Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 43 fts-býlinu er gífurleg. Hér stóð áður skemma og komgeymshitum. úsinu hans. Morgunblaðið/JEG f BÆNUM Mountain er helsta samfélag V-íslendinga í Norður-Dakóta. Pálmar og Ester voru enn í afmælis- veislu Kristínar og komust ekki að því fyrr en töluvert seinna að þau voru orðin heimilislaus. Orville og Judy Bernhöft voru líka orðin heimil- islaus. „Við verðum að byrja upp á nýtt ... eftir öll þessi ár. Húsið mitt er það mikið skemmt að það er ekkert ann- að að gera en að jafna það við jörðu,“ sagði Judy þar sem við stóðum og horfðum á eyðilegginguna. Svo brast hún í grát og varð að taka sér hlé frá viðtalinu. Þegar hún hafði jafnað sig sagði hún mér frá því að postulíns- skápurinn hennar hefði staðið upp við vegg í stofunni og þar stæði hann enn og í honum væri allt óskemmt. Hún þakkar nágranna og syni sínum að þau hjónin séu á lífi. Judy og Orville maður hennar tóku við býlinu árið 1947 af foreldrum hennar. Þegar við göngum í átt að húsinu hennar lýsir hún fyrir mér hvemig býlið leit út fyrir viku og hvar stóru grenitrén hefðu staðið í röð. Þarna voru tvær raðir af risa- vöxnum grenitrjám og tuttugu og fimm tré í hvorri röð. Einnig stóð þama skemman hans Orvilles, korn- geymsluturnar og allt sem hann þurfti til að halda býlinu gangandi. Nú er þetta allt horfið eða ónýtt. Ég spyr hvort ég geti fengið að taka mynd af Orville þarna úti við en hann fæst ekki út úr húsi þennan daginn. Það er of erfitt iyrir hann að horfa upp á þetta. Það sem hann er búinn að vera að byggja upp síð- ustu fimmtíu ár er horfið. Við göngum inn í það sem eftir stendur af hús- inu þeirra Orvilles og Ju- dy og virðum fyrir okkur postulíns-skápinn sem stendur þama enn. Það em glerbrot út um öll gólf, þakið að mestu farið og sums staðar eru göt á veggjum. „Er ekki hræði- legt að sjá þetta,“ segir Judy á lýtalausri íslensku og fer svo með okkur yfir í bílskúrinn sem hefur nú aðeins tvo veggi í stað fjögurra. Fimm misstu heimili sín Magnus Olafson segir mér að Clinton forseti hafi lýst Mountain stórslysasvæði og heitið aðstoð við að bæta tjónið sem orðið hefur í kring- um Mountain. Nágrannar Bernhöfts-fólksins hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þar hafa að jafnaði verið um tuttugu manns alla vikuna við að hreinsa svæðið. Loretta, kona Wajmes, hefúr ekki þurft að elda ofan í mannskap- inn því vinir og nágrannar hafa streymt að með mat. „Það hefúr ver- ið hringt til okkar hvaðanæva og þar á meðal frá Islandi. Tjónið verður hægt að bæta með tíð og tíma,“ segir Loretta Bernhöft, „en það versta er að þær fimm manneskjur sem misstu heimili sín eru allar yfir sjö- tugt. Við vitum ekki enn hvað verður um þau“. 'ayne Bernhöft. Dreifíng upplýsinga á Netinu getur styrkt forvarnarstarf Ronald E. LaPorte SIGURÐUR Guðmundsson landlæknir og herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, voru viðstaddir opnun ráðstefnunnar. Sjúkdómar veiddir í N etið NETIÐ hefur á þessum ára- tug valdið gífurlegum breytingum í upplýsinga- tækni. Möguleikamir á dreifingu upplýsinga og aðgangi að þeim hafa aukist svo, að erfitt er að finna lýsingarorð til að lýsa þeim breytingum. A allra síðustu árum hafa vísinda- og fræðimenn á ýmsum sviðum fengið meiri áhuga á notkun Netsins til kennslu og dreifingar upp- lýsinga. í síðustu viku hélt Ronald E. LaPorte, prófessor í faraldsfræði við Háskólann í Pittsburgh, fyrirlestur í húsnæði Viðskiptaháskólans í Reykjavík. Var hann liður í 5. ráð- stefnu norrænna læknisfræði- og heilbrigðisbókasafna. Bar fyrirlestur hans yfirskriftina Dauði og umbreyt- ing læknisfræðilegra timarita. Yfirskrift íyrirlestrarins vísar til þeirra tímamóta sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar öflun og dreifingu upplýsinga. LaPorte, sem er afar líflegur ræðumaður og notar tæknina óspart í framsetningu sinni, benti á að tímarit í læknisfræði hefðu komið til sögunnar og þróast á tíma- bilinu um og eftir síðustu aldamót. A þeim tíma var útgáfa slíkra tímarita geysileg lyftistöng lyrir læknavísind- in. En samskiptatæknin hefur breyst og heilbrigðisástand jarðarbúa hefur batnað til mikilla muna. Aftur á móti hafa læknisfræðileg tímarit og upp- lýsingatækni, með tilliti til aðgangs vísindamanna að verkum starfs- bræðra sinna, lítið breyst frá því í byrjun aldarinnar. Að mati LaPorte gæti það orðið hefðbundnum tímarit- um banabiti ef vísindamenn tækju nýjustu tækni í þjónustu sína en um leið orðið vísindunum álíka lyftistöng nú og tímaritin voru í byrjun aldar- innar. LaPorte sagði frá því í fyrir- lestri sínum að 1986 hefði hann ásamt fleirum samið grein, sem kallaðist „Dauði læknisfræðitímarita“. The British Medical Joumal samþykkti að birta greinina en birti jafnframt teikningu með henni, sem sýndi öll helstu læknisfræðitímarit heimsins rekin í gegn með rýtingi. LaPorte henti gaman að þessu í fyrirlestri sín- um og sagðist hafa óttast að hann fengi aldrei birta grein eftir sig aftur, enda olli greinin miklum deilum. Líkti hann viðbrögðunum við það að efast hefði verið um sannleiksgildi Bi- blíunnar. Eftir þetta var LaPorte boðið á fyrsta þingið sem haldið var um peer review, eða möguleika sér- fræðinga á sviði læknavísinda til að nálgast vísindaleg verk starfsbræðra sinna, skoða þau og gagnrýna. Þar fjallaði hann, iyrstur á dagskránni, um umbreytingu læknisfræðilegra tímarita. Skemmst er frá því að segja að næstu ræðumenn á eftir voru rit- stjórar helstu læknisfræðitímarita í heiminum og héldu þeir því allir fram að Ronald LaPorte vissi ekkert um það, sem hann talaði um! LaPorte skellihló og hafði gaman af, þegar Ronald E. LaPorte seg- ir, að með því að nota Netið til að auka að- gang að upplýsingum um tíðni sjúkdóma og auðvelda dreifíngu læknisfræðilegra upp- lýsinga sé hægt að styrkja mjög forvarnar- starf á sviði heilbrigðis- mála. Jón Asgeir Sigur- vinsson ræddi við hann og hlustaði á fyrirlestur, sem hann hélt. hann sagði frá þessu en sjálfur er hann ekki í vafa um að það sem hann hafi að segja sé bæði rétt og afar mikilvægt. Að hans mati fólst heil- brigðisbylting 20. aldarinnar í auknu hreinlæti og bólusetningum en bylt- ing 21. aldarinnar í heilbrigðismálum muni felast í dreifingu upplýsinga. Upplýsingar eru forvörnum nauðsynlegar Auk þess að vera háskólaprófessor er Ronald LaPorte stjómandi Disea- se Monitoring & Telecommun- ications WHO Collaborating Center for Diabetes Registries, Research and Training. Hann var spurður að því, hvert markmið stofnunarinnar væri. „Stofnunin okkar hefur það að markmiði að kanna orsakir sykur- sýki og annarra sjúkdóma sem smit- ast ekki. Við höfum verið að athuga hvemig erfðir tengjast sjúkdómun- um og ég hef beint sjónum að því, hvemig við getum þróað tækni til flutnings á upplýsingum, þ.e. um Netið, og hvemig við getum þróað kerfi til að hafa yfirsýn yfir sjúk- dómana,“ en LaPorte sagði einmitt í fyrirlestri sínum að þegar hann byrj- aði að vinna að alþjóðlegri rannsókn á sykursýki, sem náði til sjötíu landa, hefði hann uppgötvað að aðalvanda- máhð í sambandi við alþjóðlegar rannsóknir sneri að samskiptum. Það hefði ekki verið hægt að safna sömu upplýsingum eða bera saman upplýs- ingar, sem safnað var hvort í sínu landinu. í fyrirlestri LaPorte kom ffarn að á stofnuninni væri verið að þróa Net- námskeið (Supercourse) um faralds- fræði, Netið og heilbrigði hnattrænt séð. Nú em 80 fyrirlestrar á síðunni, sem hefur veffangið www.pitt.edu/ —superl. Nauðsynleg forsenda þess að geta haldið úti slíku Netnámskeiði er að vísindamenn leyfi ótakmarkað- an aðgang að fyrirlestmm sínum. LaPorte sagðist hafa óttast að vís- indamenn vildu ekki setja fyrirlestra sína á Netið án endurgjalds og leyfa ótakmarkaðan aðgang að þeim. Otti hans var óþarfur; nú fær hann einn iyrirlestur á hveijum fimm dögum til birtingar. Hagkvæmni þessa fyrir- komulags er gríðarleg; LaPorte segir að gera megi ráð fyrir því að tuttugu þúsund nemendur lesi fyrirlestrana yfir árið en til samanburðar bendir hann á að aðeins um fimmtíu nemar hlusti á sína bestu fyrirlestra. Hann var spurður að því, hvaða hagnýtu afleiðingar hann vonaði að það hefði að dreifa og samnýta upp- lýsingar um sjúkdóma. „Það er góð spuming. Okkur mun verða kleyft að sjá hvar álagssvæðin em, hvort sem er á íslandi eða annars staðar í heim- inum og þá getum við notað krafta okkar gegn tilteknum sjúkdómi á þeim stað þar sem hann er algengast- ur. Við getum þannig nýtt þau ráð sem við höfum betur.“ - Þannig að við erum aðallega að tala um, að vita um staðsetningu sjúkdómanna? „Staðsetning sjúkdómanna era gmndvallampplýsingar, þvf það er ekki hægt að beijast gegn sjúkdóm- um nema vitað sé hvar þeir em.“ -Er þá ekki um það að ræða að upplýsingar um meðhöndlun sjúk- dóma komist ekki þangað sem þeirra erþörf? „Jú, það er annað skrefið, alveg rétt. Fyrsta skrefið er að vita hvar sjúkdómamir era. Annað skrefið er að nota tiltækar upplýsingar til að ráða niðurlögum þeirra með fyrir- byggjandi aðgerðum." Lækkar rekstrarkostnað LaPorte benti á í fyrirlestri sínum, að meiri áhersla á upplýsingar um sjúkdóma og fyrirbyggjandi aðgerðir myndi lækka rekstrarkostnað í heil- brigðiskerfinu mjög mikið. Hann var spurður hvort hann sæi fyrir sér að . ný öld hefði slíka áhersluaukningu í för með sér. „Ég vona það, en vanda- málið er, að heilsugæsla er að mestu leyti undir stjóm lækna og eina fólkið sem kemur til þeirra er fólk sem er veikt. Þeir fara þvi fram á meira fé [til meðhöndlunar sjúkdómseinkenn- anna]. Veikt fólk hefúr líka eðlilega hærra en þeir sem em hressir." - Ógnar hinn mikli kostnaður heil- brigðiskerfínu? „Já, því kostnaðarsamara sem kerfið verður þvi minni verður hæfni þess til að láta gott af sér leiða. I raun fer um 70% kostnaðarins í [um- önnun fólks] siðustu tvo, þrjá mánuði lífsins." Þar með var Ronald LaPorte rok- inn burt til að hlusta á fyrirlestur. Aðeins framtíðin getur svarað því hvort sú spá hans rætist að aukið flæði upplýsinga um Netið muni styðja fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði, heilbrigðismála á nýrri öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.