skjól. Skemman eyðilagðist eins og spilaborg í roki og síðan korn- geymslutankamir einn af öðmm, þrettán að tölu. Stálið splundraðist og þeyttist upp í loftið og sumt af því bar strokkurinn með sér og dreifði PÁLMAR Jonason þar sem áður var stofan í íbúðarh SKÝSTROKKURINN sem olli eyðileggingunni. Myndina tók Susie Hanson, nágranni Bernhöfts-fj ölskyldunnar. um akra eins og pappír sem rifinn hefur verið í ræmur og krumpaður saman. Strókurinn hélt áfi-am og stefndi nú á húsið þar sem Wayne ólst upp. Áður en hann komst að húsinu rifn- aði upp það sem eftir var af greni- trjám við götuna á milli húsanna tveggja á Bemhöfts-býlinu. Svo reif strokkurinn í sig sjálft húsið. Stefndi á Mountain Strokkurinn stóri hélt áfram ferð- inni yfir engið og stefndi á bæinn Mountain. Hann fór rétt austan við elliheimilið Borg, tætti í sundur tvö hjólhýsi og fór svo beina leið að heim- ili Pálmars Jonasonar. Þar splundr- aði hann bflskúrnum, reif þakið af húsinu og stærðarinnar tré úr garði Pálmars en skildi norsku jóladiskana eftir hangandi á stofuveggnum. LORETTAog W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.