Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 2? VIÐSKIPTI Niðurstöður Gallup-könnunar fyrir Skýrslutæknifélagið um 2000-vandann í íslenskum fyrirtækjum Einungis 3% telja sig hafa leyst vandann NÝVERIÐ kynnti Skýrslutæknifé- lag íslands niðurstöður nýrrar símakönnunar sem Gallup gerði fyr- ir félagið um undirbúning fyrir- tækja fyrir árþúsundaskiptin. Þar kom meðal annars fram að einungis 3% teija sig hafa leyst vandann, 7% fyrirtækjanna höfðu ekki hafið at- hugun, að 69% hafa leyst meira en helming sinna vandamála og að 95% fyrirtækjanna gera ráð fyrir að hafa lokið öllum endurbótum og aðgerð- um vegna 2000-vandans fyrir 1. des- ember næstkomandi. 650 fyrirtæki með a.m.k. fjóra starfsmenn voru valin af handahófi úr fyrirtækjaskrá en alls svaraði 401 fyrirtæki. Ingi Þór Hermannsson situr í stjórn Skýrslutæknifélagsins og hefur haft umsjón með könnunum af þessu tagi sem gerðar hafa verið af hálfu félagsins. Að hans sögn gefa niðurstöður könnunarinnar til kynna að mikil bjartsýni ríki um ár- þúsundaskiptin og að fyrirtæki telji sig vera með flest sitt á þurru. Til að mynda segja forsvarsmenn nærri 45% fyrirtækjanna að athug- un sé lokið á tölvukerfum þeirra. 48% fyrirtækjanna eru enn i athug- un en í aðeins 7% fyrirtækjanna er athugun ekki hafin. Til samanburð- ar má geta að í könnun sem gerð var í nóvember og desember síðast- liðnum var hlutfall þeirra sem höfðu lokið athugun aðeins tæplega 18% en hlutfall þeirra sem höfðu ekki hafið athugun var um 27%. Fyrirtæki í iðnaði standa öðrum að baki Athyglisvert er að í fyrri könnun- um var athugun síður hafin hjá fyr- irtækjum á landsbyggðinni en á KÖNNUN GALLUP: 2000 vandinn í íslenskum fyrirtækjum Er athugun lokið hjá fyrirtækinu, er athugun hafin eða hefur athugun ekki Hversu langt, hlutfallslega, myndir þú segja að þið séuð komin í lausn þeirra vandamála hafist á vandamálum tengdum ártalinu 2000 í fyrirtækinu sem tengjast ártalinu 2000 Athugun hafin bU % ^ 47,9% 100% 50 Athugun lokið—y -a 4U ^ 76-99% oU N/ Athugun áv hafist 51-75% iU ’"*5SSasa 7,2% 0-50% U 1 maí ‘98 nóv. '98 mars ‘99 maí '99 ] 3,4% 38,8% 27,2% 30,6% Hvenær gerir fyrirtækið ráð fyrir að hafa lokið öllum endurbótum og aðgerðum vegna 2000 vandans þannig að starfsemi þess verði ekki fyrir truflunum þegar ártalið 1999 breytist í 2000? Seinna, ekki á árinu Fyrir 1. janúar 2000 Fyrir 1. desember 1999 Fyrir 1. nóvember 1999 Fyrir 1. október 1999 Fyrir 1. september 1999 Fyrir 1. ágúst 1999 Fyrir 1. júlí 1999 Umeraðræða Fyrir 1. júní 1999 39,5% uppsafnað hlutfall en ekki Er lokið 36,1 % eiginlegt hlutfall fyrir hvert tímabil W—70.5% 55,8% 45,1% höfuðborgarsvæðinu en það hefur jafnast. Ingi segir að í könnun sem birt var um áramótin hafi útgerð og fiskvinnsla komið áberandi verst út. Af þessari nýju könnun að dæma hafi þau fyrirtæki tekið sig mikið á og nú sé það iðnaðurinn sem standi öðrum að baki. Af þeim fyrirtækjum sem hafa lokið athugun eða eru enn í athug- un hafa 96% látið athuga bókhalds- kerfi sitt, 95% hafa látið athuga vél- og hugbúnað sinn en 67% hafa látið athuga ýmsan tæknibúnað á borð við símkerfi, lyftur og loftræsti- kerfi. Meirihluti sömu fyrirtækja, eða um 69%, taldi að búið væri að leysa meira en helming þeirra vandamála sem tengjast 2000-vandanum í íyr- irtæki þeirra en einungis rúm 3% töldu að búið væri að leysa 2000- vandann að öllu leyti í þeirra fyrir- tæki. Ólíkt mat á kostnaði Forsvarsmenn tæplega 43% fyr- irtækjanna sögðu að leitað hefði verið upplýsinga frá samstarfsaðil- um og helstu birgjum varðandi 2000-hæfni búnaðar þeirra. Þetta átti þó fremur við um stærri fyrir- tæki en þau minni. Jafnframt telja 48% að heildar- kostnaður vegna 2000-vandans verði undir 300 þúsund krónum í fyrirtæki þeirra. 18% telja kostnað- inn verða yfir 1 milljón króna. Með- alkostnaður á fyrirtæki var sam- kvæmt könnuninni rúmlega 700 þúsund krónur. Ingi Þór segir að hafa beri í huga að mismunandi er hvað fyrirtækin telja til kostnaðar við athugunina. Til dæmis er líklegt að mörg þeirra telji einungis til þá vinnu sem keypt er af utanaðkomandi aðilum. Þá megi kannski helst lesa það út úr þessum niðurstöðum að menn séu oft ekki fyllilega meðvitaðir um kostnaðinn og hafi ekki tekið hann sérstaklega saman. 95% orðin 2000-hæf í byrjun desember Langflest fyrii’tækin áætla að ljúka endurbótum og aðgerðum vegna 2000-vandans á árinu 1999 eða tæp 99% svarenda. Mikill meiri- hluti eða rúm 83% áætlar að ljúka endurbótum fyrir 1. október 1999 og 95% ætla að vera búin með verk- efnin 1. nóvember. „Þrátt fyrir þessar niðurstöður mega menn ekki láta deigan síga, nú eru rétt rúmlega 200 dagar til áramóta og þegar frá hafa verið dregnir þeir dagar sem ekki eru vinnudagar eni þeir enn færri. Reynslan sýnir að þó að menn seg- ist verða tilbúnir þá getur eitthvað óvænt komið upp. Þeir sem ætla ekki að verða tilbúnir fyrr en 1. nóv- ember eða 1. desember hafa ekki mikið svigrúm," segir Ingi Þór að lokum. Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni Skráning skuldabréfa Kaupþings hf., 1. fl. 1999, á Verðbréfaþing Islands. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Kaupþings hf., 1. flokk 1999 á skrá. Bréfin verða skráð miðvikudaginn 16. júní nk. Skráningarlýsingu er hægt að fá hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Þar er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni. KAUPÞING Fj árfestingarbanki Armúla 13A • 108 Reykjavík Sími 515 1500 «fax 515 1509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.