Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKU IM JtoirpKBÍIsSíilr Umræður í Bretlandi um skaðsemi farsímanotkunar. Næring Mælt með fituríku fæði fyrir keppnisfólk í íþróttum. 1 r1 ÍU>|1 [ j, f'Orl Reykingar Danir ræða hvort borga eigi krökkum fyrir að reykja ekki. Mígreni Eru verkjaköst tengd breyttum loftþrýstingi? Feitt fæði handa keppnisfólki Mjög fitusnautt fæði virðist veikja varnirnar Mcdical Tribune News Service BOÐSKAPUR undanfarinna ára hefur verið sá að heilsu okkar vegna skulum við losa okkur við fituna úr fæðunni og af skrokknum. Ný bandarísk rannsókn leiðir aftur á móti í ljós að keppnisfólk í íþróttum veiki varnir sínar gegn sýk- ingum og bólgum ef það borðar mjög fitusnautt fæði. Mígreni tengt veðrinu? Medical Tribune News Service. NIÐURSTÖÐUR vísindarann- sókna benda til þess að meiri líkur séu á að mígrenisjúkling- ar fái höfuðverkjaköst þegar loftþrýstingur eykst, og jafnvel þegar lofthiti hækkar. Greint var frá þessu á ráðstefnu Sam- taka bandarískra geðlækna fyr- ir skemmstu. Dr. Galina Mindlin, við Jefferson Medieal College í Fíladelfíu, stjórnaði rannsókn- inni, sem gerð var með saman- burði á 20 migrenisjúklingum, heilbrigðum einstaklingum og veðurfari. Var höfuðverkjatíðni borin saman við veðurfars- breytingar og kom í Ijós, að meiri líkur eru á mígreniköst- um þegar loftþrýstingur eykst. Spáð fyrir um veðrið „Stundum geta [sjúklingarn- ir] spáð fyrir um veðrið,“ er haft eftir Mindlin. Sjúklingar sem skynja blikandi áru, eða svonefndan flogboða, við útjað- ar sjónsviðsins þegar höfuð- verkur er á næsta leiti, gátu spáð fyrir um veðurfarsbreyt- ingar með marktækum hætti, að því er fram kom við rann- sóknina. Margir mígrenisjúklingar hafa talið að óveður hafi áhrif á höfuðverkjaköst þeirra, en nið- urstöður fyrri rannsókna á slík- um tengslum hafa ekki verið ótvíræðar. Lyf, sem nú eru not- uð við mígreni, virka betur því fyrr sem þau eru tekin er höf- uðverkjakast dynur yfir, og segir dr. Seymour Diamond, við Diamond-höfuðverkjarann- sóknarstofnunina í Chicago, að sjúklingar geti haft auga með því að veðurfarsbreytingar kunni að boða höfuðverkjakast. Áhrif á rafstraum í heila? Mindlin sagði að loftslags- breytingar kunni að valda mígreniköstum með því að hafa áhrif á rafstraum í heila sjúk- lings, eða með því að hafa áhrif á æðar. Taugafræðingar telja að tengsl séu á milli skyndilegs æðasamdráttar í heilanum og mígrenikasta. Rannsakendumir uppgötvuðu að ónæmissvörun hlaupara bældist ef þeir minnkuðu fitu í fæðu sinni svo um munaði en að ónæmissvörun hlaupara, sem borðuðu fituríkan mat (41% fita) eða héldu sig við meðalhófið (32% fita), varð ekki fyr- ir meiri skakkafóllum en almennt má gera ráð fyrir. Rannsóknin var gerð í háskólanum í Buffalo, í deild þar sem fengist er við næringar- fræði, líkamsrækt og sjúkraþjálfun. Hún var kynnt á alþjóðlegri ráð- stefnu um líkamsrækt og ónæmis- fræði í Róm í maímánuði. Bólguvarnir eflast „Rannsóknin bendir til þess að fiturík fæða geti orðið til þess að ákveðnum frumuboðefnum (e. cytokines) sem ræsa ónæmissvör- un, sindurefnum og hormónum fækkar en að myndun þeirra frumuboðefna, sem koma í veg fyr- ir bólgur, aukist“ segir Jaya T. Venkatraman aðstoðarprófessor, sem fer fyrir rannsóknarhópnum. Frumuboðefni eru sameindir sem ákveðnar frumur gefa frá sér og gefa öðrum frumum boð um að ræsa eða bæla bólgusvörun í lík- amanum. Bólgur verða til þegar líkaminn, eða eitthvert tiltekið svæði hans hefur annað hvort sýkst eða orðið fyrir áverka. Mað- ur getur síðan fengið þrota eða fundið fyrir sársauka á meðan við- Úthald íþróttamnnna sýnist aukast til muna borði þeir fituríkan mat. Reuters gerðarfrumurnar vinna sitt verk. Venkatraman og samstarfsfólk hennar fylgdust með 6 konum og 8 körlum sem keppa í langhlaupum og hlupu 40 bandarískar mflur eða rúma 64 km á viku. Hlauparamir voru fengnir til að borða venjuleg- an mat í einn mánuð en að honum liðnum mat sem innihélt 17% fitu. Þeir borðuðu einnig 32% feitan mat í einn mánuð og 41% feitt fæði annan mánuð. Próteininnihaldi fæðunnar var haldið í 15%, sama hversu feitur maturinn var. Til að maturinn héldist alltaf jafnorkurík- ur var mismunandi hversu kol- vetnaríkur hann var. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar hafa íþróttamenn sem borða fituríkan mat meira úthald en þegar þeir borða fituminna fæði. Aðrar rannsóknir benda aftur á móti til þess, að sögn Venkatram- an, að fituríkur matur geti bælt ónæmiskerfi líkamans. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að hófleg þjálfun styrkir ónæmiskerfið en að mjög stíf þjálfun hins vegar hafi skaðleg áhrif á kerfið. „Þar sem við höfðum sýnt fram á að íþróttamenn standi sig betur ef þeir neyta fituríkrar fæðu en fitulítillar var mikilvægt að athuga hvort feitur matur gæti haft skað- leg áhrif á ónæmiskerfið," segir hún. „Við fundum út að svo var ekki en að fitusnauður matur hefði það.“ Rannsakendurnir athugðu hvemig ónæmiskerfið brást við með því að taka blóð úr hlaupurun- um og meta virkni hvítu blóðkom- anna. Hvítar blóðfrumur gegna mikilvægu hlutverki í vömum lík- amans gegn utanaðkomandi hætt- um. Blóðfrumurnar voru látnar í efni sem innihélt mítógen en það örvar frumuskiptingu þeirra. Ef ónæmiskerfi þeirra sem blóðið var úr var ekki sem skyldi skiptu frum- urnar sér síður en ef ónæmiskerfið var í góðu formi. Rannsakendurnir töldu auk þess fjölda ákveðinna tegunda af áðurnefndum frumuboðefnum. Hlauparar sem borðuðu fitusnauð- an mat höfðu að jafnaði fleiri boð- efni, sem tengdust ónæmisbæl- ingu, en þeir sem borðuðu fiturík- an mat. Inflúensan hefur jafnan í för með sér mikið vinnutap og kostnað Bólusetningar í sparnaðarskyni Spara má stórfé með því að bólusetja krakka á skólaaldri fyrir fíensunni. Reuters Associated Press. SPARA má miklar fjárupp- hæðir í Bandaríkjunum á ári hverju með því að bólu- setja öll börn á skólaaldri gegn inflúensu. Sparnaður- inn fælist einkum í því að foreldrar þyrftu ekki að vera frá vinnu yfir veikum börnum sínum auk þess sem líkur á því að þeir legð- ust veikir sjálfir myndu vit- anlega minnka. Niðurstöður rannsókna í þessa veru voru birtar í tímaritinu Pediatrics en að þeim hafa unnið vísinda- menn við Læknaháskólann í Richmond í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Afkastamiklir smitberar Vísindamennirnir komust að því að þjóðhagslegur sparnaður af því að bólu- setja hvert bai'n myndi reynast á bilinu 4 til 35 doll- arar eða 280 til 2.400 krónur á ári að meðaltali. Mismun- urinn kom m.a. til af því hvort farið yrði með barnið til læknis á vinnutíma eða hvort viðkomandi yrði bólu- settur ásamt öðrum t.a.m. í skólanum. „Börn eru akastamiklir smitberar og eiga oft stærstan hlut að máli þegar inflúensa leggst á heimili,“ sagði í greininni. Samkvæmt opinberum bandarískum gögnum verða rétt tæpar 52 milljónir barna og unglinga á skóla- göngualdri á næsta ári. Sparnaðurinn með bólu- setningum myndi því reyn- ast 207 til 1.800 milljónir Bandaríkjadala á ári eða gróflega reiknað 15 til 125 milljarðar íslenskra króna miðað við þessar forsendur. 1 | i í ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.