Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ > Robin Nolan Trio komið aftur til íslands ■ Frumsamið frelsið ✓ A fjörutíu daga ferð kemur Robin Nolan ----------y ■ - ■ .— Trio tvisvar við á Islandi og heldur ferna tónleika um helgina. ► AÐ VAR óblíðlega tekið á móti Islandsvinunum Robin Nolan Trio við komuna til landsins. Stormur feykti flugvélinni til og frá, og síðan áttu tónlistar- mennimar ekki að fá að fara með hljóðfærin inn í landið, þeir gætu nefnilega reynt að selja þau hér! Félagamir þrír vom samt fljótir að jafna sig og era glaðir að vera komnir aftur, og ætluðu ekki bara að spila á íslandi heldur „borða, borða og fara í Bláa lónið,“ eins og gítar- leikarinn breski og höfuðpaur tríós- ins, Robin Nolan, lýsir því. Honum til fulltingis era Hollendingurinn Jan Brouwen rytmagítarleikari og ástr- alski bassaleikarinn Paul Meader. Tónleikar og námskeið Þeir félagar stofnuðu tríóið í London árið 1992, eftir heimkomuna frá Django Reinhardt-djasshátíð í Frakkiandi, og hafa síðan einbeitt sér að Hot Club de France-tónlist í anda þess mikilsmetna sígauna-gít- arsnillings. Þeir verja löngum stund- um á götum Amsterdam-borgar þar sem þeir hafa búið undanfarin ár, milli þess að leika á djasshátíðum víða um heim og í einkasamkvæmum ýmsum, þ.á m. hjá George Harrison. „Við byrjum þetta fjöratíu daga ferðalag á tónleikum í kvöld á Ála- foss fót bezt og höldum síðan þrenna tónleika í Djassklúbbnum Múlanum á efri hæð Sólons íslanduss, sunnu- dag, mánudag og þriðjudag," útskýr- ir Robin. „Eftir það er ferðinni heitið til Toronto í Kanada til að spOa á djasshátíðinni þar í bæ. Við munum ferðast um landið, spila víða eins og í Vancouver og Saskatoon og halda Master Class-námskeið í Django Reinhardt-gítarleik og -tónlistar- flutningi. I Kingston tökum við þátt í hátíð götutónlistarmanna en það á mjög vel við okkur. Um miðjan júlí komum við aftur til Islands og föram þá til Akureyr- ar, til að halda tónleika og þriggja daga Django Reinhardt-námskeið. Þaðan föram við svo í kastalann hans Georges Harrisons til að spila í af- mælisboði sonar hans Dannys sem verður 21 árs.“ - Eruð þið alltaf að spila hjá hon- um? Robin: „Ja, við höfum spilað þrisvar í jólaboði hjá honum, og þetta er í annað skipti sem við spdum í afmæli hjá Danny.“ Hirðfífl hennar hátignar Loftkastalanum jónGnarr H ARMONIKUB ALL verður í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Dansinn hefst kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Síðasta harmonikuballið fyrir sumarfrí. ALLIR VELKOMNIR 9\jjzturflaíinn Smiðjuvegi 14, ‘Kópavoj]i, sími 587 6080 Dans- og skemmtistaður í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Opið frá kl. 22—3 Næturgalinn — alltaf lifandi tónlist FÓLK f FRÉTTUM Morgunblaðið/Halldór ROBIN Nolan Trio verður með ferna tónleika um og eftír helgi. Paul: Það er mjög gaman; aldrei að vita hvem maður sér á meðal áheyranda, og svo er George mjög fínn náungi, þótt hann sé hlédræg- ur.“ Suðrænn taktur gefur fi-elsi - Fyrst þið eruð svona uppteknir, af hverju eruð þið að koma aftur til Islands? Robin: „Þórður Pálmason fer með okkur á bestu veitingastaði í heimi hér á íslandi." Paul: „Svo var bara svo ótrúlega gaman héma þegar við komum hing- að í september í fyrra. Frábært fólk.“ - Og hvað á svo að spila fyrir okk- ur á tónleikunum yfír helgina? Robin: „Við munum spila samansafn laga af diskunum okkar, sem era djassstandardar, Hot Club de France-tónlist í anda Djangos og frumsamin lög. Nýjasti diskurinn okkar var að koma út og nefnist „The Latin Affair“. Hann er viss áfangi fyrir okkur á ferlinum því hann inniheldur bara tónlist eftir mig og Paul, og er bara suðræn tón- list eins og titillinn gefur til kynna. Við munum auðvitað spila efni af honum, auk eldri laga. Annars fer það bara eftir hvemig skapi ég í, hvað mig langar til að spila." - En hvers vegna latín-tónlist eftir djassinn? Robin: „Þar sem ég er kassagítar- leikari er bara eðldegt fyrir mig að langa að spila suðræna tónlist þar sem gítarhefðin er svo sterk.“ Paul: „Það getur líka verið vegna þess að við spduðum rokk fyrst, og í iatín-tónlist er áherslan á einum og þremur í stað tveimur og fjóram í djassinum. Að ósjálfrátt leiðist mað- ur þangað." Robin: „Já, það er satt að þessi lat- neska grannsveifla gefur meiri frelsi td að fara út í rokk, fönk, blús eða það sem mann langar." - Er mögulegt að koma á alla tón- leikana og skemmta sér vel? Robin: „Já. Við lofum að þú munt alltaf heyra eitthvað nýtt á hverju kvöldi. Þótt þú heyrir kannski sama lagið tvisvar þá verður útsetningin öðravísi og heddarstemmning kvöldsins líka.“ Að láta halda sér uppi á snakki MÉR fínnst mjög gaman að hlæja. Ánægjulegasta vítamínssprauta í heimi. Ég dregst líka mikið að fólki sem er fyndið og mig dreymir stöðugt um að giftast Eddie Murphy. Samt hef ég aldrei viljað fara á uppákomu af neinu tagi. Ein- hvern veginn hef ég skömm á þeirri móðursýki sem hellist yfir salinn um leið og grínari stígur á svið. Grínari: Góða kvöl... Salurinn: Ha, ha, ha, ha. Grínari: ...dið, ég heiti Jón Gna... Salurinn: Ha, ha, ha, ha. Bíðið við! Hvað er í gangi? Jæja, en þegar ég fékk tækifæri td að sitja undir Hirðfíflum hennar há- tignar á næturvinnu- i kaupi sló ég til og hélt á vit nýrrar lífs- reynslu. Og viti menn! Það var rosa gaman og móðursýkin varð ein- hvem veg- inn eðlileg- ur hluti af stemmningu kvöldsins. Þarna komu fram fjórir kappar, mis- góðir. Frið- rik 2000, sagður best geymda leyndarmál þjóðarinnar, var kynnir. Hann má vera geymt leyndarmál áfram fyrir mér. Þýski fjöllistamður- inn Micka Frarry tók nokkra góða og gilda þýska slagara á heimatilbú- inni þýsku. Útlitið á honum var dá- samlegt og atriðið líkt súru en vel heppnuðu skemmtiatriði á mennta- skólaárshátíð. Svo kom að aðaltöffurum kvölds- ins; Sveini Waage, fyndnasta manni Islands og Jóni Gnarr, ein- um ástsælasta gn'nara íslands. Ég komst að því að þeir eru báðir miklir og mætir vísindamenn, og mun hafa ýmsar kenningar þeirra í heiðri héðan af. Fyrstur birtist Sveinn, mikill subbukjaftur, sem talar tungum og hefur gaman af að ýta við siðferðis- kennd áheyrenda sinna. Honum er ekkert heilagt; Keikó, hommar, kristin trú og svertingjar verða jafnt fyrir barðinu á þeim manni. Hann sannfærði mig algerlega, með mjög góðum rökum, um að jólasveinarnir séu allir hommar. Jón Gnarr er mun vina- iegri, einhvem veginn varnarlaus þegar hann skýtur stöðugt á sjálfan sig og gerir út á einfeldn- ingslegan aulaháttinn. Eins og allir vita er hann mikið tískufrík, k og era kenningar hans um þróun fatnaðar og mannsins yfir höfuð eitt- hvað sem kenna ætti í grunn- skólum landsins. Þannig að ef þið viljið komast að því hvers vegna Jón Gnarr er hinn fullkomni fulltrúi íslands á næstu vetrarólympíuleikum og Sveinn Waage á næstu Ólympíu- leikum homma og lesbía, þá skulið þið þefa uppi Hirðfifi hennar há- tignar í júnímánuði. Hildur Loftsdóttir Stutt Vændiskonur þotuliðsins ►EINN fi'nasti melludólgur Hollywood, sem reyndar er kona að nafni Heidi Fleiss, hefur verið handtekinn og kærður fyrir að standa fyrir einum umfangs- mesta og vinsælasta vændiskvennahring kvikmynda- borgarinnar. Viðskiptavinir Hei- di og þeirra vændiskvenna sem voru á hennar snærum, voru flestir þekktir einstaklingar er tilheyra þotuliði borgarinnar og borguðu 35 þúsund til 210 þús- und króna fyrir greiðann. Lög- reglan sagði að listi með nöfnum viðskiptavinanna lægi fyrir og þar væri að finna kvikmynda- framleiðendur, leikara, leik- stjóra, forstjóra og a.m.k. einn atvinnumann í íþróttum. Lög- reglan neitar að gefa nöfnin upp en fullyrðir að mörg þeirra séu mjög þekkt. Vændiskonur Heidi voru yfir þrjátíu talsins í Hollywood en einnig voru rekin „útibú“ víða um Bandarikin. Námsmaður hengir sig ►TVÍTUGUR menntaskólanemi í Suður-Afríku, sem tók nám sitt mjög alvarlega, hengdi sig eftir að móðir hans sagðist ekki hafa efni á að kaupa námsbók handa honum. Donaldson Maluleke var á síðasta ári í menntaskóla og bjó í einu fá- tækasta hverfi Jóhannesarborgar. Menntakerfið í Suður-Afríku er fjársvelt og getur ekki boðið nem- endum sínum námsbækur. í skólum sem áður voru aðeins fyrir hvíta íbúa borgarinnar er ofbeldi og kyn- þáttahatur áberandi en árið 1994 var með lögum afnumin skipting nemenda í skóla eftir litarhætti. Mismunun leikara ►SAMKYNHNEIGÐIR og klæð- skiptingar á Taflandi sem til- heyra leikarastéttinni höfðu í frammi kröftug mótmæli eftir að stjórnvöld ákváðu að takmarka ijölda hlutverka sem leikarar úr þessum hópi hefðu úr að spila í sjónvarpi. „Með þessu munu leik- arar sem eru klæðskiptingar eða samkynhneigðir missa vinnuna og svelta í hel,“ sagði Prakorn Pimthong sem er þekktur leikari og dansari í sjónvarpi. „Um 70% þeirra sem starfa í skemmtana- iðnaðinum eru samkynhneigðir, þar með talið hárgreiðslufólk og farðarar," bætti hann við. Stjórn- völd segja að tilskipunin sé til komin vegna fjölda mótmæla sem borist hafa til þeirra í gegn- um Netið. „Ákveðnar sjónvarps- stöðvar eru í eigu stjórnvalda og því verður að taka tillit til þess sem almenningur hefur að segja." f fangelsi fyrir misskilning ►MAÐUR frá Nýju-Mexíkó var leiddur í fangelsi á dögunum eftir að kviðdómur hafði íyrir mistök dæmt hann í fangelsi í stað skilorðs. Jesus Pinon fékk tíu ára skilorðs- bundinn dóm íyrir líkamsárás. Kviðdómurinn fyllti hins vegar út rangt eyðublað svo að Pinon fékk tíu ára fangelsisdóm í staðinn. Kvið- dómendum var ekki kunnugt um mistök sín fyrr en þeir lásu um rétt- arhöldin og dóminn í dagblöðum. „Við héldum að dómarinn hefði breytt niðurstöðu okkar en það var ekki fyrr en við ræddum við dómar- ann að við komumst að því að um mistök var að ræða,“ sagði Steph- anie Scott sem var í kviðdómnum. Strax sama dag var Pinon frelsaður og dómurinn leiðréttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.