Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGHiíBLAÐIÐ Logið fyrir harðsti óra „Fyrsta fórnarlambið í sérhverri styrjöld er sannleikurinn. “ A : ÍTl; VALDASKEIÐI nasista gáfu þeir meðal annars út blað sem hét Völkischer mBeobachter og var málgagn foringjans, umfjöllun var í samræmi við skoðanir hans. Gyðingum var kennt um allt illt í heiminum og á skopmyndum vora þeir gjaman sýndir í líki rottu. En blaðamenn nasistablaðanna, ef þeir væra enn að, ættu ef til vill kröfu á að félagið þeirra væri í Evrópudeild Alþjóðasambands blaðamanna. Þeir yrðu þá að bæta ráð sitt, skulum við vona. Við erum orðin gagnrýnni. Menn geta misst út úr sér að Serbar séu grimmdar- seggir sem ætti að loka í búri en sé það amk. ekki augljóst af sam- henginu að átt VIÐHORF sé við ráða- Eftir Krístján menn í Belgrad Jónsson ogvopnuð handbendi þeirra finnst okkur að farið sé inn á æði varasama braut. Marg- ir Serbar eru ofbeldissinnaðir, fordómafullir og hrokafullir en allt þetta má segja um fleiri þjóðir og okkur líka. Grannþjóðir okkar era bara svo heppnar að við íslendingar eigum ekki öflug vopn. Það er ekki hægt að gera heilt samfélag, alveg að kornabörnun- um, ábyrgt fyrir allri ógæfunni sem stjómarherrarnir steypa þjóð sinni út í. Óréttlætið i slíkri sameigin- legri sekt verður enn sýnilegra þegar rifjað er upp að harðstjóri aldarinnar, Hitler, fékk mest 44% fylgi í lýðræðislegum kosningum áður en hann kom á alræði í Þýskalandi. Minnihlutinn rændi meirihlutann lýðræðinu. Og al- þjóðlegir eftirlitsmenn tóku undir með stjómarandstöðunni í Serbíu 1996 þegar hún fullyrti að Milos- evic og flokkur hans hefðu stund- að víðtækt atkvæðasvindl til að halda þingmeirihlutanum sem þeir hafa með aðstoð frá fasísk- um þjóðrembubullum. Þingið kaus forsetann 1997 og það er því hæpið að segja að Milosevic sé lýðræðislega kjörinn, frekar að hann hafi verið ófyrirleitnari en hinir. En sumir era sekari en aðrir. Hvemig er það með Serba sem ekki era í herklæðum en gegna mikilvægu hlutverki í þeim lið átakanna á Balkanskaga sem ekki skiptir minnstu, stjóma áróðursstríðinu? Mega þeir gera hvað sem þeir vilja í skjóli starfs- heitisins, mega þeir kalla þjónk- un sína við valdhafana og eigin fordóma ifjálsa fjölmiðlun, eitt- hvað sem beri að vernda? Kannski er þetta ekki stéttvísi en á ég skilyrðislaust að verja alla sem nota sama starfsheiti og ég, sama hvað þeir skrifa eða segja? Vandinn er sá að ríkisfjöl- miðlar Milosevic eru algerlega undirlagðir stjórnvöldum í áróð- ursstríðinu við grannþjóðirnar og vestræn ríki, ef marka má heimildarmenn meðal stjómar- andstöðunnar. Kynt er undir fordómum og ofstæki, meðal annars gegn Kosovo-AIbönum, og aldrei sagt frá korninu sem fyllti mælinn á Vesturlöndum; mannréttindabrotunum sem framin vora í Kosovo. Þótt margir Serbar geti nálgast áreiðanlegri fréttir skal minnt á að stór hluti þjóðarinnar er blá- Óþekktur höfundur. fátækt og hrekklaust sveitafólk sem ekki hefur neina slíka möguleika. En það er oft eins og talið sé rétt í nafni sanngirni og fordóma- leysis að gefa jafnvel fólskunni færi á að sýna nú á sér sparihlið- ina. Niðurstaðan af þessari skiln- ingsríku afstöðu getur orðið ein- kennileg. Stjóm Evrópudeildar Alþjóða- sambands blaðamanna gagnrýndi á sínum tíma að Atlantshafs- bandalagið gerði sprengjuárás á miðstöð serbneska ríkissjón- varpsins. Auðvitað er það hrylli- legt þegar óvopnað fólk lætur líf- ið í stríði, fréttamenn og aðrir. í þessu tilviki munu aðallega ungir og áhugasamir sjónvarpsmenn á næturvakt hafa farist. Deila má um þá röksemd NATO að húsið hafi verið hluti af vígvél Serba, þar hafi verið fjar- skiptamiðstöð hersins. Og við getum haft fulla samúð með starfsbræðrum sem er beinlínis skipað að fara rangt með hlutina, ella verði þeir reknir eða jafnvel skotnir. En að loftárásin hafi ver- ið markviss atlaga gegn „frjálsri fjölmiðlun", eins og það var orð- að, og „áfall fyrir þá sem reyna að koma á friði, stöðugleika og tjáningarfrelsi á svæðinu" er líka umdeilanlegt þegar menn kynna sér hlutverk ríkisfjölmiðla í Ser- bíu. Vegna þess að ríkissjónvarps- stöð sem ekki sér ástæðu tO að tala við fólkið sem flýr skelfingu lostið frá Kosovo er ekki frjáls miðill og hluti af grundvelli rétt- láts samfélags. Hún er eitt af mörgum tækjum þeirra sem hirða ekkert um þjáningar al- mennings en villa um fyrir hon- um og umheiminum, heilaþvo og ljúga. Einhver svarar því til að vest- rænir fjölmiðlar séu heldur ekki aUir hlutlausir í umfjöllun sinni um Kosovo og það er áreiðanlega rétt. En þeir rækja undantekn- ingalítið þá skyldu sína að koma ólíkum sjónarmiðum á framfæri. Sendiherrar Júgóslavíu og aðrir talsmenn Milosevic era nær dag- legir gestir í fréttum og viðtals- þáttum CNN og Sky og skýrt er vandlega frá öllum hörmungum sem loftárásirnar valda, mann- tjóni Serba ekkert síður en neyð Kosovo-Albana. Málpípa einræðisafla er ekki sams konar fyrirbæri og heiðar- legur, vestrænn fréttamiðUl. Sið- laus áróður er vopn. Var umijöll- un í fjölmiðlum Hitlers og Stalíns aðeins liður í nauðsynlegum skoð- anaskiptum? Starfsmenn sjón- varpsins í Belgrad era ekki jafnslæmir og leigupennar Hitlers en við ættum að velta því fyrir okkur hvort við eigum að leyfa einræðisherram eins og Milosevic að tala um aðför að tjáningarfrelsi þegar það hentar þeim, frelsinu sem þeir hirða ekkert um í reynd. Það leyfum við ef við tökum umhugsunarlaust undir þá mein- loku að blekkingar og áróður rík- isfjölmiðla í einræðisríkjum sé aðeins eitt birtingarform tjáning- arfrelsisins og jafngott og önnur. Og Serbar búa ekki við lýðræði, við gerum almenningi þar engan greiða með því að láta eins og hann búi við frjálsa fjölmiðlun. Við komumst ekki hjá því að skilja á milli fréttamennsku og áróðurs, annað er flótti. Siglt • •• SJO LEIKIR Twisted Edge Snowboarding Tölvufyrirtækin Midway og Kemco gáfu nýlega út nýjasta snjöbrettaleik- inn á markaðinum fyrir Nintendo 64. Leikurinn ber heitið Twisted Edge Snowboarding. Skömmu áður hafði sjálfur risinn, Nintendo, sent frá sér sinn eigin snjóbrettaleik, 1080 Snow- board. TWISTED EDGE státar af sjö fjöllum, sem hvert um sig býður upp á mismunandi leiðir niður fjall; ið og mismunandi erfiðleikastig. I þessum sjö fjöllum er svo hægt að beita mismunandi aðferðum, þar á meðal æfingum, keppni við tölvu andstæðinga, keppni við annan leik- anda og stökkkeppni. Leikandi getur valið úr níu per- sónum og yfir tuttugu brettum. Persónumar era ekki jafn vel gerð- ar og í 1080 en þegar í brautina er komið er öllum alveg sama hvort eð er, með þessum níu persónum og tuttugu brettum er hægt að gera þrjátíu „trikk“ og svo auðvitað blanda þeim öllum saman. Stjómtæki leiksins era allt öðra- vísi en í 1080. Til þess að gera eitt Liðsstjöra leikur Esso OLÍUFÉLAGIÐ, íslenskar getraunir og Margmiðlun hafa opnað vef sem nefnist Liðs- stjórinn. A honum er leikur ætlaður knattspyrnuáhuga- mönnum. Leikurinn Liðsstjórinn byggist á Landssímadeildinni. I upphafi er liðsstjórum út- hlutað spilapeningum eða ein- ingum sem þeir nota til að kaupa og setja saman lið úr leikmannahópi Landssíma- deildarinnar. Leikmenn era mismunandi verðmætir og mögulegt að selja og kaupa þá að vild. Leikmenn fá síðan stig og hækka og lækka í verði eftir frammistöðu sinni í deildinni og skora þannig stig fyrir lið þátttakandans. Stigagjöfin er nánar útskýrð á Liðsstjóra- vefnum. Fréttir og stigagjöf era uppfærð eftir hverja um- ferð Landssímadeildarinnar. Engin takmörk era á fjölda liða og þátttakendur geta verið með fleiri en eitt lið hver. Liðs- stjórar velja nöfn liðanna sjálf- ir. Þau lið sem safna flestum stigum, og gilda þá níu bestu umferðir liðs, keppa um verð- laun. Aðalverðlaun era knapp- spyrnuferð til Englands fyrir tvo, en vinningar era fjölmarg- ir. Sérstök verðlaun eru jafn- framt veitt því liði sem sigrar í hverri umferð. Hægt er að hætta leik og byrja hvenær sem er fyrir síð- ustu leikviku en síðasti mögu- leiki á skráningu og/eða breyt- ingu á uppstillingu er tveimur tímum fyrir ásettan leiktíma. Liðsstjóraleikurinn er á slóðinni www.esso.is. MARGMIÐLUN „trikk“ í þeim leik þurfti oftas að flétta saman mörgum tökk- um og mistókst oftar en ekki. Þetta gerði leikinn of erfiðan og hvimleiðan. I Twisted hinsvegar era stjómtækin einföld og þægileg. Stærsti gallinn, að mati greinarhöfundar, við 1080 var að ekki var hægt að blanda saman mismunandi „trikkum". Það er nokkuð sem enginn með minnsta vit á snjóbrettum myndi ákveða að hafa ekki í slíkum leik, enda er enginn snjó- brettaleikur til fyrir leikja- tölvur, þar sem þetta er ekki hægt. Þegar komið er að stökk- palli er ákveðinn stökktakki sem leikandinn þarf að ýta á ef hann vill ná einhverju almenni legu í loftinu. Þegar stökkinu hefur hins vegar verið náð er hægt að gera hvað sem er, því tíminn virðist standa í stað; leikendur hanga í loft- inu lengur en Michael Jordan gæti gert ef hann hefði risastórt trampólín, og allt flýtur framhjá á litlum sem engum hraða. Þetta er án vafa einn af helstu göllum leiksins. Stærsti gallinn er hins vegar að ef spilandinn dettur á jafnsléttu er eins gott að slökkva á tölvunni frek- ar en að reyna að ná aftur einhverj- um hraða. Ékki virðist vera hægt að ýta sér áfram og oftast tekur minnst fimm mínútur að komast aftur að einhveijum stað með næg- um halla til að ná aftur einhverjum hraða. Grafíkin í Twisted Edge er góð, en kemst ekki með tæmar þar sem 1080 hafði hælana. Það era næstum engin smáatriði og allur snjórinn í Twisted Edge virðist vera sömu gerðar, ekkert púður, enginn blaut- ur snjór, bara ósköp venjulegur þjappaður snjór. Braut- irnar era reyndar mun stærri, en þar sem aðeins er hægt að fara niður á við og ekkert hægt að skoða almennilega, er spuming hvort ekki hefði verið betra að fóma stærð brautanna fyr- ir aðeins meira af smáatriðum og bakgranni. I 1080 var tónlistin ömurleg, techno-rapp-blanda sem hefði átt að eyða löngu áður en einhverjum datt í hug að skella henni í tölvuleik. í Twisted er hins vegar greinilegt að höfundurinn hefur haft mikið dálæti á Prímus, taktfastur bassi og ágætis gítarleikur hljómar allan leikinn í mörgum góðum útgáfum, sem er kærkomin tilbreyting frá venjulegri leikjatónlist. 1080 Snowboard var alls ekki góður leikur, Twisted Edge er verri, ekki mun verri en það mikið verri að best er að leigja þennan leik áður en ákveðið er að kaupa hann. Unnendur snjóbrettaíþróttar- innar geta annaðhvort haldið áfram að bíða eftir góðum snjóbrettaleik eða farið og fengið sér Steep Slope Sliders fyrir Sega Saturn. Ingvi Matthías Árnason niður fjöll Minnkandi fartölvur FARTÖLVUR verða sífellt minni og minni og nú hafa IBM og Compaq bæst í þann slag. Fyrir stuttu kynnti IBM smá- vaxna fartölvu sem byggist á WindowsCE en í næstu viku kemur á markað lítil ThinkPad sem keyrir Windows 9x, eða NT. Compaq kynnir í næsta mánuði smávaxna Armada- tövu. Nýja Armada-vélin frá Compaq er álíka þung og ThinkPad-tölvan, er ýmist með 333 MHz Pentiun II- eða Celer- on-örgjörva, 11,3 tommu skjá, 64 MB af minni og upp undir 6,4 GB harðan disk. Hún fæst með Windows 9x eða NT 4.0 upp sett. verð verðu álíma og á IBM-tölvunni, innan við 150.000 kr. Nýja ThinkPad-vélin, sem fengið hefur gerðarnúmerið 240, er ekki nema hálft annað klfló að þyngd, en með lyklaborð sem er 95% af fullri stærð, SVGA skjá og gott tengjasafn. Að sögn mun hún kosta í kring-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.