Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 53 , grínast og stríða okkur krökkunum en hann var alltaf mikill grallari. Allt í einu áttar maður sig á því hvað maður á mikið eftir að sakna hluta sem áður gátu gert mann brjálaðan. Ég veit ekki hversu oft hann skvetti á mig vatni út um eld- húsgluggann þegar ég vai' að labba upp bæjartröppurnar, né hversu oft hann kitlaði mig og píndi. En jafn- vel þó að ég yrði bálvond í fýrstu endaði ég einhvern veginn alltaf á að hlæja að öllu saman. En Himmi gaf sér ekki bara tíma til að gantast við aðra, heldur vai' hann alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálpar- hönd til hvers sem á þurfti að halda. Það er erfítt að hugsa til þess að við munum ekki geta leitað til hans í framtíðinni með vandleyst verkefni. En Himma verður þó sárast saknað í fjölskylduferðunum, þær verða ekki hinar sömu án hans. Hann hafði mikla unun af íslenskri náttúru, þær voru ófáar ferðirnar sem fjölskyldan fór í og þar var Himmi alltaf í fararbroddi á „vanin- um“ sínum. „Vaninn" var ætíð fullur af fólki og þar var alltaf nóg skrafað og bardúsað. Seinasta haust fóru svo Himmi og Ása ásamt foreldrum mínum í litla fjölskylduferð og konu öll að heimsækja mig þar sem ég dvaldi í Bandaríkjunum. Við nutum þess öll að geta eytt nokkrum dög- um saman og vitandi að „Islands- leiðangrar" fjölskyldunnar verða ekki fleiri með Himma, met ég ferð þeirra til mín í haust enn meira. Himma verður sárt saknað af öll- um sem til hans þekktu. Mín helsta huggun er að honum líði vel þar sem hann er núna og að hann og Tóti séu saman á ný. Ég bið góðan Guð að vaka yfir Asu og fjölskyld- unni á þessum erfiðu tímum. Jóhanna S. Jafetsdóttir. t HILMAR HERMÓÐSSON, Árnesi, er lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. júni síðast- liðinn, verður jarðsunginn frá Neskirkju, Aðal- dal, í dag, laugardaginn 12. júní, kl. 14.00. Áslaug Anna Jónsdóttir, börn og aðrir aðstandendur. t Hjartkær systir mín, INGVELDUR EINARSDÓTTIR, sem lést föstudaginn 4. júní, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 14. júní kl. 13.30. Guðborg Einarsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengda- faðir, ÁRMANN MAGNÚSSON fyrrv. leigubílstjóri, er lést föstudaginn 4. júní sl., hefur verið jarðsettur í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Aðalheiður Ásta Erlendsdóttir, Edda Guðrún Ármannsdóttir, Indriði Páll Ólafsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN KETILSSON fv. skólastjóri í Ytri-Njarðvík lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 14. júní kl. 15.00. Tryggvi Sigurbjarnarson, Siglinde Sigurbjarnarson, Kristín Sigurbjarnardóttir, Sigurður R. Halldórsson, Drífa Sigurbjarnardóttir, Þórður Sæmundsson, Álfdís K. Grimsley, Robert H. Grimsley, Þráinn Sigurbjarnarson, Susan Sigurbjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Laugartúni 19, Svalbarðseyri. Þór Jóhannesson, Árni V. Þórsson, Ragna Eysteinsdóttir, Nanna B. Þórsdóttir, Hjörvar Þór Þórsson, Andrea Thorsson, Ásdfs Þórsdóttir, Benedikt Arnbjörnsson, Gunnur Petra Þórsdóttir og barnabörn. Fregnin um andlát þitt kom eins og reiðarslag. Fram í hugann brut- ust myndbrot, minningar frá þvi að ég sem barn kom norður, frá unglingsárum, fullorðinsárum og nú síðast frá fermingu Esterar dóttur þinnar um hvítasunnuna. Góðar minningar og ljúfar. Það er sárt að standa frammi fyrir því að þú sért farinn en það er staðreynd sem ekki verður um- flúin og maður verður að reyna að sætta sig við. Það verður annar blær yfir því að koma norður, hitta þig ekki í góðu spjalli, oft með glettni og léttum stríðnisglósum, sem þú varst óþreytandi við að senda frænku þinni og hafði ég oft nokkurt gaman af. Það skarð sem þú skilur eftir og það rými sem þú áttir í huga mér verður aldrei fyllt en sárastur og mestur er missir fjölskyldu þinnar, eiginkonu, barna, móður, systkina og annarra sem næst þér stóðu. Þú hafðir sterkan og hlýjan per- sónuleika, góða kímnigáfu, góða nærveru og umgengni, sem fólk laðaðist að. Þú reyndist þeim sem í kringum þig voru vel og samheldni fjölskyldu þinnar var sterk. Þetta skynjaði maður mjög vel og þeir sem oft komu og dvöldu í Arnesi sóttust eftir nærveru og samskipt- um við ykkur. Elsku Himmi, nú þegar komið er að kveðjustund, vil ég þakka þér samfylgdina og allar góðu stundirnar. Hugur minn og hjarta er hjá fjölskyldu þinni. Hvíl þú í friði, elsku frændi. Elín Mjöll. + MINNINGARATHÖFN um hjartkæran son okkar, fósturson, bróðir, barnabarn og barnabarnabarn, SÆBJÖRN JÓNSSON (Bubba), sem fórst af slysförum föstudaginn 28. maí sl., verður haldin í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, í dag, laugardaginn 12. júní, kl. 15.00. Ingunn Björgvinsdóttir, Ragnar Thorarensen, Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, Jóhanna Jónasdóttir, Björgvin, Arndís og Lee Ann, Arndís Magnúsdóttir, Björgvin Haraldsson, Valgerður Valtýsdóttir, Sæbjörn Jónsson, Ingunn Sveinsdóttir, Valtýr Guðmundsson, Ingunn Jónasdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR frá Fossá íKjós, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 15. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Dóra Þórhallsdóttir, Heimir Steinsson, Ásbjörg Þórhallsdóttir, Kristbjörn Reynisson, Þórhallur Heimisson, Ingileif Malmberg, Arnþrúður Heimisdóttir, Þorlákur Sigurbjörnsson, Selma Hrund, Sandra Ósk, Sara Rut, Dóra Erla, Rakel og Hlfn. + Alúðarþakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur í orði og verki samúð, hlýhug og virð- ingu vegna andláts og útfarar okkar ástkæra KRISTJÁNS ÓSKARS SIGURÐARSONAR, Grenigrund 48, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Guðjónsson, Gígja Garðars, Garðar Björn, Guðjón Ingi, Inga Dís, Hilmar Þór, Arnór Freyr. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við andlát og útför ÖNNU KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR, áður til heimilis á Brávallagötu 42, Reykjavík. Ágústa Þórdís Ólafsdóttir, David Osinski, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ólafur S. Björnsson, Anton Sigurðsson og fjöiskyldur. "V Það dimmii' í öllum dalnum af dauðans volduga skugga. Söknuð ástvina allra ekkert megnar að hugga. Drúpir hver jurt í dalnum daggtárum blómið grætur umvafið ást og mildi albjartar sumamætur. Guð sem hvert böl vill bæta bið ég í faðm þig taki. Yfir þér elsku vinur englar himinsins vaki. (Kristbj. Steingr.) Kristbjörg og Hólmgrímur, Hrauni. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGILL STEFÁNSSON bóndi, Syðri Bakka, Kelduhverfi, andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík þriðjudaginn 8. júní sl. Útförin verður gerð frá Garðskirkju laugardaginn 19. júní kl. 14.00. Ingibjörg Jóhannesdóttir, Eyrún Egilsdóttir, Bernharð Grímsson, Egill Egilsson, Erla Björk Helgadóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför GUÐMANNS GUÐBRANDSSONAR, Álfaskeiði 64 4c, Hafnarfirði. Bára Guðmannsdóttir, Kolbeinn Guðmannsson, Borgþór Sigurjónsson, Birgir Sigurjónsson, Herdís Sigurjónsdóttir, Þórhildur Sigurjónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.