Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ y 50 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MINNINGAR SÆBJÖRN JÓNSSON (BUBBI) + Sæbjörn Jóns- son fæddist í Reykjavík 8. júní 1977. Hann fórst af slysförum þann 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ingunn Björg- vinsdóttir, nemi, f. 15. nóvember 1958, og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, vél- stjóri, f. 9. ágúst 1957. Þau skildu ár- ið 1988. Sambýlismaður Ingunnar er Ragn- ar Thorarensen, prentari, f. 15. janúar 1963, og eru þau búsett f Danmörku. Sambýliskona Jóns er Jóhanna Jónasdóttir, leikskólakennari, f. 2. mars 1958, og eru þau búsett á Blönduósi. Foreldrar Jóns eru Valgerður Val- týsdóttir, f. 26.10. 1940 og Sæbjörn Jónsson, tónlistar- maður, f. 19.10. 1938. Foreldrar Ing- unnar eni Arndís Magnúsdóttir, hár- greiðslumeistari, f. 12.4.1940, og Björg- vin Haraldsson, múrarameistari, f. 14.5.1938. Systkini Sæbjörns eru Björgvin, f. 3. janúar 1979, og Amdís Oddfríður, f. 14. ágúst 1984. Uppeldissystir: Lee Ann, f. 29. október 1985. Minningarathöfn um Sæbjörn verður í Dómkirkju Krists kon- ungs, Landakoti, í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku hjartans Bubbi okkar. Pað er svo ótal margt sem við ætluðum að segja, en einhvemveginn var bara aldrei rétti timinn. « En ef þó sérð og heyrir hvað sálir okkar segja, þá heyrirðu þær hvísla, hann var of ungur til að deyja. Þig geymir móðir hafsins, þín gætir Guð á himnum. Þú gestur varst á jðrðinni í alltof stuttan tíma. En minningin hún hfir og lýsir gegnum tárin. Hún lætur okkur huggast og læknar dýpstu sárin. v (A.H.) Égskalvakaoggráta afgleðiyfirþér. Því Guð átti ekkert betra að gefa mér. (Davíð Stefánsson.) Guð almáttugur geymi þig, elsku barnið okkar. Þín, mamma og pabbi. Elsku besti bróðir. Skyndilega ertu farinn - hrifinn burt frá okkur þegar okkur fannst lífíð fyrst vera að byrja. Það er hræðilega erfítt að sætta sig við og munum við sakna ~ þín sárt og mikið. Þó vitum við að þú verður með okkur hvem einasta dag, munt vaka yfír hverju okkar fótspori og við heyrum þig segja: Þótt ég sé látinn harmið mig eigi með tárum. Hugsiðekkium dauðann með harmi og ótta. Ég er svo næri að hvert ykkar tár, snertirmigogkvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þig hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Takk fyrir allt, elsku bróðir okk- ar. Við sjáumst síðar. Þín kæru systkin, Björgvin, Arndís og Lee Ann. Elsku Bubbi okkar. Okkui- setur hljóð. Hve örlögin geta verið grimm. Hvemig er hægt að ætlast til þess að við skiljum tilgang þess, að þú sért hrifínn burt í blóma lífsins. Þú leist oft inn til ömmu og afa á Eyjó, þegar þú komst í bæinn og er okkur einkar minnisstætt, þegar þú komst óvænt inn um dyrnar í haust og amma var með sauma- klúbb. Frænkurnar og langamma þekktu varla þennan dreng, orðinn svona stór og myndarlegur. Um jólin varstu hjá okkur og •• fórst svo á sjóinn eftir áramótin, alla leið á „flæmska hattinn". Síðan höfum við ekki séð þig, en þú hringdir til ömmu frá Kanada í kringum afmælið mitt, þann 12. apríl síðastliðin, og þótti okkur svo ósköp vænt um að heyra í þér og hlökkuðum til að sjá þig. Þú varst loksins á heimleið, með stór fram- tíðarplön en þér var ætlað annað og stærra hlutverk, elsku vinurinn okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guú þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (ÞýðyS. Egilsson.) Minningin lifir um góðan og ynd- islegan dreng. Guð geymi þig. Þín amma og afi á Eyjó. Þegar við fréttum að þú elsku fallegi drengurinn okkar Sæbjörn værir farinn frá okkur að eilífu, setti okkur hljóða. En þegar við fórum að átta okkur fór að rifjast upp fyrir okkur þegar við sáum þig fyrst og vissum þá hvað sú til- finning er að vera orðin afi og amma með þá ábyrgð sem því fylgir. Síðan urðu frændsystkinin fleiri en auðvitað varst þú alltaf elstur af þeim svo við afi og amma fylgdumst mest með þínum þroska og uppvexti sem gaf okkur ánægju og lífsþrótt til að skilja hin sem komu á eftir þér. En tíminn líður hratt og áður en við vissum af varst þú orðinn stóri myndar- legi drengurinn okkar og farinn ungur að árum, að takast á við náttúruöflin með því að gerast sjó- maður. Þar varst þú til fyrirmynd- ar, vinsæll meðal vinnufélaga, duglegur til staría um borð og sýndir kjark og þor til að takast á við hafið. Þá skyndilega 21 árs varstu gripinn af hafinu frá okkur öllum, hvernig er hægt að skilja þetta, ungi og hrausti drengurinn okkar horfinn. Þetta sýnir okkur hve stutt er milli lífs og dauða og hætturnar eru margar við störf á hafínu, en þetta er hlutskipti sem enginn getur skilið nema Guð einn. Það er okkar einlæga ósk að Guð geymi þig og varðveiti fyrir okkur sem misstum þig svo snöggt og allt of fljótt. Guð blessi þig, elsku Sæbjörn okkar, og varð- veiti. Guð blessi systkini þín, for- eldra og aðra aðstandendur sem hafa misst svo mikið, þú verður alltaf ljósgeislinn okkar í minning- unni um þig. Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfir fjöll, þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll, vertu ljós og leiðarstjama, lægðu storm og boðaföll, líknargjafinn þjáðra þjóða, þegar lokast sundin öll. (Jón Magnússon.) Afí og amma, Skúlagötu. Elsku Bubbi minn. Eg bjóst aldrei við því að ég þyrfti að kveðja þig svo snögglega, en mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Ef ég hefði bara fengið tækifæri til að segja þér í eigin persónu hversu mikil áhrif þú hafðir á mig og hvað sá tími sem við eyddum saman í æsku er mér mikilvægur. Svo lítið sem ein kveðja eða jafnvel faðmlag hefði breytt svo miklu, þessir hlutir virtust svo sjálf- sagðir en hafa nú verið hrifsaðir burt eins og ekkert sé. En þetta er mitt tækifæri til að útskýra fyrir þér hversu sérstakur maður þú varst og minna þig á að þú munt lifa að eilífu í minningu okkar sem eftir standa. Eg veit að þessi skilaboð skila sér til þín og að þú fylgist enn- þá með okkur. En nú hefur þú verið kallaður til æðri starfa og tekinn frá okkur hinum sem eigum enga ósk heitari en að þú hefðir getað verið lengur í návist okkar og fengið að skreyta heim okkar með þínum ein- staka hætti. Þú með þessa sterku persónutöfra lýstir upp hvem þann stað þar sem þú staldraðir við. Eg hef farið yfir tímana okkar sem krakkar í huga mínum aftur og aftur, augnablik eftir augnablik, til að rifja upp stundir sem svo snögg- lega urðu dýrmætari en gleði og sorg þessa lífs. Þú varst alltaf svo glaður og einstaklega brosmildur og þegar ég skoðaði gömlu ljós- myndimar mínar um daginn minnt- ist ég þess hversu ákveðinn þú gast stundum verið og lést engan vaða yfir þig. Við vomm reyndar bæði þannig og það var mjög skemmti- leg blanda. Ég var líka svo ömgg þegar ég hafði þig við hlið mér, þennan Ijúfa yndislega dreng. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar í Hnífsdal og eyða sumrinu þar, við gátum endalaust fíflast og leikið okkur. Ég átti sérstaklega auðvelt með að láta mér líða sem einni af ykkur og þú áttir stóran þátt í því, því samverastundir okkar vom eins og hjá hverjum öðmm systkinum. Nú er bara svo mildl eftirsjá í mér, ég get ekki sætt mig við þessa at- burði. Núna þegar ég rita þessi orð hinn 8. júní 1999 átt þú aftnæli, þú hefðir orðið 22 ára og það er ekki sanngjamt að þurfa að skrifa minn- ingargrein um þig á afmælisdaginn þinn. Sorgin og söknuðurinn getur heltekið mann á dögum sem þess- um. En við verðum að vera sterk og hugsa til allra þeirra góðu stunda þar sem þú varst stjama augna- bliksins. Því minningamar em sá hluti þessa lífs sem enginn getur tekið frá okkur, og við verðum að varðveita þær og geyma í hjörtum okkar. Góði Guð viltu varðveita litla frænda minn að eilífu og leyfa hon- um að öðlast eilífan frið í ríki þínu. Elsku Ingunn, Alli, Bjöggi og Addý, megi Guð veita ykkur mik- inn styrk í þessari sorg og hjálpa ykkur að kveðja hann Bubba. Hvíl þú í friði. Þín Arndfs (Dísa). Elsku Bubbi frændi, ég átti ekki von á að kveðja þig í hinsta sinn svo ungan. Lífið er ráðgáta og til- gangur þess óskiljanlegur þegar þú í blóma lífsins ert hrifinn í burtu svo snögglega og án viðvöranar. Síminn hringir, Bubbi er dáinn, tíminn stöðvast og við tekur ólýs- anleg sorg okkar allra. Ég var á fimmtánda ári þegar að þú komst í heiminn og fylgdist með uppvexti þínum frá fæðingu. Ég passaði þig oft fyrstu árin og síðar þegar ég eignaðist böm passaðir þú fyrir mig. Þú varst yndislegur drengur, feiminn en ávaUt ljúfur og góður. Þú varst vinur vina þinna og skarð það sem þú skilur eftir verð- ur aldrei fyllt. Þú varst sólargeisli mömmu þinnar og stóri bróðir systkina þinna sem elskuðu þig og dáðu. Við hittumst síðast saman öll fjölskyldan heima hjá mér á að- fangadagskvöld og áttum góða stund saman í anda jólanna. Þú varst ekki lengur litli drengurinn okkar, búinn að stunda sjóinn síð- ustu árin og orðinn fullorðinn, en frá þér geislaði sama bamslega hlýjan sem einkenndi þig þína stuttu ævi. Tónlistin átti hug þinn allan og þú komst í Mururimann í janúar og baðst okkur að hjálpa þér að kaupa hljómflutningstæki. Þar sá ég þig í hinsta sinn en sé þig ekki aftur í þessum heimi. Elsku drengurinn minn, minningin um þig lifir áfram. Far þú í friði, friúur Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Inga systir, Bjöggi og Addý, Alli og fjölskylda, ættingjar og vin- ir, megi Guð gefa ykkur allan styrk og blessun sem til er. Guðrún og fjölskylda. Okkur langar með þessum fáu orðum að kveðja Bubba frænda sem nú er horfinn á braut. Það er skrýtið að setjast niður og skrifa minningargrein um einhvern sem maður hélt að yrði alltaf til staðar, en það verður ekki við æðri máttarvöld ráðið, þau ákváðu að þín væri þörf annars staðar. Ekki gmnaði okkur það þegar við hitt- umst um síðustu jól að það yrði í síðasta sinn sem við sæjum þig. Við höfðum ekki séð þig lengi og þama gafst færi á að taka stöðuna á hvor öðram og segja frá því sem við höfðum verið að brasa undanfarið. Það er margt sem kemur upp í hug- ann þegar maður rifjar upp liðna tíma og koma þá fram margar skemmtilegar minningar frá upp- vaxtarámm okkar í Hnífsdal. Þær minningar verða dýmætari á svona stundum og veita manni styrk. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrímsson.) Elsku Ingunn, Alli, Björgvin og Addý, fjölskyldur og vinir. Við vottum ykkur innilega samúð okk- ar. Megi minningin um elskulegan son ykkar og bróður styrkja ykkur í missi ykkar. Björgfvin Arnar, Guðrún og Arna. Elsku Bubbi minn. Ég veit eigin- lega ekki hvar ég á að byrja en mig langar til að segja nokkur orð um þig, frá mér til þín. Þú varst ekki nema rétt um tveggja ára gamall þegar ég kom fyrst til að passa þig í Hnífsdal og kom ég á hverju ári þangað til þú varst kominn á unglingsár. Þú, mamma þín, pabbi og systkini vomð sumarfjölskyldan mín og sagðist ég alltaf eiga tvær fjöl- skyldur, eina á ísafirði á sumrin og svo fjölskylduna mína heima í Reykjavík, svo ég er nú búin að vera nálægt þér í fjöldamörg ár, og leit alltaf á mig sem stóm syst- ur þína. Ég var alltaf svo ánægð þegar þú leitaðir til mín til að fá ráðlegg- ingar og þegar við hittumst var alltaf nóg um að tala en síðustu ár- in hittumst við minna þar sem þú fluttir til Blönduóss og varst á sjónum. Við hittumst í fyrra í Dan- mörku og fagnaðarlætin hjá okkur þegar við hittumst vom þvílík að fólk leit á okkur stómm augum. Mikið rosalega var gaman hjá okk- ur. Og hvað þér þótti skrítið þegar ég eignaðist son minn hann Fannar Óla, þér þótti ég vera orðin svo miklu eldri en ég var, en það breyttist eins og skot um leið og við fóram að tala saman. Þú fannst að ég var gamla góða Inga. Þú munt alltaf eiga mjög sér- stakan stað í hjarta mínu og minn- ingin um þig mum ætíð vera hjá mér. Ég vona að þú sért búinn að finna frið því það sem sorglegast er, er að þeir deyja ungir sem guð- imir elska og veit ég í hjarta mínu að þú ert búinn að finna hann núna. Þín „stóra systir“, Inga Björg. Ef heilsa mér vinur, þótt höf okkur skilji með hvítnandi fóldum og svipula bylji, um ókönnuð djúpin, með hættur og hlíf Og háreysti og ólgu: hið daglega líf. Hina hlýju úð, sem að hafdjúpin brúar. Og hugina stillir til mýkri trúar, ber bróðurkveðjan frá manni til manns, um myrkur hins hðna, til framtíðar hans. Og þökk fyrir kveðjuna. Um hverdags höfin, er hún hveijum manni dýrasta gjöfin, svo langmiðið horfna ljómar á ný I leiftursýn yfir brimreyk og gný. (Guðmundur Böðvarsson.) I dag langar mig til að minnast fráfarandi vinar, hans Bubba, sem nú hefur kvatt okkur. Bubbi eins og ég vil nefna hann í þessari stuttu grein var vinur vina sinna og var allt í senn, rólegur og yfir- vegaður og um leið hrókur alls fagnaðar. Vinur sem vitnað var í. Vinur sem minning býr í. Vinur sem var traustur sem klettur en um leið mjúkur sem dúnn þegar þess þurfti með. Vinur sem sárt er að kveðja. Vegir lífsins era órann- sakanlegir og fráfall Bubba undir- strikar enn frekar máttleysi okkar gangvart gangi lífsins og hvernig forlögin geta hoggið svo vægðar- laust og skilið eftir svo stórt sár á sálinni sem fráfall Bubba er, sár sem grær seint ef nokkurn tím- ann. Leiðir okkar Bubba lágu fyrst saman fyrir nokkram ámm þegar hann var þá ungur í fylgd með pabba sínum til sjós. Seinna kom hann aftur um borð til okkar á Nökkvann sem fullgildur háseti og snemma kom í ljós að í Bubba bjó sjómaður af Guðs náð og allt frá fyrsta túr fór að móta fyrir þeim manni, sem við sem með honum unnum, þekktum svo vel og kunn- um svo vel við. Bubbi hafði allgott skynbragð á tónlist og tónlistarsmekkur hans fór snemma að mótast og sótti hann mikið í verk gömlu meistar- anna þó aðallega Jim Morrison söngvara og lagasmiðs The Doors. Þóttu þeir jafnvel líkir í útliti og líkt og Jim, kveður Bubbi þennan heim alltof snemma. Margar voru þær stundir sem við sátum saman uppi í brú, ræddum og hlustuðum á tónlist. Ég á það Bubba að þakka að tónlist- arsmekkur minn hefur mótast af víðara sviði og á ég honum miklar þakkir fyrir. Elsku Alli, Ingunn, Jóhanna, Ragnar, Bjöggi og Addý. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og samtekningu á þessum erfiðu dög- um. Megi Guð almáttugur sefa ykkar sám sorg. Kári Kárason. Það reynist mér erfítt að skrifa þessa grein um vin minn Bubba sem hvarf svo skyndilega langt um aldur fram. Ég kynntist Bubba fyrst þegar hann hóf störf um borð í Nökkva Hu-15 fyrir um 2 áram, þó ég hafi þekkt hann lítil- lega áður því faðir hans er vél- stjóri um borð og hafði ég tala við hann áður, en ekki kynnst honum fyrr en hann byrjaði á Nökkvan- um. Bubbi var tónlistarunnandi af líf og sál og það voru ófáir disk- arnir sem við hlustum á meðan við vorum saman á vakt. Hans helsta átrúnaðargoð var Jim Morrison í The Doors og átti hann alla diska með þeirri hljómsveit. Mér fannst alltaf gott að tala við hann um allt milli himins og jarðar og hann var vinur vina sinna. Ekki minnst ég þess að hafa séð hann reiðan, ef hann var ósáttur vegna einhvers þessi ár sem við vorum saman á sjó og ef eitthvað var að angra hann talaði hann bara um það. Ég kveð þig, kæri vinur, og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Elsku AIli, Ingunn, Jóhanna, Ragnar, Björgvin og Addý. Ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góður guð veita ykkur styrk og sáluhjálp á þessum sorgartím- um. Sævar H. Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.